„Frábærar í fyrri en seinni hálfleikur var hryllilegur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júlí 2023 22:32 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar. Vísir/Diego Þróttur sigraði Selfoss 3-0 á heimavelli fyrr í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari liðsins, var sáttur með niðurstöðu leiksins en óánægður með frammistöðu liðsins í seinni hálfleik. Þróttur skapaði sér mörg hættuleg færi í fyrri hálfleiknum og tókst að komast tveimur mörkum yfir áður en flautað var til leikhlés. „Mér fannst við frábærar í fyrri hálfleik, færðum boltann vel og þær áttu engin svör við okkur. Fengum tvö verðskulduð mörk, hefðum líklega átt að fá tvö í viðbót miðað við færin sem við sköpuðum okkur.“ Þegar komið var út í seinni hálfleikinn virtist liðið fullmett og gerðu lítið til að auka forystu sína. Þær féllu aftar á völlinn og virkuðu einbeitingarlausar. „Seinni hálfleikur var hryllilegur, örugglega mjög vondur leikur á að horfa, hann var það allavega frá mínu sjónarhorni. Við misstum boltann á vondum stöðum og fengum á okkur óþarfa skyndisóknir, sem betur fer hélt vörnin vel í dag. En seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður.“ En hvers vegna telur þjálfarinn að spilamennska liðsins hafi breyst svo mikið milli hálfleika? „Þetta er ekki í fyrsta skipti, mögulega skrifast það á reynsluleysi en ég var óánægður með hvernig stelpurnar komu út úr klefanum, ég heyrði þær hlæja aðeins og grínast sín á milli. Við þurfum að vera mun fagmannlegri ef við viljum ná okkar markmiðum og klára leikina almennilega.“ Þróttur á næst leik við Stjörnuna á laugardaginn áður en deildin tekur sér þriggja vikna hlé. Nik segir liðið hæglega get sótt þrjú stig þar og vonast til að halda marki sínu áfram hreinu. „Ef við spilum eins og í fyrri hálfleik, ekki spurning, en við getum ekki komið inn í þann leik eins og við komum inn í seinni hálfleikinn í dag. En tveir leikir í röð með hreint lak og höfum heilt yfir spilað nokkuð vel.“ Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Þróttur skapaði sér mörg hættuleg færi í fyrri hálfleiknum og tókst að komast tveimur mörkum yfir áður en flautað var til leikhlés. „Mér fannst við frábærar í fyrri hálfleik, færðum boltann vel og þær áttu engin svör við okkur. Fengum tvö verðskulduð mörk, hefðum líklega átt að fá tvö í viðbót miðað við færin sem við sköpuðum okkur.“ Þegar komið var út í seinni hálfleikinn virtist liðið fullmett og gerðu lítið til að auka forystu sína. Þær féllu aftar á völlinn og virkuðu einbeitingarlausar. „Seinni hálfleikur var hryllilegur, örugglega mjög vondur leikur á að horfa, hann var það allavega frá mínu sjónarhorni. Við misstum boltann á vondum stöðum og fengum á okkur óþarfa skyndisóknir, sem betur fer hélt vörnin vel í dag. En seinni hálfleikur var alls ekki nógu góður.“ En hvers vegna telur þjálfarinn að spilamennska liðsins hafi breyst svo mikið milli hálfleika? „Þetta er ekki í fyrsta skipti, mögulega skrifast það á reynsluleysi en ég var óánægður með hvernig stelpurnar komu út úr klefanum, ég heyrði þær hlæja aðeins og grínast sín á milli. Við þurfum að vera mun fagmannlegri ef við viljum ná okkar markmiðum og klára leikina almennilega.“ Þróttur á næst leik við Stjörnuna á laugardaginn áður en deildin tekur sér þriggja vikna hlé. Nik segir liðið hæglega get sótt þrjú stig þar og vonast til að halda marki sínu áfram hreinu. „Ef við spilum eins og í fyrri hálfleik, ekki spurning, en við getum ekki komið inn í þann leik eins og við komum inn í seinni hálfleikinn í dag. En tveir leikir í röð með hreint lak og höfum heilt yfir spilað nokkuð vel.“
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Umfjöllun: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. 3. júlí 2023 21:50