Stígandi í veiðinni í Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2023 09:00 Flottur lax úr Jöklu Jökla er ansi magnað veiðisvæði og er að margra mati eitt það magnaðasta á landinu en veiðin þar hefur verið stígandi síðustu ár. Hún er oft ekki fljót af stað en það virðist samt vera þannig í sumar að hún fer bæði fyrr og betur af stað en venjulega. Mest af þeim laxi sem er veiðast núna er vænn tveggja ára lax og í þeim frábæru vatnsskilyrðum sem eru í ánni núna er laxinn fljótur upp á dal. Þar er að finna marga magnaða veiðistaði en það verður samt ekkert tekið frá þeimskemmtilegasta í ánni, Hólaflúð, að þó það sé gaman að kasta flugu á breiðurnar ofar í dalnum er þessi staður einn sá magnaðasti í ánni. Hann er yfirleitt einn sá gjöfulasti líka og fyrir veiðimenn og veiðikonur sem eru að fara í Jöklu í sumar þá er algjör skylda að renna "hitch" yfir þennan veiðistað. Jökla - Hólaflúð Þess má líka geta að bónusinn á svæðinu er klárlega ósinn við Fögruhlíðará en þar hefur sjóbleikjuveiðin í sumar verið frábær og það er mikið af 2-4 punda sjóbleikju í ósnum á aðfallinu. Þeir sem þekkja þetta svæði hvað best segja að ef aðfallið hittir á miðnætti eða þar um bil getur veiðin verið mögnuð. Stangveiði Mest lesið Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Hreindýraveiðar hófust í dag Veiði
Hún er oft ekki fljót af stað en það virðist samt vera þannig í sumar að hún fer bæði fyrr og betur af stað en venjulega. Mest af þeim laxi sem er veiðast núna er vænn tveggja ára lax og í þeim frábæru vatnsskilyrðum sem eru í ánni núna er laxinn fljótur upp á dal. Þar er að finna marga magnaða veiðistaði en það verður samt ekkert tekið frá þeimskemmtilegasta í ánni, Hólaflúð, að þó það sé gaman að kasta flugu á breiðurnar ofar í dalnum er þessi staður einn sá magnaðasti í ánni. Hann er yfirleitt einn sá gjöfulasti líka og fyrir veiðimenn og veiðikonur sem eru að fara í Jöklu í sumar þá er algjör skylda að renna "hitch" yfir þennan veiðistað. Jökla - Hólaflúð Þess má líka geta að bónusinn á svæðinu er klárlega ósinn við Fögruhlíðará en þar hefur sjóbleikjuveiðin í sumar verið frábær og það er mikið af 2-4 punda sjóbleikju í ósnum á aðfallinu. Þeir sem þekkja þetta svæði hvað best segja að ef aðfallið hittir á miðnætti eða þar um bil getur veiðin verið mögnuð.
Stangveiði Mest lesið Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Hreindýraveiðar hófust í dag Veiði