Æskilegra að neytendur fái úrlausn sinna mála mun hraðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2023 23:52 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Ívar Persónuvernd hefur gert CreditInfo að greiða hæstu sekt sem hún hefur lagt á hingað til eftir að félagið skráði fólk sem tekið hafði smálán á vanskilaskrá, án lagaheimildar. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni. Formaðurinn segir niðurstöðuna þó hafa verið allt of lengi að berast. Úrskurður Persónuverndar felur í sér 38 milljóna króna sekt á hendur Creditinfo, vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Úrskurðurinn snýr annars vegar að því að lántakendur voru skráðir á vanskilaskrá þrátt fyrir að krafa næði ekki lögbundinni lágmarksupphæð, og að skilmálar smálánafyrirtækjanna kváðu ekki á um að vanskil gætu komið lántökum á vanskilaskrá. Í tilkynnningu sem CreditInfo birti í kjölfar úrskurðarins viðurkennir fyrirtækið að hafa brugðist rangt við í málinu og segir að verkferlum hafi verið breytt. Sjá einnig: Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Mikilvægt að fylgjast með Neytendasamtökin kvörtuðu yfir skráningunum til Persónuverndar árið 2020. Formaðurinn fagnar niðurstöðunni. „Þarna er náttúrulega mikill áfellisdómur yfir vinnubrögðum Kreditinfo, við skráningu á vanskilum vegna smálána, sem voru umdeildar kröfur á þessum tíma. Það er ljóst, það sem Neytendasamtökin hafa haldið fram alla tíð, að ekki ætti að skrá þessi lán á vanskilaskrá.“ Úrskurðurinn sýni fram á mikilvægi eftirlits á lánshæfismarkaði, þar sem aðeins eitt fyrirtæki starfi. „Þess vegna er mjög mikilvægt að efla jafnvel Persónuvernd enn frekar. Þetta hefur tekið þrjú ár og mikil vinna þarna að baki, en það væri æskilegt að neytendur fengju fyrr úrlauns sinna mála.“ Baráttunni hvergi nærri lokið Málið sé þó aðeins einn angi í baráttu samtakanna við smálánafyrirtæki. Auk úrskurðarins í dag sé þegar búið að setja hámarksvexti á slík lán. Fyrirtækin hafi hins vegar skipt um viðskiptamódel. „Innheimtan er í raun og veru orðin tekjulind fyrirtækjanna, allavega einhverra þeirra, eins og það kemur okkur fyrir sjónir. Við höfum séð lán allt að sexfaldast á fimm vikum, einungis í innheimtuferlinu.“ Við þessu þurfi að bregðast með hundrað prósent þaki á innheimtukostnað, líkt og á öðrum Norðurlöndum. „Það er að segja, þú mátt aldrei leggja meira en því sem nemur höfuðstól kröfunnar, á sem innheimtukostnað,“ segir Breki. Það sé nokkuð sem samtökin muni beita sér fyrir. Smálán Persónuvernd Neytendur Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Úrskurður Persónuverndar felur í sér 38 milljóna króna sekt á hendur Creditinfo, vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Úrskurðurinn snýr annars vegar að því að lántakendur voru skráðir á vanskilaskrá þrátt fyrir að krafa næði ekki lögbundinni lágmarksupphæð, og að skilmálar smálánafyrirtækjanna kváðu ekki á um að vanskil gætu komið lántökum á vanskilaskrá. Í tilkynnningu sem CreditInfo birti í kjölfar úrskurðarins viðurkennir fyrirtækið að hafa brugðist rangt við í málinu og segir að verkferlum hafi verið breytt. Sjá einnig: Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir Mikilvægt að fylgjast með Neytendasamtökin kvörtuðu yfir skráningunum til Persónuverndar árið 2020. Formaðurinn fagnar niðurstöðunni. „Þarna er náttúrulega mikill áfellisdómur yfir vinnubrögðum Kreditinfo, við skráningu á vanskilum vegna smálána, sem voru umdeildar kröfur á þessum tíma. Það er ljóst, það sem Neytendasamtökin hafa haldið fram alla tíð, að ekki ætti að skrá þessi lán á vanskilaskrá.“ Úrskurðurinn sýni fram á mikilvægi eftirlits á lánshæfismarkaði, þar sem aðeins eitt fyrirtæki starfi. „Þess vegna er mjög mikilvægt að efla jafnvel Persónuvernd enn frekar. Þetta hefur tekið þrjú ár og mikil vinna þarna að baki, en það væri æskilegt að neytendur fengju fyrr úrlauns sinna mála.“ Baráttunni hvergi nærri lokið Málið sé þó aðeins einn angi í baráttu samtakanna við smálánafyrirtæki. Auk úrskurðarins í dag sé þegar búið að setja hámarksvexti á slík lán. Fyrirtækin hafi hins vegar skipt um viðskiptamódel. „Innheimtan er í raun og veru orðin tekjulind fyrirtækjanna, allavega einhverra þeirra, eins og það kemur okkur fyrir sjónir. Við höfum séð lán allt að sexfaldast á fimm vikum, einungis í innheimtuferlinu.“ Við þessu þurfi að bregðast með hundrað prósent þaki á innheimtukostnað, líkt og á öðrum Norðurlöndum. „Það er að segja, þú mátt aldrei leggja meira en því sem nemur höfuðstól kröfunnar, á sem innheimtukostnað,“ segir Breki. Það sé nokkuð sem samtökin muni beita sér fyrir.
Smálán Persónuvernd Neytendur Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira