„Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag” Árni Gísli Magnússon skrifar 4. júlí 2023 21:26 Ívar Örn var sáttur eftir leik í dag. Vísir/Hulda Margrét Ívar Örn Árnason leikmaður KA var himinlifandi eftir að KA tryggði sig í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fyrsta skipti í 19 ár. KA vann sigur á Breiðablik eftir vítaspyrnukeppni í kvöld. Leikurinn í kvöld var hádramatískur en KA virtist vera missa leikinn frá sér í lokin þegar Blikar komust yfir með tveimur mörkum á stuttum tíma eftir að KA hafði komist yfir snemma í fyrri hálfleik. Ívar Örn jafnaði leikinn með síðustu spyrnu leiksins og tryggði KA framlengingu. Liðin skoruðu sitt hvort markið þar og KA sigraði að lokum eftir vítaspyrnukeppni þar sem Ívar skoraði úr sinni spyrnu. „Þetta er bara ótrúleg tilfinning. Ég á varla orð yfir þetta. Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna, það er það eina sem ég get sagt. Öll þessi trú sem allir í klúbbnum og öll þessi vinna sem allir eru búnir að leggja á sig, það er svo geggjað núna að fá að njóta góðs af því, það er ekkert eðlilega gaman.” Ívar hefur spilað ófáa leikina fyrir uppeldisfélagið en segir þennan leik vera á toppnum yfir þá bestu. „Fyrir þetta var súrasta móment sem ég hef lent í undanúrslit í bikarnum 2015, þá fékk maður svona smjörþefinn af þessu og í fyrra, vorum mjög óheppnir í fyrra, það hlaut að koma að þessu núna og þetta er klárlega einn stærsti leikur, eða klárlega stærsti leikur minn í KA hingað til og hann á bara eftir að stækka núna. Núna er bikarúrslitaleikur og Evrópuleikir og það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna.” Fór Ívar að hugsa til baka til þessara erfiðu augnablika þegar Blikarnir komust yfir í uppbótartíma venjulegs leiktíma og aftur í framlengingunni? „Það er ótrúlega svekkjandi og þeir eru bara með frábært lið. Klæmint er þessi ‘clutch’ leikmaður og reis þarna hæst og það er ekkert hægt að gera í því og jú auðvitað svekkjandi en það má ekkert í svona leikjum heldur bara áfram gakk og það munaði engu að þeir hefðu getað skorað annað mark í venjulegum leiktíma en sem betur fer þá höldum við þetta út og förum í framlengingu og við rísum upp í framlengingunni og svo rísum við aftur upp í vítaspyrnukeppninni. Þetta var rosalega sveiflukenndur leikur.” Ívar jafnaði leikinn með síðustu spyrnu venjulegs leiktíma eftir klafs eftir hornspyrnu. Hvernig gerðist þetta frá hans sjónarhorni? „Ég var svo þreyttur að ég eiginlega bara man það ekki en ég var eitthvað að lúra þarna á fjærstönginni og sem betur fer var skotið hans Pæturs (Petersen) ekki alveg nógu gott og hann bara datt fyrir framan mig og þetta var bara línupot inn í raun.” Umræðan um KA hefur verið nokkuð neikvæð upp á síðkastið þar sem liðið hefur ekki náð í góð úrslit, skorað fá mörk, leikmenn lent í agabanni og lykilmaður orðaður frá félaginu. Ívar segir þennan sigur gefa liðinu rosalega mikið fyrir framhaldið að gera þar sem m.a. Evrópuævintýri hefst í næstu viku. „Þetta er alvöru vítamínsprauta inn í hópinn og eins og ég er örugglega búinn að segja þrisvar sinnum í þessu viðtali: Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag”, sagði Ívar kampakátur að lokum og hélt áfram að fagna með liðsfélögum sínum. Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leikurinn í kvöld var hádramatískur en KA virtist vera missa leikinn frá sér í lokin þegar Blikar komust yfir með tveimur mörkum á stuttum tíma eftir að KA hafði komist yfir snemma í fyrri hálfleik. Ívar Örn jafnaði leikinn með síðustu spyrnu leiksins og tryggði KA framlengingu. Liðin skoruðu sitt hvort markið þar og KA sigraði að lokum eftir vítaspyrnukeppni þar sem Ívar skoraði úr sinni spyrnu. „Þetta er bara ótrúleg tilfinning. Ég á varla orð yfir þetta. Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna, það er það eina sem ég get sagt. Öll þessi trú sem allir í klúbbnum og öll þessi vinna sem allir eru búnir að leggja á sig, það er svo geggjað núna að fá að njóta góðs af því, það er ekkert eðlilega gaman.” Ívar hefur spilað ófáa leikina fyrir uppeldisfélagið en segir þennan leik vera á toppnum yfir þá bestu. „Fyrir þetta var súrasta móment sem ég hef lent í undanúrslit í bikarnum 2015, þá fékk maður svona smjörþefinn af þessu og í fyrra, vorum mjög óheppnir í fyrra, það hlaut að koma að þessu núna og þetta er klárlega einn stærsti leikur, eða klárlega stærsti leikur minn í KA hingað til og hann á bara eftir að stækka núna. Núna er bikarúrslitaleikur og Evrópuleikir og það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna.” Fór Ívar að hugsa til baka til þessara erfiðu augnablika þegar Blikarnir komust yfir í uppbótartíma venjulegs leiktíma og aftur í framlengingunni? „Það er ótrúlega svekkjandi og þeir eru bara með frábært lið. Klæmint er þessi ‘clutch’ leikmaður og reis þarna hæst og það er ekkert hægt að gera í því og jú auðvitað svekkjandi en það má ekkert í svona leikjum heldur bara áfram gakk og það munaði engu að þeir hefðu getað skorað annað mark í venjulegum leiktíma en sem betur fer þá höldum við þetta út og förum í framlengingu og við rísum upp í framlengingunni og svo rísum við aftur upp í vítaspyrnukeppninni. Þetta var rosalega sveiflukenndur leikur.” Ívar jafnaði leikinn með síðustu spyrnu venjulegs leiktíma eftir klafs eftir hornspyrnu. Hvernig gerðist þetta frá hans sjónarhorni? „Ég var svo þreyttur að ég eiginlega bara man það ekki en ég var eitthvað að lúra þarna á fjærstönginni og sem betur fer var skotið hans Pæturs (Petersen) ekki alveg nógu gott og hann bara datt fyrir framan mig og þetta var bara línupot inn í raun.” Umræðan um KA hefur verið nokkuð neikvæð upp á síðkastið þar sem liðið hefur ekki náð í góð úrslit, skorað fá mörk, leikmenn lent í agabanni og lykilmaður orðaður frá félaginu. Ívar segir þennan sigur gefa liðinu rosalega mikið fyrir framhaldið að gera þar sem m.a. Evrópuævintýri hefst í næstu viku. „Þetta er alvöru vítamínsprauta inn í hópinn og eins og ég er örugglega búinn að segja þrisvar sinnum í þessu viðtali: Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag”, sagði Ívar kampakátur að lokum og hélt áfram að fagna með liðsfélögum sínum.
Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira