„Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur“ Kári Mímisson skrifar 4. júlí 2023 22:35 Guðni skaut létt á sérfræðinga eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega mjög svekktur eftir tap FH gegn Íslandsmeisturum Vals í Kaplakrika nú í kvöld. FH spilaði mjög vel á köflum en Valsarar gerðu út um leikinn á 15 mínútna kafla í seinni hálfleik þegar liðið skoraði þrjú mörk með skömmu millibili. FH-ingar náðu hins vegar að klóra í bakkann og skoruðu tvö mörk í lokin en lengra komst FH ekki. „Ég er bara drullu svekktur. Það er auðvitað gott að enda á tveimur mörkum en það var algjör óþarfi að hleypa þeim í 3-0. Við áttum svo sannarlega að komast yfir í þessum leik, vorum betri í fyrri hálfleik og héldum áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik. Við eigum að komast í 1-0 en fáum síðan mark í andlitið og það var ekki nógu gott hvernig liðið brást við þar,“ sagði Guðni í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur önnur mörk í kjölfarið en ég er þó ánægður hvernig við komum til baka og gáfum þeim leik í nokkrar mínútur í lokin.“ FH liðið mætti óhrætt til leiks og byrjaði strax frá fyrstu mínútu hátt á vellinum og pressaði lið Vals mjög vel á köflum. Guðni segir að liðið hafi mætt Val fullkomlega og segir það svekkjandi að hafa ekki náð að skora á þessum tíma. „Mér fannst við gera þetta fullkomlega. Ég held að FH liðið hafi verið betri á þessum tímapunkti í leiknum. Við gerðum vel þar og lásum rétt í spilin hvernig við áttum að mæta þeim. Svekkjandi að hafa ekki náð að koma boltanum inn á þessum tíma af því að það er auðvitað það sem öllu máli skiptir. Frammistaðan var annars nokkuð góð.“ En hver eru skilaboðin þegar það er lítið eftir og þið búnar að minnka muninn? „Bara þau sömu og alltaf, Keep on going. Leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af. Það er alltaf möguleiki alveg sama hver staðan er. Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur.“ Nýliðar FH hafa átt frábæru gengi að fagna í sumar. Liðið komst í undanúrslit í Mjólkurbikarnum ásamt því að hafa spilað vel í deildinni þar sem liðið situr í 5. sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins. Guðni segir að þetta komi sér ekki neitt á óvart og að liðið hafi sýnt það í dag að það geti unnið öll liðin í deildinni. „Þetta kemur mér nákvæmlega ekki neitt á óvart. Ég er bara heiðarlegur með það að þetta kemur mér ekki neitt á óvart. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í sumar og liðið mætir vel undirbúið til leiks. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við getum svo sannarlega tekið hvaða lið sem er í þessari deild.“ Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Valur Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira
„Ég er bara drullu svekktur. Það er auðvitað gott að enda á tveimur mörkum en það var algjör óþarfi að hleypa þeim í 3-0. Við áttum svo sannarlega að komast yfir í þessum leik, vorum betri í fyrri hálfleik og héldum áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik. Við eigum að komast í 1-0 en fáum síðan mark í andlitið og það var ekki nógu gott hvernig liðið brást við þar,“ sagði Guðni í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur önnur mörk í kjölfarið en ég er þó ánægður hvernig við komum til baka og gáfum þeim leik í nokkrar mínútur í lokin.“ FH liðið mætti óhrætt til leiks og byrjaði strax frá fyrstu mínútu hátt á vellinum og pressaði lið Vals mjög vel á köflum. Guðni segir að liðið hafi mætt Val fullkomlega og segir það svekkjandi að hafa ekki náð að skora á þessum tíma. „Mér fannst við gera þetta fullkomlega. Ég held að FH liðið hafi verið betri á þessum tímapunkti í leiknum. Við gerðum vel þar og lásum rétt í spilin hvernig við áttum að mæta þeim. Svekkjandi að hafa ekki náð að koma boltanum inn á þessum tíma af því að það er auðvitað það sem öllu máli skiptir. Frammistaðan var annars nokkuð góð.“ En hver eru skilaboðin þegar það er lítið eftir og þið búnar að minnka muninn? „Bara þau sömu og alltaf, Keep on going. Leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af. Það er alltaf möguleiki alveg sama hver staðan er. Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur.“ Nýliðar FH hafa átt frábæru gengi að fagna í sumar. Liðið komst í undanúrslit í Mjólkurbikarnum ásamt því að hafa spilað vel í deildinni þar sem liðið situr í 5. sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins. Guðni segir að þetta komi sér ekki neitt á óvart og að liðið hafi sýnt það í dag að það geti unnið öll liðin í deildinni. „Þetta kemur mér nákvæmlega ekki neitt á óvart. Ég er bara heiðarlegur með það að þetta kemur mér ekki neitt á óvart. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í sumar og liðið mætir vel undirbúið til leiks. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við getum svo sannarlega tekið hvaða lið sem er í þessari deild.“
Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Valur Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Sjá meira