Sjálfbært Ísland og smitáhrif okkar á heimsvísu Katrín Jakobsdóttir skrifar 6. júlí 2023 08:00 Sjálfbær þróun er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma. Hún snýst um að við ofnýtum ekki auðlindir jarðar, svo að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Á síðustu fimmtíu árum hefur hallað mjög á ógæfuhliðina í þessum efnum. Árið 1970 dugði ársskammtur af auðlindum jarðar í eitt ár, þannig að ekki var gengið á höfuðstólinn. Núna er staðan hins vegar sú að árskammtur af auðlindum er uppurinn í byrjun ágúst og gæðin því ofnýtt sem því nemur. Skuldin fellur á framtíðarkynslóðir ef ekkert verður að gert. Þjóðir með hátt neyslustig, eins og Ísland, ganga enn hraðar á innstæðuna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt ríka áherslu á að þessari þróun verði snúið við.Árið 2015 settu þær fram metnaðarfull markmið um sjálfbæra þróun sem Ísland á aðild að. Í forsætisráðuneytinu hefur nú verið settur á fót sérstakur vettvangur, Sjálfbært Ísland, til að vinna markvisst að framgangi þessara markmiða og mótun stefnu um sjálfbært Ísland í breiðu samfélagslegu samráði. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru 17 talsins og ætlunin er að þeim verði náð árið 2030. Við erum því hálfnuð á þeirri vegferð. Um miðjan júlí mun Ísland kynna stöðu sína gagnvart heimsmarkmiðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í annað sinn. Eitt af því sem Ísland hefur lagt áherslu á, samhliða gerð stöðuskýrslu til Sameinuðu þjóðanna, er að vekja athygli á svokölluðum neikvæðum smitáhrifum eða (negative spillover effects) á sjálfbæra þróun heimsins. Smitáhrif verða m.a. þegar auðugri þjóðir með hátt neyslustig, eins og við Íslendingar, flytja inn vörur frá efnaminni löndum og geta með því haft margvísleg neikvæð smitáhrif á umhverfi, samfélag, efnahag og öryggi. Slíkt dregur úr sjálfbærri þróun í viðkomandi landi. Umræðan um smitáhrif hefur hingað til ekki verið mikil. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands hefur nú að beiðni íslenskra stjórnvalda gert úttekt smitáhrifum Íslands og lagt mat á til hvaða aðgerða þurfi að grípa til þess draga úr þeim. Þar kemur fram að m.a. þurfi að setja fram skýra framtíðarsýn, greina betur neikvæð smitáhrif Íslands en þar vega neysla og innflutningur þyngst, efla hringrásarhagkerfið og auka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Ísland mun standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00 og fylgjast má með honum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands . Þar verður ítarleg umfjöllun um smitáhrif og rætt við innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði sjálfbærrar þróunar með það að markmiði að vekja upp umræðu um smitáhrif á alþjóðavettvangi og hvað stjórnvöld og samfélög þurfi að gera til þess að draga úr þeim eins og kostur er. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Sjálfbær þróun er eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar tíma. Hún snýst um að við ofnýtum ekki auðlindir jarðar, svo að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Á síðustu fimmtíu árum hefur hallað mjög á ógæfuhliðina í þessum efnum. Árið 1970 dugði ársskammtur af auðlindum jarðar í eitt ár, þannig að ekki var gengið á höfuðstólinn. Núna er staðan hins vegar sú að árskammtur af auðlindum er uppurinn í byrjun ágúst og gæðin því ofnýtt sem því nemur. Skuldin fellur á framtíðarkynslóðir ef ekkert verður að gert. Þjóðir með hátt neyslustig, eins og Ísland, ganga enn hraðar á innstæðuna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt ríka áherslu á að þessari þróun verði snúið við.Árið 2015 settu þær fram metnaðarfull markmið um sjálfbæra þróun sem Ísland á aðild að. Í forsætisráðuneytinu hefur nú verið settur á fót sérstakur vettvangur, Sjálfbært Ísland, til að vinna markvisst að framgangi þessara markmiða og mótun stefnu um sjálfbært Ísland í breiðu samfélagslegu samráði. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru 17 talsins og ætlunin er að þeim verði náð árið 2030. Við erum því hálfnuð á þeirri vegferð. Um miðjan júlí mun Ísland kynna stöðu sína gagnvart heimsmarkmiðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í annað sinn. Eitt af því sem Ísland hefur lagt áherslu á, samhliða gerð stöðuskýrslu til Sameinuðu þjóðanna, er að vekja athygli á svokölluðum neikvæðum smitáhrifum eða (negative spillover effects) á sjálfbæra þróun heimsins. Smitáhrif verða m.a. þegar auðugri þjóðir með hátt neyslustig, eins og við Íslendingar, flytja inn vörur frá efnaminni löndum og geta með því haft margvísleg neikvæð smitáhrif á umhverfi, samfélag, efnahag og öryggi. Slíkt dregur úr sjálfbærri þróun í viðkomandi landi. Umræðan um smitáhrif hefur hingað til ekki verið mikil. Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands hefur nú að beiðni íslenskra stjórnvalda gert úttekt smitáhrifum Íslands og lagt mat á til hvaða aðgerða þurfi að grípa til þess draga úr þeim. Þar kemur fram að m.a. þurfi að setja fram skýra framtíðarsýn, greina betur neikvæð smitáhrif Íslands en þar vega neysla og innflutningur þyngst, efla hringrásarhagkerfið og auka framlag Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Ísland mun standa fyrir sérstökum hliðarviðburði um smitáhrif í tengslum við ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 11. júlí næstkomandi kl. 14:00 og fylgjast má með honum á vefsíðu Sjálfbærs Íslands . Þar verður ítarleg umfjöllun um smitáhrif og rætt við innlenda og erlenda sérfræðinga á sviði sjálfbærrar þróunar með það að markmiði að vekja upp umræðu um smitáhrif á alþjóðavettvangi og hvað stjórnvöld og samfélög þurfi að gera til þess að draga úr þeim eins og kostur er. Höfundur er forsætisráðherra.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun