Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 15:18 Zaporizhzhia-kjarnorkuverið er það stærsta í Evrópu. Það er á valdi Rússa. AP/Libkos Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. Zaporizhzhia er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Það hefur verið á valdi Rússa frá því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu í fyrra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað lýst yfir áhyggju af verinu og hættunni á meiriháttar kjarnorkuslysi þar. Úkraínsk stjórnvöld hafa varað við því að Rússar ætluðu sér að vinna skemmdarverk á verinu til þess að hefta framgang gagnsóknar þeirra undanfarnar vikur. Orðrómi um að Úkraínumenn ætluðu sér að ráðast á kjarnorkuverið var dreift á rússneskum samskiptamiðlum í gær. Dmitríj Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, hélt því fram að úkraínski herinn ætlaði sér að vinna skemmdarverk á verinu sem hefðu hörmulegar afleiðingar. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fullyrti í gærkvöldi að Úkraínumenn hefðu njósnir af því að rússneskir hermenn hefðu komið fyrir torkennilegum hlutum á þaki kjarnorkuversins, mögulega sprengjum. Ætlun Rússa væri að sviðsetja árás og kenna Úkraínumönnum um hana. „Sprenging myndi ekki skemma ofnana en gæti skapað þá mynd að Úraínumenn hefðu skotið sprengikúlum á þá,“ sagði Selenskíj. Aldrei skyldi ráðast á kjarnorkuver Slökkt er á sex kjarnaofnum Zaporizhzhia-versins en það þarf engu að síður á rafmagni að halda til þess að halda kælikerfum sem tryggja öryggi þess gangandi. Kjarnorkuverið er talið mun öruggara en Tsjernobyl-kjarnorkuverið þar sem versta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað árið 1986. Ólíklegt sé að geislavirkt efni bærist víða þrátt fyrir að ráðist væri á það, að sögn AP-fréttastofunnar. Rafael Mariano Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, segist vita af ásökunum stríðandi fylkinganna. Ítrekaði hann að ekki ætti að ráðast á kjarnorkuver undir nokkrum kringumstæðum. Viðvaranir Úkraínumanna nú þykja minna nokkuð á varnaðarorð þeirra um að Rússar kynnu að sprengja upp stíflu til þess að stöðva gagnsókn þeirra. Tugir þúsunda manna þurftu svo að flýja heimili sín þegar Rússar skemmdu Kakhovka-stífluna í síðasta mánuði. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. 2. júlí 2023 09:40 Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. 22. júní 2023 14:52 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Zaporizhzhia er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Það hefur verið á valdi Rússa frá því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu í fyrra. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað lýst yfir áhyggju af verinu og hættunni á meiriháttar kjarnorkuslysi þar. Úkraínsk stjórnvöld hafa varað við því að Rússar ætluðu sér að vinna skemmdarverk á verinu til þess að hefta framgang gagnsóknar þeirra undanfarnar vikur. Orðrómi um að Úkraínumenn ætluðu sér að ráðast á kjarnorkuverið var dreift á rússneskum samskiptamiðlum í gær. Dmitríj Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, hélt því fram að úkraínski herinn ætlaði sér að vinna skemmdarverk á verinu sem hefðu hörmulegar afleiðingar. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, fullyrti í gærkvöldi að Úkraínumenn hefðu njósnir af því að rússneskir hermenn hefðu komið fyrir torkennilegum hlutum á þaki kjarnorkuversins, mögulega sprengjum. Ætlun Rússa væri að sviðsetja árás og kenna Úkraínumönnum um hana. „Sprenging myndi ekki skemma ofnana en gæti skapað þá mynd að Úraínumenn hefðu skotið sprengikúlum á þá,“ sagði Selenskíj. Aldrei skyldi ráðast á kjarnorkuver Slökkt er á sex kjarnaofnum Zaporizhzhia-versins en það þarf engu að síður á rafmagni að halda til þess að halda kælikerfum sem tryggja öryggi þess gangandi. Kjarnorkuverið er talið mun öruggara en Tsjernobyl-kjarnorkuverið þar sem versta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað árið 1986. Ólíklegt sé að geislavirkt efni bærist víða þrátt fyrir að ráðist væri á það, að sögn AP-fréttastofunnar. Rafael Mariano Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, segist vita af ásökunum stríðandi fylkinganna. Ítrekaði hann að ekki ætti að ráðast á kjarnorkuver undir nokkrum kringumstæðum. Viðvaranir Úkraínumanna nú þykja minna nokkuð á varnaðarorð þeirra um að Rússar kynnu að sprengja upp stíflu til þess að stöðva gagnsókn þeirra. Tugir þúsunda manna þurftu svo að flýja heimili sín þegar Rússar skemmdu Kakhovka-stífluna í síðasta mánuði.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. 2. júlí 2023 09:40 Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. 22. júní 2023 14:52 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. 2. júlí 2023 09:40
Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. 22. júní 2023 14:52
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila