Johnson er nú 59 ára og lagði hafnaboltahanskanna á hilluna fyrir meira en áratug síðan. Eftir að hann hætti að spila þá fór hann að stunda ljósmyndun.
Johnson náði einnig frábærum árangri þar og í dag myndar hann meðal annars NFL-leiki. Hann virðist vera hrifnari að mynda ameríska fótboltann frekar en sína gömlu íþrótt.
Johnson er 208 sentimetrar á hæð og sérhæfði sig í að kasta boltanum með frábærum árangri. Alls náði hann að senda mótherja 4875 sinnum aftur til baka án þess að ná að hitta boltann.
Johnson spilaði 22 tímabil í MLB deildinni og var tekinn inn í heiðurshöll hafnaboltans árið 2015 sem var jafnframt fyrsta árið sem hann kom til greina.
Johnson var valinn mikilvægasti leikmaðurinn þegar hann varð meistari með Arizona Diamondbacks árið 2001.