Hallgrímskirkja er enn á byggingarstigi, og sömuleiðis Hótel Saga, og verið að leggja Lönguhlíðina meðfram Klambratúni. Sumstaðar eru enn malarvegir og tiltölulega stutt er síðan byrjað var að gróðursetja í Öskjuhlíð.
Meðfylgjandi ljósmyndir eru í eigu Gretars Ívarssonar jarðfræðings en þær voru teknar þann 29. júlí árið 1960 og gefa ágætis innsýn í veröld sem var.
„Það voru þýskir jarðvísindamenn sem komu hérna árið 1960 og notuðu meðal annars Sigurð Þórarinsson sem leiðsögumann. Sigurður kenndi mér síðan jarðfræði aðeins síðar,“ segir Gretar í samtali við Vísi.
Að sögn Gretars fór hópurinn um allt land og einn úr hópnum tók þessar myndirnar sem hér birtast.
„Ég komst yfir þær og tók afrit, en því miður hafði sveppur komist í filmurnar og eru þær orðnar nokkuð skemmdar.“















engur