Ísland fékk óvænt þátttökurétt í mótinu á dögunum sem annað af tveimur boðsliðum IHF en keppnin fer að þessu fram á Norðurlöndunum eða í Danmörku, Í Svíþjóð og í Noregi.
Riðill íslensku stelpnanna mun innihalda þrjú önnur lið og hann gæti verið spilaður í öllum þessum þremur löndum.
IHF tilkynnti í morgun hvaða tvö lið fengju boðssæti á HM 2023 sem spilað verður í Noregi, Svíþjóð og Danmörk í desember. Stelpurnar okkar fengu úthlutað sæti á HM ásamt Austurríki og eru þær því á leið á sitt fyrsta stórmót síðan 2012.https://t.co/8QFHS0FEw7
— HSÍ (@HSI_Iceland) July 3, 2023
Mestar líkur eru á að Ísland spili í Danmörku því fjórir af átta riðlum verða spilaðir þar. Tveir fara síðan fram í Svíþjóð og tveir í Noregi.
Íslenska liðið er í fjórða og síðasta styrkleikaflokki þegar dregið verður í dag og því þegar ljóst að landslið Kongó, Senegal, Paragvæ, Íran, Kasakstans, Síle og Austurríki verða ekki í riðli Íslands.
Ísland fær hins vegar eitt lið úr hverjum af hinum styrkleikaflokkunum þremur og þar geta stelpurnar okkar bæði verið mjög heppnar og mjög óheppnar.
The pots are set for the 2023 IHF Women's World Championship draw on Thursday 6 July
— International Handball Federation (@ihf_info) July 3, 2023
Austria and Iceland are awarded the Wild Cards and join an incredible line-up that #aimtoexcite
Read more https://t.co/IuliS2Au4b#DENNORSWE2023 pic.twitter.com/O8sfT5YUm4
Íslenska liðið gæti þannig fengið nýliða Grænlands úr þriðja styrkleikaflokki en líka Afríkuþjóðirnar Kamerún og Angóla eða Asíuþjóðirnar Japan og Kína. Evrópuþjóðirnar Serbía og Úkraína eru einnig í þriðja styrkleikaflokknum ásamt Argentínu.
Íslensku stelpurnar munu síðan alltaf lenda í riðli með mjög öflugum liðum úr efstu tveimur styrkleikaflokkunum en það er munur á því að lenda í riðli með Noregi og Spáni eða í riðli með Þýskalandi og Tékklandi.
Leikstaðirnir í boði í riðlakeppninni eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð.
Hér fyrir neðan má sjá styrkleikariðlana. Drátturinn hefst klukkan 13.30 að íslenskum tíma.
