Fullyrðingar Bjarna Jónassonar hjá Umhverfisstofnun hraktar Ole Anton Bieltvedt skrifar 6. júlí 2023 13:00 Vísir birti 5. júlí frétt um hreindýraveiðar, en Fagráð um velferð dýra, sem á, skv. lögum, að veita stjórnvöldum leiðsögn og ráðgjöf um veiðar viltra dýra og velferð þeirra, hafði endurtekið beint þeim tilmælum til Umhverfistofnunar og umhverfisráðherra, að griðartími hreinkálfa yrði lengdur, en báðir aðilar höfðu hunzað þessi tilmæli Fagráðs, nú árum saman. Nú er farið að skjóta hreinkýr 1. ágúst, ár hvert, þegar yngstu kálfar eru rétt 6-8 vikna. Fagráðið mæltist fyrst til þess, í september 2019, að hreinkýr yrðu ekki veiddar fyrr en kálfar væru orðnir minnst 3ja mánaða, sem hefði verið 1. september. Í janúar 2020 herti Fagráðið á þessari afstöðu, og beindi þeim tilmælum til Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar og umhverfisráðherra, að hreinkýr yrðu ekki veiddar frá kálfum, meðan kýrnar væru mjólkandi. Voru þessi tilmæli auðvitað eðlileg og náttúruleg; „ráðstöfun náttúrunnar“ var, að kýr væru mjólkandi svo lengi, sem kálfar þyrftu á mjólkinni og vernd móður að halda. Þessi tilmæli þýddu, að ekki hefði mátt veiða hreinkýr fyrr en 1. nóvember, ár hvert. Hefðu þá hreinkúaveiðar færst úr haustveiðum í vetrarveiðar, eins og t.a.m. rjúpnaveiðar. Um þetta var fjallað í ágætri frétt hér í blaðinu 5. júlí, en Bjarni Jónasson, teymisstjóri Umhverfisstofnunar, setti þar þó fram alls kyns upplýsingar og fullyrðingar, sem ekki standast, og gera verður athugasemdir við og leiðrétta. Skal það nú gert:. 1. Bjarni fullyrðir um tilmæli Fagráðs frá 2019: „Vegna mannlegra mistaka bárust tilmælin ekki fyrr en of seint það árið“. Fagráðið ályktaði 3. september 2019, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða...“. Þarna er því um rangfærslu Bjarna að ræða, því veiðitímabið var nánast afstaðið, þegar ályktunin var gerð, en auðvitað hefði hún átt að gilda fyrir veiðitímabilið frá hausti 2020; til þess var nægur aðlögunartími. Þarna voru engin „mannleg mistök“ í gangi, heldur mótþrói og viljaleysi Umhverfissofnunar og ráðherra til að fylgja leiðsögn Fagráðs, eins og þeim hefði borið. 2.Bjarni fullyrðir, að dánartíðni kálfa, fyrir og eftir friðun þeirra, 2010, bendi ekki til, að hærra hlutfall móðurlausra kálfa hafi farizt að vetri eftir friðun. Ég fullyrði á móti, eftir áralöng samskipti við Skarphéðinn G. Þórisson/Náttúrustofu Austurlands, UST og ráðuneytið, að þessi samanburður sé ekki til í neinu faglegu eða vísindalegu formi; þessi fullyrðing Bjarna er því staðlausir stafir. 3. „Ekkert bendir enn til þess, að munaðarlausir kálfar (vegna veiða) geti ekki bjargað sér og lifað flesta vetur...“ fullyrðir Bjarni. Ég er marg búinn að benda Náttúrustofu Austurlands, Umhverfisstofnun og ráðuneytinu á ganstæðar staðreyndir, en það eru til margvíslegar heimildir, vísindagreinar, sem sýna og sanna, hversu erfitt uppdráttar ungviði, sem misst hafa móður sína, eiga sér. Hér nokkrar slíkar: „Kálfur, sem missir móður sína, hefur minni lífslíkur að vetri, þar sem hann nýtur ekki mjólkur né leiðsagnar hennar við beitina“ (Sjennberg and Slagsvold“ (1968)). „Það hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomumöguleika afkvæma stórra spendýra á norðurhveli jarðar og möguleika þeirra til að lifa af, hversu lengi og í miklum mæli þau njóta umhyggju og umönnunar foreldra“ (Stearns (1992)). „Niðurstaðan var, að færri móðurlausir kálfar lifðu af en þeir, sem móður áttu (Joly (2000)). „Munaðarleysingjum, sem eru lægstir í goggunarröðinni, er oft ýtt út í jaðar hópsins“ (Green et al. (1989)). „Kostir náins sambands móður og afkvæmis, umfram mjólkurgjöf, felast í umönnun, vernd og kennslu móður á grunn venjum, nýtingu beitilands, leiða til að lifa af og leita sér skjóls“ (Lent (1974)). 4. Um þau tilmæli Umhverfisstofnunar til veiðimanna, að geldar kýr verði einkum skotnar fyrstu 2 vikurnar í ágúst, til að þyrma kálfum, er þetta að segja: Þessi tilmæli standast ekki, því hreindýr eru hjarðdýr, í hópum, dýrin hvert innan um annað, og geldar kýr ekki nema 10-15% af kúahópnum. Því er nánast ómögulegt að greina þær geldu frá hinum kúnum, munur nánast enginn, nema helzt á júgrum, en hvernig á að sjá hann úr 200-300m fjarlægð? Kálfar ráfa svo um. Þessi ráðstöfun er bara tilraun UST og veiðimanna til að fegra þessar veiðar; smink á ljótar veiðivenjur. 5.Náttúrustofa Austurlands hefur ekki gert ítarlega rannsókn á afkomu kálfa, þannig, að hún gæti talizt marktæk, nema veturinn 2018-2019, en þá veitti ráðherra, þá Guðmundur Ingi, sérstaka fjárveitingu til rannsóknarinnar. Skv. niðurstöðugögnum Náttúrustofu Austurlands, var meðaldánartíðni hreinkálfa þann vetur 21%. Var dánartíðnin frá 9% upp í 45% eftir svæðum. Talan 45% er auðvitað yfirþyrmandi; annar hver kálfur fórst úr hungri og vosbúð! Skv. öðrum upplýsingum Náttúrustofu Austurlands, taldist undirrituðum til, að 600 kálfar hefðu farizt þennan vetur, sem þó var mildur. Ætla má, að flestir hafi þessir kálfar verið móðurlausir ræflar. 6. Blaðamaður kemur inn á, að veiðitímabilið hefjist seinna t.a.m. í Noregi. Hér kemur yfirlit yfir veiðitímaramma í Noregi og Svíþjóð: Í Noregi má ekki byrja að drepa hreindýrakýr fyrr en 20. ágúst, og þar sem kálfar fæðast nokkru fyrr í Noregi en hér - þar vorar fyrr - eru þeir því a.m.k. 3ja mánaða, þegar dráp mæðra þeirra hefst. Elgskálfar fæðast á sama tíma í Svíþjóð; um miðjan maí. Elgsveiðar hefjast þar þó ekki fyrr en 3. september, þegar yngstu kálfar eru 3,5 mánaða. Dádýr eru líka náskyld hreindýrum. Í Svíþjóð fæðast kálfar þeirra líka um miðjan maí. Dádýrakýr má hins vegar ekki veiða þar fyrr en 1. október; þegar yngstu kálfar eru um 4,5 mánaða. Allir, sem eitthvað þekkja til spendýra, vita, að það er mikill munur á burðum 2ja mánaða og 3-4 mánaða ungviðis. Taka ungviðin miklum framförum 3ja og 4ða mánuðinn og styrkjast til muna. Þetta virða frændur okkar, Norðmenn og Svíar, enda gildir hjá þeim „jegeretikk“, veiðisiðfræði, sem hér virðist hér lítið þekkt. Fagráðið vildi þó einmitt taka af skarið með þetta, innleiða hér loks nútímalegt veiðisiðfræði, með þeirri ályktun sinni, frá í janúar 2020, að ekki skyldi veiða mjólkandi kýr, en þannig væri „ráðstöfun náttúrunnar“ virt. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Dýraheilbrigði Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Vísir birti 5. júlí frétt um hreindýraveiðar, en Fagráð um velferð dýra, sem á, skv. lögum, að veita stjórnvöldum leiðsögn og ráðgjöf um veiðar viltra dýra og velferð þeirra, hafði endurtekið beint þeim tilmælum til Umhverfistofnunar og umhverfisráðherra, að griðartími hreinkálfa yrði lengdur, en báðir aðilar höfðu hunzað þessi tilmæli Fagráðs, nú árum saman. Nú er farið að skjóta hreinkýr 1. ágúst, ár hvert, þegar yngstu kálfar eru rétt 6-8 vikna. Fagráðið mæltist fyrst til þess, í september 2019, að hreinkýr yrðu ekki veiddar fyrr en kálfar væru orðnir minnst 3ja mánaða, sem hefði verið 1. september. Í janúar 2020 herti Fagráðið á þessari afstöðu, og beindi þeim tilmælum til Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar og umhverfisráðherra, að hreinkýr yrðu ekki veiddar frá kálfum, meðan kýrnar væru mjólkandi. Voru þessi tilmæli auðvitað eðlileg og náttúruleg; „ráðstöfun náttúrunnar“ var, að kýr væru mjólkandi svo lengi, sem kálfar þyrftu á mjólkinni og vernd móður að halda. Þessi tilmæli þýddu, að ekki hefði mátt veiða hreinkýr fyrr en 1. nóvember, ár hvert. Hefðu þá hreinkúaveiðar færst úr haustveiðum í vetrarveiðar, eins og t.a.m. rjúpnaveiðar. Um þetta var fjallað í ágætri frétt hér í blaðinu 5. júlí, en Bjarni Jónasson, teymisstjóri Umhverfisstofnunar, setti þar þó fram alls kyns upplýsingar og fullyrðingar, sem ekki standast, og gera verður athugasemdir við og leiðrétta. Skal það nú gert:. 1. Bjarni fullyrðir um tilmæli Fagráðs frá 2019: „Vegna mannlegra mistaka bárust tilmælin ekki fyrr en of seint það árið“. Fagráðið ályktaði 3. september 2019, „að kýr verði ekki skotnar frá kálfum yngri en þriggja mánaða...“. Þarna er því um rangfærslu Bjarna að ræða, því veiðitímabið var nánast afstaðið, þegar ályktunin var gerð, en auðvitað hefði hún átt að gilda fyrir veiðitímabilið frá hausti 2020; til þess var nægur aðlögunartími. Þarna voru engin „mannleg mistök“ í gangi, heldur mótþrói og viljaleysi Umhverfissofnunar og ráðherra til að fylgja leiðsögn Fagráðs, eins og þeim hefði borið. 2.Bjarni fullyrðir, að dánartíðni kálfa, fyrir og eftir friðun þeirra, 2010, bendi ekki til, að hærra hlutfall móðurlausra kálfa hafi farizt að vetri eftir friðun. Ég fullyrði á móti, eftir áralöng samskipti við Skarphéðinn G. Þórisson/Náttúrustofu Austurlands, UST og ráðuneytið, að þessi samanburður sé ekki til í neinu faglegu eða vísindalegu formi; þessi fullyrðing Bjarna er því staðlausir stafir. 3. „Ekkert bendir enn til þess, að munaðarlausir kálfar (vegna veiða) geti ekki bjargað sér og lifað flesta vetur...“ fullyrðir Bjarni. Ég er marg búinn að benda Náttúrustofu Austurlands, Umhverfisstofnun og ráðuneytinu á ganstæðar staðreyndir, en það eru til margvíslegar heimildir, vísindagreinar, sem sýna og sanna, hversu erfitt uppdráttar ungviði, sem misst hafa móður sína, eiga sér. Hér nokkrar slíkar: „Kálfur, sem missir móður sína, hefur minni lífslíkur að vetri, þar sem hann nýtur ekki mjólkur né leiðsagnar hennar við beitina“ (Sjennberg and Slagsvold“ (1968)). „Það hefur afgerandi þýðingu fyrir afkomumöguleika afkvæma stórra spendýra á norðurhveli jarðar og möguleika þeirra til að lifa af, hversu lengi og í miklum mæli þau njóta umhyggju og umönnunar foreldra“ (Stearns (1992)). „Niðurstaðan var, að færri móðurlausir kálfar lifðu af en þeir, sem móður áttu (Joly (2000)). „Munaðarleysingjum, sem eru lægstir í goggunarröðinni, er oft ýtt út í jaðar hópsins“ (Green et al. (1989)). „Kostir náins sambands móður og afkvæmis, umfram mjólkurgjöf, felast í umönnun, vernd og kennslu móður á grunn venjum, nýtingu beitilands, leiða til að lifa af og leita sér skjóls“ (Lent (1974)). 4. Um þau tilmæli Umhverfisstofnunar til veiðimanna, að geldar kýr verði einkum skotnar fyrstu 2 vikurnar í ágúst, til að þyrma kálfum, er þetta að segja: Þessi tilmæli standast ekki, því hreindýr eru hjarðdýr, í hópum, dýrin hvert innan um annað, og geldar kýr ekki nema 10-15% af kúahópnum. Því er nánast ómögulegt að greina þær geldu frá hinum kúnum, munur nánast enginn, nema helzt á júgrum, en hvernig á að sjá hann úr 200-300m fjarlægð? Kálfar ráfa svo um. Þessi ráðstöfun er bara tilraun UST og veiðimanna til að fegra þessar veiðar; smink á ljótar veiðivenjur. 5.Náttúrustofa Austurlands hefur ekki gert ítarlega rannsókn á afkomu kálfa, þannig, að hún gæti talizt marktæk, nema veturinn 2018-2019, en þá veitti ráðherra, þá Guðmundur Ingi, sérstaka fjárveitingu til rannsóknarinnar. Skv. niðurstöðugögnum Náttúrustofu Austurlands, var meðaldánartíðni hreinkálfa þann vetur 21%. Var dánartíðnin frá 9% upp í 45% eftir svæðum. Talan 45% er auðvitað yfirþyrmandi; annar hver kálfur fórst úr hungri og vosbúð! Skv. öðrum upplýsingum Náttúrustofu Austurlands, taldist undirrituðum til, að 600 kálfar hefðu farizt þennan vetur, sem þó var mildur. Ætla má, að flestir hafi þessir kálfar verið móðurlausir ræflar. 6. Blaðamaður kemur inn á, að veiðitímabilið hefjist seinna t.a.m. í Noregi. Hér kemur yfirlit yfir veiðitímaramma í Noregi og Svíþjóð: Í Noregi má ekki byrja að drepa hreindýrakýr fyrr en 20. ágúst, og þar sem kálfar fæðast nokkru fyrr í Noregi en hér - þar vorar fyrr - eru þeir því a.m.k. 3ja mánaða, þegar dráp mæðra þeirra hefst. Elgskálfar fæðast á sama tíma í Svíþjóð; um miðjan maí. Elgsveiðar hefjast þar þó ekki fyrr en 3. september, þegar yngstu kálfar eru 3,5 mánaða. Dádýr eru líka náskyld hreindýrum. Í Svíþjóð fæðast kálfar þeirra líka um miðjan maí. Dádýrakýr má hins vegar ekki veiða þar fyrr en 1. október; þegar yngstu kálfar eru um 4,5 mánaða. Allir, sem eitthvað þekkja til spendýra, vita, að það er mikill munur á burðum 2ja mánaða og 3-4 mánaða ungviðis. Taka ungviðin miklum framförum 3ja og 4ða mánuðinn og styrkjast til muna. Þetta virða frændur okkar, Norðmenn og Svíar, enda gildir hjá þeim „jegeretikk“, veiðisiðfræði, sem hér virðist hér lítið þekkt. Fagráðið vildi þó einmitt taka af skarið með þetta, innleiða hér loks nútímalegt veiðisiðfræði, með þeirri ályktun sinni, frá í janúar 2020, að ekki skyldi veiða mjólkandi kýr, en þannig væri „ráðstöfun náttúrunnar“ virt. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar