Telur rétt að yfirvöld fái auknar heimildir til að tryggja þjóðaröryggi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2023 13:01 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að frumvarp dómsmálaráðherra um auknar heimildir lögreglu hefði aukið mögulega yfirvalda á því að tryggja þjóðaröryggi. Vísir/Steingrímur Dúi Utanríkisráðherra segir að í ljósi breyttrar stöðu öryggismála sé eðlilegt að umræða fari fram hér á landi um heimildir stjórnvalda til eftirlits í þágu þjóðaröryggis. Þó sé mikilvægt að stíga varlega til jarðar. Þetta kemur fram í skriflegum svörum ráðherra við fyrirspurn fréttastofu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði ráðherra í vor um rannsóknarmiðstöð Heimskautastofnunar Kína á Kárhóli, meðal annars hvort starfsemin hefði verið metin út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi. Í svörum Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sagði að ekkert mat hefði verið lagt á starfsemina út frá þjóðaröryggissjónarmiðum og þá sagðist hún ekki geta svarað spurningu um samráð við bandamenn Íslands, þeirra á meðal Nató. Spurningin varðaði öryggi ríkisins, varnarmál og samskipti við fjölþjóðastofnun og ráðuneytinu þannig ófært að svara á grundvelli upplýsingalaga. Andrés spurði einnig að því hvort einhver skilyrði hefðu verið sett fyrir starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og hvort eftirlit væri haft með henni. Í svörum ráðherra sagði hann ráðuneytið ekki hafa heimildir til að setja rekstrinum skilyrði né hafa með honum eftirlit. Þá ítrekaði hann: „Í nágrannaríkjum Íslands eru að jafnaði til staðar öryggislög sem veita stjórnvöldum sem fara með varnarmál ýmiss konar heimildir til að tryggja þjóðaröryggishagsmuni en slíkum heimildum er ekki til að dreifa í íslenskri löggjöf.“ Fréttastofa spurði utanríkisráðherra hvort hann teldi að setja ætti umræddar heimildir í lög og hvort það hefði verið skoðað. „Öll lönd sem við berum okkur saman við hafa komið sér upp kerfi þar sem unnt er að sinna því eftirliti og greiningu sem talið er þurfa í þágu þjóðaröryggis. Í ljósi breyttra aðstæðna í öryggismálum er eðlilegt að umræða eigi sér stað hér á landi um hvort tilefni sé til þess að rýmka heimildir stjórnvalda til slíkrar starfsemi,“ segir í skriflegu svari ráðherra. „Ég tel eðlilegt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á þjóðaröryggi á Íslandi hafi slíkar heimildir en í þeim efnum er mikilvægt að farið sé með gát og rétt jafnvægi finnist milli öryggishagsmuna og friðhelgi einkalífs.“ Þórdís Kolbrún segir valdheimildirnar hins vegar heyra undir dómsmálaráðherra og að ef frumvarp hans um auknar heimildir lögreglu hefðu verið samþykktar á nýafstöðnu þingi hefðu lögin „aukið möguleika yfirvalda til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni að þessu leyti.“ Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum ráðherra við fyrirspurn fréttastofu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði ráðherra í vor um rannsóknarmiðstöð Heimskautastofnunar Kína á Kárhóli, meðal annars hvort starfsemin hefði verið metin út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi. Í svörum Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur sagði að ekkert mat hefði verið lagt á starfsemina út frá þjóðaröryggissjónarmiðum og þá sagðist hún ekki geta svarað spurningu um samráð við bandamenn Íslands, þeirra á meðal Nató. Spurningin varðaði öryggi ríkisins, varnarmál og samskipti við fjölþjóðastofnun og ráðuneytinu þannig ófært að svara á grundvelli upplýsingalaga. Andrés spurði einnig að því hvort einhver skilyrði hefðu verið sett fyrir starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og hvort eftirlit væri haft með henni. Í svörum ráðherra sagði hann ráðuneytið ekki hafa heimildir til að setja rekstrinum skilyrði né hafa með honum eftirlit. Þá ítrekaði hann: „Í nágrannaríkjum Íslands eru að jafnaði til staðar öryggislög sem veita stjórnvöldum sem fara með varnarmál ýmiss konar heimildir til að tryggja þjóðaröryggishagsmuni en slíkum heimildum er ekki til að dreifa í íslenskri löggjöf.“ Fréttastofa spurði utanríkisráðherra hvort hann teldi að setja ætti umræddar heimildir í lög og hvort það hefði verið skoðað. „Öll lönd sem við berum okkur saman við hafa komið sér upp kerfi þar sem unnt er að sinna því eftirliti og greiningu sem talið er þurfa í þágu þjóðaröryggis. Í ljósi breyttra aðstæðna í öryggismálum er eðlilegt að umræða eigi sér stað hér á landi um hvort tilefni sé til þess að rýmka heimildir stjórnvalda til slíkrar starfsemi,“ segir í skriflegu svari ráðherra. „Ég tel eðlilegt að stjórnvöld sem bera ábyrgð á þjóðaröryggi á Íslandi hafi slíkar heimildir en í þeim efnum er mikilvægt að farið sé með gát og rétt jafnvægi finnist milli öryggishagsmuna og friðhelgi einkalífs.“ Þórdís Kolbrún segir valdheimildirnar hins vegar heyra undir dómsmálaráðherra og að ef frumvarp hans um auknar heimildir lögreglu hefðu verið samþykktar á nýafstöðnu þingi hefðu lögin „aukið möguleika yfirvalda til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni að þessu leyti.“
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent