Leikurinn hefst klukkan 19.15 á Kópavogsvellinum og verður sýndur beint Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 19.05.
Breiðablik er nú þrettán stigum á eftir toppliði Víkings og þar er helst að kenna vandræði liðsins að landa sigrum í Bestu deildinni síðustu vikur.
Íslandsmeistararnir úr Kópavoginum fögnuðu nefnilega síðast sigri í Bestu deildinni 25. maí síðastliðinn en síðan eru liðnir 43 dagar.
Þeir hafa jafnframt ekki unnið íslenskt félag í meira en mánuð eða síðan þeir slógu FH-inga út úr átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 3-1 sigri 5. júní síðastliðinn.
Síðan hafa Blikarnir hafa meðal annars dottið út úr bikarnum eftir tap í vítakeppni í undanúrslitaleik á móti KA fyrir norðan.
Biðin eftir deildarsigri telur nú einn og hálfan mánuð en síðasti sigur liðsins í Bestu deildinni var 1-0 sigur á val á Kópavogsvellinum 25. maí síðastliðinn.
Frá þeim tíma hefur Blikaliðið spilað fjóra deildarleiki, gert þrjú jafntefli auk þess að tapaði 5-2 á móti HK í Kópavogslagnum.
Frá bikarsigrinum á móti FH 5. júní þá hefur Breiðabliksliðið spilað þrjá leiki í röð í deild og bikar án þess að ná að fagna sigri.
Blikar unnu reyndar tvo leiki á þessum tíma en þeir voru báðir stórsigrar í for-forkeppni í Meistaradeild UEFA og á móti Tre Penne (7-1) og Buducnost Podgorica (5-0).
- Síðustu leikir Breiðabliks í Bestu deild karla:
- 23. júní: 5-2 tap á móti HK
- 10. júní: 2-2 jafntefli við FH
- 2. júnÍ. 2-2 jafntefli við Víking
- 29. maí: 0-0 jafntefli við Keflavík
- 25. maí: 1-0 sigur á Val
- -
- Síðustu leikir Breiðabliks við íslensk félög:
- 4. júlí: Tap í vítakeppni á móti KA í bikar
- 23. júní: 5-2 tap á móti HK í deild
- 10. júní: 2-2 jafntefli við FH í deild
- 5. júní: 3-2 sigur á FH í bikar
- 2. júnÍ. 2-2 jafntefli við Víking í deild
- 29. maí: 0-0 jafntefli við Keflavík í deild
- 25. maí: 1-0 sigur á Val í deild