„Hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2023 22:47 Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari liðsins. Vísir/Hulda Margrét „Beggja blands, smá léttir að við fengum jöfnunarmark undir lokin en mér fannst við eiginlega meira skilið úr þessum leik,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska U-19 ára landsliðs karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli við Noregi á lokakeppni EM. „Fannst við betri en Norðmennirnir, sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar þetta er staðan, 1-0 undir og lítið eftir, þá verður maður að sætta sig við jafntefli,“ sagði þjálfarinn að leik loknum við Vísi. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en við lendum undir, fáum á okkur „soft“ vítaspyrnu að mér fannst og sýndum gríðarlegan karakter, komum til baka og fengum tækifæri til að skora annað mark. Gríðarlega ánægður með hugrekkið og hjartað í strákunum. Að gefast aldrei upp, að pressa þá niður og skora þetta jöfnunarmark.“ Það kom Ólafi Inga sem sagt ekki á óvart hversu vel íslenska liðið brást við eftir að lenda undir? „Það kom mér ekki neitt á óvart, allt annað hefði komið mér á óvart. Erum búnir að vera það lengi saman þessi hópur, hann hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það. Hafði fulla trú að við ættum eftir að jafna. Það hefði verið mjög ósanngjarnt að hafa ekki jafnað, erum þakklátir að hafa náð því inn en smá svekktir að hafa ekki nýtt okkar fyrri færi í leiknum.“ Viðtalið heldur áfram eftir viðtalið. Klippa: Viðtal: Ólafur Ingi Skúlason Allt undir gegn Grikklandi. Hvernig mun ganga að halda spennustiginu réttu? „Það er sama og við höfum verið að gera, erum með öflugt teymi. Nú er að tjasla mönnum saman, búnir að vera tveir erfiðir leikir. Nú förum við að hvíla lúin bein og gíra okkur svo upp í leikinn gegn Grikkjum.“ „Tökum frídag á morgun, strákarnir fá aðeins að hvíla hausinn og slaka aðeins á. Svo bara gerum við allt klárt fyrir Grikki og leggjum allt í sölurnar. Höfum fulla trú á því að við gerum okkur og þá vonandi hjálpa Spánverjarnir okkur,“ sagi Ólafur Ingi að lokum en Spánn þarf að vinna Noreg til að Ísland eigi möguleika á að komast áfram. Sjá og hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira
„Fannst við betri en Norðmennirnir, sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar þetta er staðan, 1-0 undir og lítið eftir, þá verður maður að sætta sig við jafntefli,“ sagði þjálfarinn að leik loknum við Vísi. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en við lendum undir, fáum á okkur „soft“ vítaspyrnu að mér fannst og sýndum gríðarlegan karakter, komum til baka og fengum tækifæri til að skora annað mark. Gríðarlega ánægður með hugrekkið og hjartað í strákunum. Að gefast aldrei upp, að pressa þá niður og skora þetta jöfnunarmark.“ Það kom Ólafi Inga sem sagt ekki á óvart hversu vel íslenska liðið brást við eftir að lenda undir? „Það kom mér ekki neitt á óvart, allt annað hefði komið mér á óvart. Erum búnir að vera það lengi saman þessi hópur, hann hefur aldrei lagt árar í bát og kemur aldrei til með að gera það. Hafði fulla trú að við ættum eftir að jafna. Það hefði verið mjög ósanngjarnt að hafa ekki jafnað, erum þakklátir að hafa náð því inn en smá svekktir að hafa ekki nýtt okkar fyrri færi í leiknum.“ Viðtalið heldur áfram eftir viðtalið. Klippa: Viðtal: Ólafur Ingi Skúlason Allt undir gegn Grikklandi. Hvernig mun ganga að halda spennustiginu réttu? „Það er sama og við höfum verið að gera, erum með öflugt teymi. Nú er að tjasla mönnum saman, búnir að vera tveir erfiðir leikir. Nú förum við að hvíla lúin bein og gíra okkur svo upp í leikinn gegn Grikkjum.“ „Tökum frídag á morgun, strákarnir fá aðeins að hvíla hausinn og slaka aðeins á. Svo bara gerum við allt klárt fyrir Grikki og leggjum allt í sölurnar. Höfum fulla trú á því að við gerum okkur og þá vonandi hjálpa Spánverjarnir okkur,“ sagi Ólafur Ingi að lokum en Spánn þarf að vinna Noreg til að Ísland eigi möguleika á að komast áfram. Sjá og hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira