Aguero byrjaður að feta nýjar slóðir Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 09:31 Sergio Aguero hyggur á frama í pókernum. Vísir/Getty Sergio Aguero lagði knattspyrnuskóna á hilluna árið 2021 eftir að hafa greinst með hjartagalla. Hann virðist nú ætla að skapa sér nafn á öðrum vettvangi. Sergio Aguero var frábær framherji og er goðsögn hjá stuðningsmönnum Manchester City eftir að hafa skorað markið dramatíska gegn QPR sem tryggði félaginu Englandsmeistaratitilinn árið 2012. Hann gekk til liðs við Barcelona frá City árið 2021 en þurfti að hætta knattspyrnuiðkun skömmu síðar vegna hjartavandamála. Síðan þá hefur ekki mikið farið fyrir Aguero sem var þó nokkuð áberandi þegar Argentína tryggði sér heimsmeistaratitilinn í desember og sást þá meðal annars fagna niðri á velli með fyrrum félögum sínum í landsliðinu. Sergio Aguero at the WSOP poker tournament main event yesterday. pic.twitter.com/URqZouJTrc— City HQ (@City_HQs) July 7, 2023 Nú virðist Aguero hins vegar ætla að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Hann hefur skráð sig til leiks á heimsmeistaramótinu í póker sem fram fer í Vegas en hann hefur þénað tæpa milljón á annars frekar stuttum pókerferli sínum. Þrátt fyrir að hafa skartað hettupeysu og stórum svörtum sólgleraugum í Vegas voru kunnugir ekki lengi að átta sig um hvern var að ræða. Aguero vann sér inn þátttökurétt á öðrum degi heimsmeistaramótsins í Vegas og á enn möguleika á að vinna stóra vinninginn, 12 milljónir dollara sem gerir hvorki meira né minna en rúmlega 1,6 milljarða íslenskra króna. Fjárhættuspil Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Sjá meira
Sergio Aguero var frábær framherji og er goðsögn hjá stuðningsmönnum Manchester City eftir að hafa skorað markið dramatíska gegn QPR sem tryggði félaginu Englandsmeistaratitilinn árið 2012. Hann gekk til liðs við Barcelona frá City árið 2021 en þurfti að hætta knattspyrnuiðkun skömmu síðar vegna hjartavandamála. Síðan þá hefur ekki mikið farið fyrir Aguero sem var þó nokkuð áberandi þegar Argentína tryggði sér heimsmeistaratitilinn í desember og sást þá meðal annars fagna niðri á velli með fyrrum félögum sínum í landsliðinu. Sergio Aguero at the WSOP poker tournament main event yesterday. pic.twitter.com/URqZouJTrc— City HQ (@City_HQs) July 7, 2023 Nú virðist Aguero hins vegar ætla að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Hann hefur skráð sig til leiks á heimsmeistaramótinu í póker sem fram fer í Vegas en hann hefur þénað tæpa milljón á annars frekar stuttum pókerferli sínum. Þrátt fyrir að hafa skartað hettupeysu og stórum svörtum sólgleraugum í Vegas voru kunnugir ekki lengi að átta sig um hvern var að ræða. Aguero vann sér inn þátttökurétt á öðrum degi heimsmeistaramótsins í Vegas og á enn möguleika á að vinna stóra vinninginn, 12 milljónir dollara sem gerir hvorki meira né minna en rúmlega 1,6 milljarða íslenskra króna.
Fjárhættuspil Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Sjá meira