Þrír prestar sakaðir um að nauðga konu reglulega í rúmlega þrjátíu ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. júlí 2023 14:30 Árið 2018 hóf spænska dagblaðið El País að rannsaka kynferðislegt níð kirkjunnar manna eftir að kirkjuþing neitaði að hefja eigin innri rannsókn í kjölfar frétta af umfangsmiklu kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar víða um heim. Fullyrt var að spænska kirkjan væri undantekning og flekklaus. Fram til dagsins í dag hefur El País opinberað ásakanir á hendur 1.020 kirkjunnar mönnum sem sakaðir eru um að hafa beitt 2.151 einstakling kynferðislegu ofbeldi frá miðbiki síðustu aldar til dagsins í dag. Getty Images Kona á sextugsaldri á spænsku eyjunni Mallorca hefur sakað þrjá presta um að hafa nauðgað sér reglulega í meira en 30 ár. Faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi frá barnæsku. Einn prestanna býr enn á Mallorca en hinir tveir eru fluttir upp á fastalandið. Konan hefur kært guðsmennina og segir þá hafa nýtt sér andleg veikindi hennar, en faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi lungann úr æsku hennar. Ofbeldið hófst þegar hún var 15 ára Hún segir að einn prestanna hafi byrjað að níðast á sér árið 1985, þegar hún var 15 ára eftir að hún trúði honum fyrir því að pabbi hennar nauðgaði henni reglulega. Og í stað þess að hjálpa henni, sagði hún fyrir dómi, þá hóf hann að gera nákvæmlega það sama og faðir hennar gerði. Þessi prestur, af trúarreglu jesúíta, flutti upp á fastalandið árið 1988, en kom reglulega í heimsókn til Majorka til þess að nauðga konunni. Staðgengill þessa prests hélt svo áfram uppteknum hætti. Uppeldi konunnar gekk út á að þegja og hlýða Hún segir að henni hafi verið algerlega ómögulegt að stöðva mennina, fyrst og fremst vegna þess uppeldis sem hún hlaut, sem gekk út á að þegja og hlýða. Fjölskylda hennar hafi verið afskaplega trúuð og íhaldssöm, enginn samt eins og faðirinn sem níddist á henni. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ekki lyft litla fingri til að hjálpa dóttur sinni. Þriðji guðsmaðurinn var vinur fjölskyldunnar og konan segir hann hafa byrjað að níðast á sér þegar hún var komin á þrítugsaldur. Ofbeldi þessara þriggja manna hafi ekki lokið fyrr en árið 2021 og hafði þá staðið yfir í 36 ár. Jesúítareglan gengst við brotum tveggja mannanna Tveir prestanna tilheyra trúarreglu jesúita, sem hefur lagt sérstaka áherslu á að liðsinna þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Jesúítareglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gengist er við brotunum og þau hörmuð. Konan er beðin innilegrar afsökunar á framferði prestanna tveggja, sem hefðu einmitt átt að leggja alla áherslu á að vernda þessa viðkvæmu stúlku sem hafði mátt þola svo margt í æsku sinni, eins og segir í yfirlýsingunni. Málið er í rannsókn, en mennirnir hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Einn prestanna býr enn á Mallorca en hinir tveir eru fluttir upp á fastalandið. Konan hefur kært guðsmennina og segir þá hafa nýtt sér andleg veikindi hennar, en faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi lungann úr æsku hennar. Ofbeldið hófst þegar hún var 15 ára Hún segir að einn prestanna hafi byrjað að níðast á sér árið 1985, þegar hún var 15 ára eftir að hún trúði honum fyrir því að pabbi hennar nauðgaði henni reglulega. Og í stað þess að hjálpa henni, sagði hún fyrir dómi, þá hóf hann að gera nákvæmlega það sama og faðir hennar gerði. Þessi prestur, af trúarreglu jesúíta, flutti upp á fastalandið árið 1988, en kom reglulega í heimsókn til Majorka til þess að nauðga konunni. Staðgengill þessa prests hélt svo áfram uppteknum hætti. Uppeldi konunnar gekk út á að þegja og hlýða Hún segir að henni hafi verið algerlega ómögulegt að stöðva mennina, fyrst og fremst vegna þess uppeldis sem hún hlaut, sem gekk út á að þegja og hlýða. Fjölskylda hennar hafi verið afskaplega trúuð og íhaldssöm, enginn samt eins og faðirinn sem níddist á henni. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ekki lyft litla fingri til að hjálpa dóttur sinni. Þriðji guðsmaðurinn var vinur fjölskyldunnar og konan segir hann hafa byrjað að níðast á sér þegar hún var komin á þrítugsaldur. Ofbeldi þessara þriggja manna hafi ekki lokið fyrr en árið 2021 og hafði þá staðið yfir í 36 ár. Jesúítareglan gengst við brotum tveggja mannanna Tveir prestanna tilheyra trúarreglu jesúita, sem hefur lagt sérstaka áherslu á að liðsinna þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Jesúítareglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gengist er við brotunum og þau hörmuð. Konan er beðin innilegrar afsökunar á framferði prestanna tveggja, sem hefðu einmitt átt að leggja alla áherslu á að vernda þessa viðkvæmu stúlku sem hafði mátt þola svo margt í æsku sinni, eins og segir í yfirlýsingunni. Málið er í rannsókn, en mennirnir hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir.
Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira