James vill hjálpa Hermanni og ÍBV: „Vonandi get ég aðstoðað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2023 07:00 James var heiðraður fyrir leik ÍBV og Fram um helgina en lék með Eyjamönnum fyrir sléttum áratug. Vísir Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta á laugardag, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. James er fimmti leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og enginn markvörður hefur spilað fleiri leiki í deildinni. Auk þess að spila fyrir Watford, Liverpool, Aston Villa, West Ham og Manchester City lék hann með Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth. Þeir náðu vel saman og James var opinn fyrir því að koma og leika undir stjórn Hermanns í Vestmannaeyjum fyrir áratug síðan. Hann spilaði 23 leiki fyrir ÍBV sumarið 2013 og segir frábært að snúa aftur til Eyja. „Góðan daginn,“ sagði James á ljómandi fínustu íslensku við Smára Jökul Jónsson eftir leik ÍBV og Fram á laugardag. „Þetta er yndislegt, töfrum líkast. Ég elska þessa Eyju og það er orðið of langt síðan ég var hér síðast. Að koma aftur er magnað.“ Aðspurður um hversu vel hann haldi sambandi við Hermann segir James: „Auðvitað, hann er dásamlegur maður. Frá því í Portsmouth hefur hann verið mér sem bróðir. Ég hef unnið fyrir hann og hann fyrir mig. Ég gat ekki hafnað því þegar tækifæri gafst til að koma hingað aftur,“ segir James sem kannast við þónokkur andlit í Eyjum og segir fátt hafa breyst. „Já, og enginn hefur breyst. Hermann lítur út eins og fyrir tíu árum og Eiður [Aron Sigurbjörnsson] líka. Það er dásamlegt að koma aftur og sjá gamla vini.“ Vonast til að hjálpa Hemma frá Englandi En fylgist James með gengi liðsins? „Endrum og eins. Auðvitað hef ég fylgst með þegar Hermann hefur þjálfað liðið hefur ég fylgst meira með. En vegna vinnu getur maður ekki fylgst með öllu,“ „Ég hef fylgst með á þessari leiktíð, og það vannst góður sigur í dag [á laugardag]. Svo er Keflavík í næstu viku og ég hef trú á því að liðið enda á meðal sex efstu, segir James sem kveðst þó ekki komast á leikinn í Keflavík. „Nei, nei. Ég verð kominn heim. En ég fylgist með leikjunum og vonandi get ég aðstoðað Hermann eitthvað og unnið fyrir hann frá Englandi.“ segir James. Viðtalið við James má sjá í spilaranum að ofan. Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. James er fimmti leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og enginn markvörður hefur spilað fleiri leiki í deildinni. Auk þess að spila fyrir Watford, Liverpool, Aston Villa, West Ham og Manchester City lék hann með Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth. Þeir náðu vel saman og James var opinn fyrir því að koma og leika undir stjórn Hermanns í Vestmannaeyjum fyrir áratug síðan. Hann spilaði 23 leiki fyrir ÍBV sumarið 2013 og segir frábært að snúa aftur til Eyja. „Góðan daginn,“ sagði James á ljómandi fínustu íslensku við Smára Jökul Jónsson eftir leik ÍBV og Fram á laugardag. „Þetta er yndislegt, töfrum líkast. Ég elska þessa Eyju og það er orðið of langt síðan ég var hér síðast. Að koma aftur er magnað.“ Aðspurður um hversu vel hann haldi sambandi við Hermann segir James: „Auðvitað, hann er dásamlegur maður. Frá því í Portsmouth hefur hann verið mér sem bróðir. Ég hef unnið fyrir hann og hann fyrir mig. Ég gat ekki hafnað því þegar tækifæri gafst til að koma hingað aftur,“ segir James sem kannast við þónokkur andlit í Eyjum og segir fátt hafa breyst. „Já, og enginn hefur breyst. Hermann lítur út eins og fyrir tíu árum og Eiður [Aron Sigurbjörnsson] líka. Það er dásamlegt að koma aftur og sjá gamla vini.“ Vonast til að hjálpa Hemma frá Englandi En fylgist James með gengi liðsins? „Endrum og eins. Auðvitað hef ég fylgst með þegar Hermann hefur þjálfað liðið hefur ég fylgst meira með. En vegna vinnu getur maður ekki fylgst með öllu,“ „Ég hef fylgst með á þessari leiktíð, og það vannst góður sigur í dag [á laugardag]. Svo er Keflavík í næstu viku og ég hef trú á því að liðið enda á meðal sex efstu, segir James sem kveðst þó ekki komast á leikinn í Keflavík. „Nei, nei. Ég verð kominn heim. En ég fylgist með leikjunum og vonandi get ég aðstoðað Hermann eitthvað og unnið fyrir hann frá Englandi.“ segir James. Viðtalið við James má sjá í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira