Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2025 15:02 Lárus Orri fékk ærið verkefni í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tókst á við Ruud van Nistelrooy, David Beckham og fleiri á Old Trafford. Lárus var ekki eins hárfagur í þá daga. Vísir/Getty Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Lárus Orri Sigurðsson gleymir seint fyrsta leiknum sem hann spilaði í deild þeirra bestu á Englandi. Lárus Orri hafði leikið á Englandi í níu leiktíðir, í bæði næst efstu og þriðju efstu deild, með Stoke og West Bromwich Albion þegar hann loks fékk tækifærið á stóra sviðinu. West Brom keypti Akureyringinn frá Stoke árið 1999 úr C-deildinni og glimrandi tímabil 2001-02 þýddi að WBA fór í efstu deild í fyrsta sinn frá árinu 1986. Það var því mikil spenna fyrir leiktíðinni 2002 til 2003 á meðal leikmanna og stuðningsmanna WBA. Ekki minnkaði hún þegar í ljós kom hver fyrsti andstæðingurinn yrði. „Mikil eftirvænting eftir að við unnum okkur sæti í Premier League og ekki varð spennan minni þegar kom í ljós að fyrsti leikur yrði við Manchester United á Old Trafford,“ segir Lárus Orri. „Man vel eftir öllu í aðdraganda leiksins. Aðkomunni vellinum, upphituninni, klefanum og að standa í horni leikvangsins við hliðina á öllum þessum stórstjörnum á leið út á völlinn.“ Veron í leik með Man United.Eddy LEMAISTRE/Getty Images Manchester United var sannarlega stappfullt af stjörnum á þessum tíma. Svo fullt að Paul Scholes byrjaði á varamannabekknu. David Beckham, Ryan Giggs, Roy Keane og Ruud van Nistelrooy voru aftur á móti í byrjunarliðinu líkt og Argentínumaðurinn Juan Sebastián Verón sem hafði ári fyrr orðið dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar United keypti hann frá Lazio. „En svo um leið og loksins var flautað til leiks það voru þetta bara ellefu á moti ellefu að berjast fyrir sigrinum. Umhverfið og áhorfendur urðu svo bara hluti af því hvernig þú einhvern veginn upplifir þessi 60 til 70 þúsund manns bara sem eitt eða einn. Það er aðeins erfitt að útskýra,“ segir Lárus. Það er vissulega ekki á hvers færi að spila fótboltaleiki fyrir framan tugi þúsunda en stemningin á Old Trafford var iðulega góð á þessum árum og áttu stuðningsmenn liðsins til, ásamt liðinu, að draga inn sigurmark í jöfnum leikjum. Klippa: Enska augnablikið: Lárus Orri spilaði fyrsta leikinn á Old Trafford Svo var raunin þennan laugardag í ágúst 2002. „Leikurinn endaði 1-0 og í stöðunni 0-0 í seinni hálfleik misstum við fyrirliðann okkar af velli með rautt spjald,“ segir Lárus Orri frá en Ole Gunnar Solskjær skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins þegar um tíu mínútur lifðu leiks, eftir að hafa komið inn fyrir áðurnefndan Verón. Það var ekki í fyrsta né síðasta skiptið sem Solskjær skoraði sigurmark seint í leik eftir að hafa komið inn af bekknum. „Þetta var eftirminnileg frumraun í deildinni,“ segir Lárus. Markið má sjá í spilaranum að ofan en þar sést sköllóttur Lárus Orri, sem er umtalsvert hárfegurri í dag, reyna hvað hann getur að stöðva Solskjær eftir það sem virðist heldur áhugalítill varnarleikur Darrens Moore, félaga hans í vörninni. Moore átti síðar eftir að stýra WBA í ensku úrvalsdeildinni en sá þjálfar í dag lið Port Vale. Sigurmark Solskjærs má sjá í spilaranum. Lárus Orri verður sérfræðingur í þáttagerð Sýnar Sport í kringum ensku úrvalsdeildina í vetur og mun gera umferðirnar upp í Sunnudagsmessunni ásamt fleiri góðum. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Lárus Orri hafði leikið á Englandi í níu leiktíðir, í bæði næst efstu og þriðju efstu deild, með Stoke og West Bromwich Albion þegar hann loks fékk tækifærið á stóra sviðinu. West Brom keypti Akureyringinn frá Stoke árið 1999 úr C-deildinni og glimrandi tímabil 2001-02 þýddi að WBA fór í efstu deild í fyrsta sinn frá árinu 1986. Það var því mikil spenna fyrir leiktíðinni 2002 til 2003 á meðal leikmanna og stuðningsmanna WBA. Ekki minnkaði hún þegar í ljós kom hver fyrsti andstæðingurinn yrði. „Mikil eftirvænting eftir að við unnum okkur sæti í Premier League og ekki varð spennan minni þegar kom í ljós að fyrsti leikur yrði við Manchester United á Old Trafford,“ segir Lárus Orri. „Man vel eftir öllu í aðdraganda leiksins. Aðkomunni vellinum, upphituninni, klefanum og að standa í horni leikvangsins við hliðina á öllum þessum stórstjörnum á leið út á völlinn.“ Veron í leik með Man United.Eddy LEMAISTRE/Getty Images Manchester United var sannarlega stappfullt af stjörnum á þessum tíma. Svo fullt að Paul Scholes byrjaði á varamannabekknu. David Beckham, Ryan Giggs, Roy Keane og Ruud van Nistelrooy voru aftur á móti í byrjunarliðinu líkt og Argentínumaðurinn Juan Sebastián Verón sem hafði ári fyrr orðið dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar United keypti hann frá Lazio. „En svo um leið og loksins var flautað til leiks það voru þetta bara ellefu á moti ellefu að berjast fyrir sigrinum. Umhverfið og áhorfendur urðu svo bara hluti af því hvernig þú einhvern veginn upplifir þessi 60 til 70 þúsund manns bara sem eitt eða einn. Það er aðeins erfitt að útskýra,“ segir Lárus. Það er vissulega ekki á hvers færi að spila fótboltaleiki fyrir framan tugi þúsunda en stemningin á Old Trafford var iðulega góð á þessum árum og áttu stuðningsmenn liðsins til, ásamt liðinu, að draga inn sigurmark í jöfnum leikjum. Klippa: Enska augnablikið: Lárus Orri spilaði fyrsta leikinn á Old Trafford Svo var raunin þennan laugardag í ágúst 2002. „Leikurinn endaði 1-0 og í stöðunni 0-0 í seinni hálfleik misstum við fyrirliðann okkar af velli með rautt spjald,“ segir Lárus Orri frá en Ole Gunnar Solskjær skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins þegar um tíu mínútur lifðu leiks, eftir að hafa komið inn fyrir áðurnefndan Verón. Það var ekki í fyrsta né síðasta skiptið sem Solskjær skoraði sigurmark seint í leik eftir að hafa komið inn af bekknum. „Þetta var eftirminnileg frumraun í deildinni,“ segir Lárus. Markið má sjá í spilaranum að ofan en þar sést sköllóttur Lárus Orri, sem er umtalsvert hárfegurri í dag, reyna hvað hann getur að stöðva Solskjær eftir það sem virðist heldur áhugalítill varnarleikur Darrens Moore, félaga hans í vörninni. Moore átti síðar eftir að stýra WBA í ensku úrvalsdeildinni en sá þjálfar í dag lið Port Vale. Sigurmark Solskjærs má sjá í spilaranum. Lárus Orri verður sérfræðingur í þáttagerð Sýnar Sport í kringum ensku úrvalsdeildina í vetur og mun gera umferðirnar upp í Sunnudagsmessunni ásamt fleiri góðum. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02
Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00
Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02