„Gætiru látið gjósa í tilefni dagsins?“ Íris Hauksdóttir skrifar 10. júlí 2023 19:35 Stefán Karl og Steinunn Ólína ræddu opinskátt um veikindabaráttuna á sínum tíma. Vísir/Valli Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir birti fyrr í dag hjartnæma færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún minnist eiginmanns síns, Stefáns Karls Stefánssonar sem lést eftir erfiða baráttu við krabbamein árið 2018. Stefán Karl hefði orðið 48 ára í dag. Barátta Stefáns Karls við illvígt gallgangakrabbamein stóð yfir í tvö ár en hjónin ræddu opinskátt um veikindin. Sjálfur var Stefán Karl mikill baráttumaður gegn einelti en hann stofnaði meðal annars samtökin Regnbogabörn. Þekktastur var Stefán Karl fyrir túlkun sína á óþokkanum Glanna glæp sem lifði góðu lífi innan veggja barnasögunnar um Latabæ eftir Magnús Scheving en hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1999. „Takk Stebbi minn“ Saman eignuðust þau Stefán Karl og Steinunn Ólína tvö börn en fyrir átti hún tvær dætur. Óhætt er að segja þjóðina hafa grátið með Steinunni Ólínu við fráfall Stefáns Karls sem var annállaður gleðigjafi. Í færslunni sem hún birti í morgun segir hún: Afmælisdagurinn hans Stefáns Karls er í dag 10.07 en hann hefði orðið 48 ára. Þarna eru þau Stebbi, Júlía Stefánsdóttir og Steini Stefánsson að leika sér í Mexikó þar sem Stefán valdi að hvíla í vöggu Kyrrahafsins. ,,Ef einhver spyr hvar ég er þegar ég er farinn, segðu þá bara að ég sé í Mexikó!” Við vitum elska að þú ert í Mexikó en gætirðu láta gjósa í tilefni dagsins? Þú ert með okkur alla daga með gleði, ást og hlýju! Svo virðist sem Stefán Karl hafi látið ósk Steinunnar Ólínu rætast því nokkrum klukkustundum síðar hófst eins og frægt er orðið eldgos við Reykjanes. Í kjölfarið birti Steinunn Ólína nýja færslu á Facebook þar sem hún skrifar einfaldlega: „Takk Stebbi minn!“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ástin og lífið Tengdar fréttir Nærmynd af Stefáni Karli: „Ómótstæðileg manneskja og stórkostlegur listamaður“ Stórleikarinn og mannvinurinn Stefán Karl Stefánsson lést þann 21. ágúst, langt fyrir aldur fram, eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. 4. september 2018 10:30 Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Barátta Stefáns Karls við illvígt gallgangakrabbamein stóð yfir í tvö ár en hjónin ræddu opinskátt um veikindin. Sjálfur var Stefán Karl mikill baráttumaður gegn einelti en hann stofnaði meðal annars samtökin Regnbogabörn. Þekktastur var Stefán Karl fyrir túlkun sína á óþokkanum Glanna glæp sem lifði góðu lífi innan veggja barnasögunnar um Latabæ eftir Magnús Scheving en hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1999. „Takk Stebbi minn“ Saman eignuðust þau Stefán Karl og Steinunn Ólína tvö börn en fyrir átti hún tvær dætur. Óhætt er að segja þjóðina hafa grátið með Steinunni Ólínu við fráfall Stefáns Karls sem var annállaður gleðigjafi. Í færslunni sem hún birti í morgun segir hún: Afmælisdagurinn hans Stefáns Karls er í dag 10.07 en hann hefði orðið 48 ára. Þarna eru þau Stebbi, Júlía Stefánsdóttir og Steini Stefánsson að leika sér í Mexikó þar sem Stefán valdi að hvíla í vöggu Kyrrahafsins. ,,Ef einhver spyr hvar ég er þegar ég er farinn, segðu þá bara að ég sé í Mexikó!” Við vitum elska að þú ert í Mexikó en gætirðu láta gjósa í tilefni dagsins? Þú ert með okkur alla daga með gleði, ást og hlýju! Svo virðist sem Stefán Karl hafi látið ósk Steinunnar Ólínu rætast því nokkrum klukkustundum síðar hófst eins og frægt er orðið eldgos við Reykjanes. Í kjölfarið birti Steinunn Ólína nýja færslu á Facebook þar sem hún skrifar einfaldlega: „Takk Stebbi minn!“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ástin og lífið Tengdar fréttir Nærmynd af Stefáni Karli: „Ómótstæðileg manneskja og stórkostlegur listamaður“ Stórleikarinn og mannvinurinn Stefán Karl Stefánsson lést þann 21. ágúst, langt fyrir aldur fram, eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. 4. september 2018 10:30 Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Nærmynd af Stefáni Karli: „Ómótstæðileg manneskja og stórkostlegur listamaður“ Stórleikarinn og mannvinurinn Stefán Karl Stefánsson lést þann 21. ágúst, langt fyrir aldur fram, eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. 4. september 2018 10:30