Fór í annað lið en allar hinar til að gera deildina skemmtilegri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 14:00 Saga Blöndal er hér komin í búning Skautafélags Reykjavíkur. SR/Bjarni Helgason Landsliðskonan Saga Blöndal hefur tekið skautana aftur fram og ætlar að spila íshokkí kvennaliði SR í vetur. Saga Blöndal verður ekki tvítug fyrr en í haust en hefur engu að síður gríðarlega reynslu og er mikill liðstyrkur fyrir lið Skautafélag Reykjavíkur. Saga spilaði með Södertälje í Svíþjóð tímabilið 2021-2022, Troja-Ljungby tímabilið 2019-2020 og uppeldisfélaginu SA tímabilið þar á milli. Saga hefur spilað sjö tímabil í efstu deild, tekið þátt í þremur heimsmeistaramótum og einni Ólympíuforkeppni. Hún ætlar ekki að spila með Skautafélagi Akureyrar heldur er hún flutt í bæinn. „Mig langaði bara til þess að breyta aðeins til og prófa að búa fyrir sunnan. Búin að vera að flakka smá á milli Svíþjóðar og Akureyrar seinustu ár og var komin með smá löngun í að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Saga Blöndal í viðtali á síðunni skautafelag.is. „Flestar norðanstelpurnar sem hafa flutt suður hingað til hafa farið í Fjölni en mig langar að gera deildina eins skemmtilega og hægt er. Kvennalið SR er með ótrúlega efnilegar og ungar stelpur og mér finnst kominn tími til að það séu þrjú jöfn lið í deildinni,“ sagði Saga. Hvernig líst henni á Hertz-deild kvenna í vetur? Eins og hún nefndi þá eru nokkrar úr SA að flytja suður eða erlendis og deildin því líklega mun jafnari en oft áður. „Ég held bara að þetta verði eitt jafnasta tímabilið hingað til, Fjölnir var með marga sterka leikmenn nú þegar og eru núna með nokkrar norðanstelpur í viðbót við það sem gerir þær að sjálfsögðu sigurstranglegar. En engin sigur verður gefinn í vetur,“ sagði Saga. Saga er klárlega mikill liðsstyrkur fyrir SR í vetur enda með stig að meðaltali í leik í Hertz-deild kvenna. Nú verður landsliðið áfram í A riðli 2. deildar sem verður á Spáni í mars á næsta ári. Ætlar hún að gefa aftur kost á þér í landsliðið og hvernig líst þér á þetta verkefni? „Já ég reikna með því að ég gefi kost á mér þetta tímabil. Mér finnst þetta skemmtileg áskorun fyrir liðið og finnst við klárlega eiga heima á þessu leveli,“ sagði Saga. Íshokkí Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Íslenski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Njarðvík með sópinn á lofti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Saga Blöndal verður ekki tvítug fyrr en í haust en hefur engu að síður gríðarlega reynslu og er mikill liðstyrkur fyrir lið Skautafélag Reykjavíkur. Saga spilaði með Södertälje í Svíþjóð tímabilið 2021-2022, Troja-Ljungby tímabilið 2019-2020 og uppeldisfélaginu SA tímabilið þar á milli. Saga hefur spilað sjö tímabil í efstu deild, tekið þátt í þremur heimsmeistaramótum og einni Ólympíuforkeppni. Hún ætlar ekki að spila með Skautafélagi Akureyrar heldur er hún flutt í bæinn. „Mig langaði bara til þess að breyta aðeins til og prófa að búa fyrir sunnan. Búin að vera að flakka smá á milli Svíþjóðar og Akureyrar seinustu ár og var komin með smá löngun í að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Saga Blöndal í viðtali á síðunni skautafelag.is. „Flestar norðanstelpurnar sem hafa flutt suður hingað til hafa farið í Fjölni en mig langar að gera deildina eins skemmtilega og hægt er. Kvennalið SR er með ótrúlega efnilegar og ungar stelpur og mér finnst kominn tími til að það séu þrjú jöfn lið í deildinni,“ sagði Saga. Hvernig líst henni á Hertz-deild kvenna í vetur? Eins og hún nefndi þá eru nokkrar úr SA að flytja suður eða erlendis og deildin því líklega mun jafnari en oft áður. „Ég held bara að þetta verði eitt jafnasta tímabilið hingað til, Fjölnir var með marga sterka leikmenn nú þegar og eru núna með nokkrar norðanstelpur í viðbót við það sem gerir þær að sjálfsögðu sigurstranglegar. En engin sigur verður gefinn í vetur,“ sagði Saga. Saga er klárlega mikill liðsstyrkur fyrir SR í vetur enda með stig að meðaltali í leik í Hertz-deild kvenna. Nú verður landsliðið áfram í A riðli 2. deildar sem verður á Spáni í mars á næsta ári. Ætlar hún að gefa aftur kost á þér í landsliðið og hvernig líst þér á þetta verkefni? „Já ég reikna með því að ég gefi kost á mér þetta tímabil. Mér finnst þetta skemmtileg áskorun fyrir liðið og finnst við klárlega eiga heima á þessu leveli,“ sagði Saga.
Íshokkí Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Íslenski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Njarðvík með sópinn á lofti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira