Sigurbogi þegar heimsmeistarar í dansi komu til landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2023 10:55 Flugvallarþjónusta Isavia sprautaði vatni yfir flugvél Play við heimkomuna á laugardagskvöld, dönsurum til heiðurs. Bílarnir eru afar öflugir og sprauta allt að fjögur þúsund lítrum af vatni á mínútu með þakbyssu. Um helgina lauk formlega keppni um sjö þúsund dansara frá öllum heimshornum í Braga í Portúgal. Alls kepptu 250 ungir dansarar frá Íslandi frá ellefu dansskólum og þeim til stuðnings voru foreldrar, systkini, ömmur, afa, vinir og vandamenn. Danskompaní frá Keflavík kom, sá og sigraði og lenti á laugardagskvöld heima undir heiðursbunu flugvallarþjónustu Isavia á Keflavíkurflugvelli, - með sex gullverðlaun, tvö silfur og eitt brons í farteskinu. „Þrotlausar æfingar, frábærlega útfærð atriði danshöfunda í túlkun dansararanna sem Íslendingarnir buðu uppá í Braga skiluðu sér svo sannarlega í Altice Forum og hinu virðulega Circo Theatre í Braga þar sem dansað var frá morgni til kvölds. Spennan var mikil enda stórkostleg atriði í boði þessa viku sem keppnin stóð yfir,“ segir í tilkynningu. Þetta var í þriðja skipti sem Ísland tekur þátt í þessari keppni. Fulltrúar Íslands kepptu í Braga fyrir fjórum árum (2019) og í San Sebastian á Spáni í fyrra. Undankeppni á Íslandi er haldin í febrúar ár hvert og hafa þau atriði sem ná yfir 70 stigum kost á að taka þátt í alþjóðakeppninni. Keppni þessi var fyrst haldin árið 2004 og hefur hún vaxið og stækkað með ári hverju. Það er dansarinn Chantelle Carey sem hafði frumkvæði að þátttöku Íslands í þessu heimsmeistaramóti ungra dansara og hvattíslenska dansskóla til þess að taka þátt og spreyta sig á heimssviðinu gegn jafnöldrum sínum. Hópatriði frá Dansskóla Birnu Björns lenti í fjórða sæti aðeins 0,3 stigum frá bronsverðlaunum og eitt atriði frá JSB komst auk þess í úrslit í lyrical flokknum. Tvö atriði frá Danskompaní tóku auk þess þátt í Gala-keppni þar sem keppt var þvert á flokka og unnu þau bæði gullverðlaun. Keppnin verður haldin í Tékklandi að ári og má telja líklegt að margir dansskólanna hyggi á för þangað. Dans Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Danskompaní frá Keflavík kom, sá og sigraði og lenti á laugardagskvöld heima undir heiðursbunu flugvallarþjónustu Isavia á Keflavíkurflugvelli, - með sex gullverðlaun, tvö silfur og eitt brons í farteskinu. „Þrotlausar æfingar, frábærlega útfærð atriði danshöfunda í túlkun dansararanna sem Íslendingarnir buðu uppá í Braga skiluðu sér svo sannarlega í Altice Forum og hinu virðulega Circo Theatre í Braga þar sem dansað var frá morgni til kvölds. Spennan var mikil enda stórkostleg atriði í boði þessa viku sem keppnin stóð yfir,“ segir í tilkynningu. Þetta var í þriðja skipti sem Ísland tekur þátt í þessari keppni. Fulltrúar Íslands kepptu í Braga fyrir fjórum árum (2019) og í San Sebastian á Spáni í fyrra. Undankeppni á Íslandi er haldin í febrúar ár hvert og hafa þau atriði sem ná yfir 70 stigum kost á að taka þátt í alþjóðakeppninni. Keppni þessi var fyrst haldin árið 2004 og hefur hún vaxið og stækkað með ári hverju. Það er dansarinn Chantelle Carey sem hafði frumkvæði að þátttöku Íslands í þessu heimsmeistaramóti ungra dansara og hvattíslenska dansskóla til þess að taka þátt og spreyta sig á heimssviðinu gegn jafnöldrum sínum. Hópatriði frá Dansskóla Birnu Björns lenti í fjórða sæti aðeins 0,3 stigum frá bronsverðlaunum og eitt atriði frá JSB komst auk þess í úrslit í lyrical flokknum. Tvö atriði frá Danskompaní tóku auk þess þátt í Gala-keppni þar sem keppt var þvert á flokka og unnu þau bæði gullverðlaun. Keppnin verður haldin í Tékklandi að ári og má telja líklegt að margir dansskólanna hyggi á för þangað.
Dans Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira