„Ég er mikill daðrari“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2023 11:19 Kevin Spacey í Lundúnum í morgun. AP/Lucy North Kevin Spacey, hinn þekkti bandaríski leikari, segist miður sín yfir því að maður hafi sakað sig um nauðgun. Spacey segist hafa liðið eins og hann hafi verið stunginn í bakið þegar hann heyrði fyrst af ásökunum. Spacey hefur verið sakaður um tólf brot gegn fjórum mönnum sem eiga að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013. Fjölmargir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Í þessu tiltekna máli hafa fjórir menn sakað hann um kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað milli áranna 2001 og 2013, en þá vann Spacey í Lundúnum. Einn mannanna sakar leikarann um rúmlega tíu brot yfir fjögurra ára tímabil. Hann segir Spacey káfað á honum og maðurinn segir að Spacey hafi einnig gripið í hendi hans og þvingað sig til að káfa á lim sínum. Annar maður segir Spacey hafa káfað á honum og kysst hann í hans óþökk. Sá þriðji segir sömuleiðis að Spacey hafi káfað á honum. Fjórði maðurinn segir Spacey hafa byrjað sér ólyfjan og nauðgað sér. Mennirnir fjórir eru búnir að bera vitni en þetta er í fyrsta sinn sem Spacey sest í vitnastúku í þessu máli. Dómarinn tilkynnti Spacey að hann yrði líklega lengst allra í stúkunni og að reynt yrði að hafa hlé á réttarhöldunum. Í frétt Sky, þar sem fylgjast má með vendingum í dómsal, segir að salurinn sé fullur af blaðamönnum. Spacey, sem er 63 ára gamall, fór um víðan völl í upphafi vitnaleiðslu sinnar þar sem hann talaði um feril sinn og það að hann hefði fyrst komið til Lundúna sem barn. Hann sagði svo að árið 2003, þegar hann var að vinna við kvikmynd í Bretlandi hafi hann fengið þá hugdettu að vinna við Old Vic leikhúsið í Lundúnum. Hann tók við sem listrænn stjórnandi leikhússins ári síðar og vann þar til ársins 2015. Er lögmaður hans spurði hann út í ásakanir fyrsta mannsins sagði Spacey hafa verið miður sín vegna ásakananna. Hann sagðist hafa átt góðar stundir með þeim manni, sem var bílstjóri, þeir hafi daðrað við hvorn annan en aldrei sofið saman. Leikarinn lýsti bílstjóranum sem daðrara og lýsti sjálfum sér sem miklum daðrara. „Við skemmtum okkur vel saman,“ sagði Spacey. Hann þvertók þó fyrir að hafa snert hann gegn vilja hans. Mál Kevin Spacey Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. 29. júní 2023 10:35 Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. 21. október 2022 13:53 Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21 Munu krefjast framsals ef leikarinn kemur ekki sjálfviljugur Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. 29. maí 2022 19:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Spacey hefur verið sakaður um tólf brot gegn fjórum mönnum sem eiga að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013. Fjölmargir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Í þessu tiltekna máli hafa fjórir menn sakað hann um kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað milli áranna 2001 og 2013, en þá vann Spacey í Lundúnum. Einn mannanna sakar leikarann um rúmlega tíu brot yfir fjögurra ára tímabil. Hann segir Spacey káfað á honum og maðurinn segir að Spacey hafi einnig gripið í hendi hans og þvingað sig til að káfa á lim sínum. Annar maður segir Spacey hafa káfað á honum og kysst hann í hans óþökk. Sá þriðji segir sömuleiðis að Spacey hafi káfað á honum. Fjórði maðurinn segir Spacey hafa byrjað sér ólyfjan og nauðgað sér. Mennirnir fjórir eru búnir að bera vitni en þetta er í fyrsta sinn sem Spacey sest í vitnastúku í þessu máli. Dómarinn tilkynnti Spacey að hann yrði líklega lengst allra í stúkunni og að reynt yrði að hafa hlé á réttarhöldunum. Í frétt Sky, þar sem fylgjast má með vendingum í dómsal, segir að salurinn sé fullur af blaðamönnum. Spacey, sem er 63 ára gamall, fór um víðan völl í upphafi vitnaleiðslu sinnar þar sem hann talaði um feril sinn og það að hann hefði fyrst komið til Lundúna sem barn. Hann sagði svo að árið 2003, þegar hann var að vinna við kvikmynd í Bretlandi hafi hann fengið þá hugdettu að vinna við Old Vic leikhúsið í Lundúnum. Hann tók við sem listrænn stjórnandi leikhússins ári síðar og vann þar til ársins 2015. Er lögmaður hans spurði hann út í ásakanir fyrsta mannsins sagði Spacey hafa verið miður sín vegna ásakananna. Hann sagðist hafa átt góðar stundir með þeim manni, sem var bílstjóri, þeir hafi daðrað við hvorn annan en aldrei sofið saman. Leikarinn lýsti bílstjóranum sem daðrara og lýsti sjálfum sér sem miklum daðrara. „Við skemmtum okkur vel saman,“ sagði Spacey. Hann þvertók þó fyrir að hafa snert hann gegn vilja hans.
Mál Kevin Spacey Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. 29. júní 2023 10:35 Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. 21. október 2022 13:53 Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21 Munu krefjast framsals ef leikarinn kemur ekki sjálfviljugur Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. 29. maí 2022 19:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. 29. júní 2023 10:35
Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi. 21. október 2022 13:53
Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. 14. júlí 2022 10:21
Munu krefjast framsals ef leikarinn kemur ekki sjálfviljugur Bresk yfirvöld munu krefjast þess að Kevin Spacey verði framseldur til landins ef hann kemur ekki sjálfviljugur. Hann sætir fjórum ákærum fyrir kynferðisbrot í Bretlandi. 29. maí 2022 19:27