„Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi“ Máni Snær Þorláksson skrifar 13. júlí 2023 14:09 Dolly Parton er hún tilkynnti að ný plata væri á leiðinni. Getty/Mike Marsland Tónlistarkonan Dolly Parton hefur engan áhuga á því að setjast í helgan stein þrátt fyrir að vera orðin sjötíu og sjö ára gömul. Hún gaf nýlega út nýtt lag og von er á nýrri plötu frá henni á næstunni. Ferill Dolly Parton hófst á sjötta áratugi síðustu aldar en hún er engu að síður ennþá í fullu fjöri. Á síðasta ári var hún tilnefnd sem meðlimur í heiðurshöll tónlistarmanna (e. Rock & Roll Hall of Fame). Upphaflega afþakkaði hún tilnefninguna en að lokum sagði hún já og var þá tekin inn. Dolly ætlar einmitt að halla sér meira út í rokkið á nýjustu plötunni sinni sem ber heitið Rockstar. Á plötunni verða góðir gestir með Dolly en þar má helst nefna Elton John, Miley Cyrus, Lizzo og Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr. Fyrsta lagið af plötunni er komið út og má sjá það hér fyrir neðan. Í viðtali á útvarpsstöðinni Greatest Hits í Bretlandi útskýrir Dolly að upphaflega hafi hún gert lagið með Paul en þá hugsað að hún ætti að tékka á Ringo líka. „Ég hugsaði: „Vá, fáum Ringo til að gera trommurnar sem við gerðum upp á nýtt.“ Því við vorum þegar búin að taka þær upp.“ Í viðtalinu segir Dolly líka að hún ætli sér ekki að hætta að vinna. „Ég er búinn að vera að þessu í sextíu ár núna, ég byrjaði þegar ég var tíu ára,“ segir hún. „Ég myndi aldrei setjast í helgan stein! Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi á sviði einn daginn - og vonandi lagi sem ég skrifaði - það er þannig sem ég vona að ég fari. Ég hef ekki mikið val þegar kemur að því en þangað til ætla ég að slá járnið á meðan það er heitt.“ Hollywood Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Sjá meira
Ferill Dolly Parton hófst á sjötta áratugi síðustu aldar en hún er engu að síður ennþá í fullu fjöri. Á síðasta ári var hún tilnefnd sem meðlimur í heiðurshöll tónlistarmanna (e. Rock & Roll Hall of Fame). Upphaflega afþakkaði hún tilnefninguna en að lokum sagði hún já og var þá tekin inn. Dolly ætlar einmitt að halla sér meira út í rokkið á nýjustu plötunni sinni sem ber heitið Rockstar. Á plötunni verða góðir gestir með Dolly en þar má helst nefna Elton John, Miley Cyrus, Lizzo og Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr. Fyrsta lagið af plötunni er komið út og má sjá það hér fyrir neðan. Í viðtali á útvarpsstöðinni Greatest Hits í Bretlandi útskýrir Dolly að upphaflega hafi hún gert lagið með Paul en þá hugsað að hún ætti að tékka á Ringo líka. „Ég hugsaði: „Vá, fáum Ringo til að gera trommurnar sem við gerðum upp á nýtt.“ Því við vorum þegar búin að taka þær upp.“ Í viðtalinu segir Dolly líka að hún ætli sér ekki að hætta að vinna. „Ég er búinn að vera að þessu í sextíu ár núna, ég byrjaði þegar ég var tíu ára,“ segir hún. „Ég myndi aldrei setjast í helgan stein! Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi á sviði einn daginn - og vonandi lagi sem ég skrifaði - það er þannig sem ég vona að ég fari. Ég hef ekki mikið val þegar kemur að því en þangað til ætla ég að slá járnið á meðan það er heitt.“
Hollywood Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Sjá meira