„Mjög spennandi leikir framundan hjá Val“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 10:30 Amanda er í landsliðshópi Íslands fyrir vináttuleikina gegn Finnlandi og Austurríki. Skjáskot Ein efnilegasta knattspyrnukona landsins gekk til liðs við Íslandsmeistara Vals á dögunum frá sænska liðinu Kristianstad. Hún segir tímann úti hafa verið fínan og stefnir aftur á atvinnumennsku. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hin nítján ára gamla Amanda Andradóttir spilað með Nordjælland í Danmörku, Vålerenga í Noregi og Kristianstad í Svíþjóð. Hún gekk til liðs við Íslandsmeistara Vals í vikunni. „Ég hélt að þetta væri það besta fyrir mig akkúrat núna. Það eru mjög spennandi leikir framundan hjá Val og síðan var ég náttúrulega hjá Val í yngri flokkunum,“ sagði Amanda í viðtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hún segist vera Valsari en faðir hennar Andri Sigþórsson lék með KR í efstu deild á sínum tíma og varð Íslandsmeistari með liðinu. „Ég var það í yngri flokkunum og leið mjög vel þar. Ef ég ætlaði að koma heim þá ætlaði ég alltaf í Val.“ Hún segir að tíminn hjá Kristianstad hafi verið fínan en þar lék hún undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, fyrrum þjálfara Vals hér heima. „Það var bara fínt, mjög fínn tími og allar í liðinu mjög fínar. Það vantaði svolítið upp á spilatímann en annars var þetta mjög fínn tími.“ Klippa: Viðtal - Amanda Andradóttir Hún segist vonast til að komast aftur út í atvinnumennsku. „Ég vil standa mig vel núna hér á Íslandi og síðan vonast ég til að komast aftur út.“ Amanda er í landsliðshópi Íslands sem mætir Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. Hún hefur leikið þrettán A-landsleiki og skorað tvö mörk. „Þetta eru mjög fínir landsleikir og ég er mjög spennt fyrir leiknum á morgun,“ sagði Amanda á lokum en auk leiksins við Finnland leikur kvennalandsliðið við Austurríki ytra á þriðjudag. Landslið karla í fótbolta Valur Besta deild kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Þrátt fyrir ungan aldur hefur hin nítján ára gamla Amanda Andradóttir spilað með Nordjælland í Danmörku, Vålerenga í Noregi og Kristianstad í Svíþjóð. Hún gekk til liðs við Íslandsmeistara Vals í vikunni. „Ég hélt að þetta væri það besta fyrir mig akkúrat núna. Það eru mjög spennandi leikir framundan hjá Val og síðan var ég náttúrulega hjá Val í yngri flokkunum,“ sagði Amanda í viðtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hún segist vera Valsari en faðir hennar Andri Sigþórsson lék með KR í efstu deild á sínum tíma og varð Íslandsmeistari með liðinu. „Ég var það í yngri flokkunum og leið mjög vel þar. Ef ég ætlaði að koma heim þá ætlaði ég alltaf í Val.“ Hún segir að tíminn hjá Kristianstad hafi verið fínan en þar lék hún undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, fyrrum þjálfara Vals hér heima. „Það var bara fínt, mjög fínn tími og allar í liðinu mjög fínar. Það vantaði svolítið upp á spilatímann en annars var þetta mjög fínn tími.“ Klippa: Viðtal - Amanda Andradóttir Hún segist vonast til að komast aftur út í atvinnumennsku. „Ég vil standa mig vel núna hér á Íslandi og síðan vonast ég til að komast aftur út.“ Amanda er í landsliðshópi Íslands sem mætir Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. Hún hefur leikið þrettán A-landsleiki og skorað tvö mörk. „Þetta eru mjög fínir landsleikir og ég er mjög spennt fyrir leiknum á morgun,“ sagði Amanda á lokum en auk leiksins við Finnland leikur kvennalandsliðið við Austurríki ytra á þriðjudag.
Landslið karla í fótbolta Valur Besta deild kvenna Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira