„Fannst frábært að vera atvinnukona og spila út um allan heim“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 12:01 Anna Björk Kristjánsdóttir fagnar sigri Internazionale á móti nágrönnunum í AC Milan. Hún er hætt að spila á Ítalíu og er komin heim. Getty/Mattia Pistoia Anna Björk Kristjánsdóttir er kominn heim í landsliðsverkefni en hún er einnig á tímamótum. Anna Björk er nefnilega að flytja heim frá Ítalíu og ætlar að klára tímabilið með Val í Bestu deildinni. Íslenska kvennalandsliðið spilar við Finnland á Laugardalsvellinum í kvöld en mætir svo Austurríki úti í næstu viku. Anna Björk var ekki í upphaflega hóp Þorsteins Halldórssonar en var kölluð inn vegna meiðsla í hópnum. Hún er 33 ára og hefur spilað erlendis frá árinu 2016 fyrir utan eitt sumar á Selfossi 2020. Landsleikurinn á móti Finnum í kvöld er fyrsti heimaleikur stelpnanna okkar á árinu 2023. Klippa: Viðtal við Önnu Björk Kristjánsdóttur Mjög spennt fyrir þessum leik „Hann leggst bara mjög vel í mig. Það verður gott að fá leik og fá heimaleik. Gott fyrir liðið að fá þessa tvo æfingarleiki. Ná að stilla okkur betur saman. Ég er mjög spennt fyrir þessum leik,“ sagði Anna Björk Kristjánsdóttir. Eru stelpurnar ekki að búast við góðri mætingu á leikinn? „Jú, ég trúi ekki öðru. Það er búið að vera gott veður þessa vikuna og vonandi helst það á morgun [í kvöld] og svo er Símamótið á fullu. Ég vona að fólk hoppi yfir á Laugardalsvöllinn og hvetji okkur áfram,“ sagði Anna Björk. Getty/Jonathan Moscrop Íslenska landsliðið kíkti á Símamótið í gærkvöldi en þetta stærsta mót hjá yngri flokkum kvenna var þá sett í Kópabogi. Spenntar að sjá þær og þær okkur „Mér finnst alltaf gaman að kíkja á þessi mót. Það er skemmtileg stemmning og ég fæ upp minningar frá því að ég var að spila þarna lítil. Gaman að kíkja á stelpurnar og framtíðina. Við verðum spenntar að sjá þær og þær okkur,“ sagði Anna. Kom það Önnu á óvart að vera kölluð inn í hópinn? „Já, ég myndi segja það. Ég er ekki búin að vera í landsliðinu í næstum því tvö ár þannig að ég bjóst ekki endilega við því að vera kölluð inn, þó að maður sé alltaf klár og tilbúinn. Ég bjóst alls ekki við því og var mjög glöð þegar Steini hringdi í mig. Ég var bara mjög spennt og hér er ég,“ sagði Anna sem var ekki búin að panta neina utanlandsferð á sama tíma. „Ég var búin að vera úti nógu mikið og var heima hvort sem er. Það var planið að vera á Íslandi og njóta sumarsins hér. Loksins íslenskt sumar. Ég var ekki að fara neitt,“ sagði Anna. Anna Björk Kristjánsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir urðu Íslandsmeistarar saman hjá Stjörnunni.Vísir/Daníel Vonandi næ ég að hjálpa liðinu að ná titli í ár Anna Björk er gengin til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals. „Þetta er spennandi lið með góðan þjálfara og góða leikmenn. Það er alltaf gott að komast í umhverfi þar sem er mikil samkeppni. Ég vil vera í þannig umhverfi. Það gengur enginn inn í liðið og ég veit það vel. Ég þarf bara að sína mitt og gera mitt. Vonandi næ ég að koma með eitthvað inn í liðið og næ að hjálpa liðinu að ná titli í ár,“ sagði Anna. Hún hefur átt magnaðan feril þar sem hún hefur spilað í Svíþjóð, í Hollandi, í Frakklandi og á Ítalíu. „Mér fannst frábært að vera atvinnukona og spila út um allan heim. Maður lærir kúltúr ýmissa landa, bæði menningu en svo líka fótboltakúltúr. Það var mjög skemmtilegt að spila í mismunandi löndum og í mismunandi stíl,“ sagði Anna. Búið að vera mjög skemmtilegt ferðalag „Svo er það fólkið sem ég er búin að kynnast út um allan heim. Ég tek rosalega mikið út úr því. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt í hverri deild og á nýjum stað. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferðalag og ég hef verið sátt í öllum þeim löndum sem ég hef verið í. Ég tel að ég hafi lært gríðarlega mikið á þessum árum,“ sagði Anna. Landslið kvenna í fótbolta Valur Besta deild kvenna Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Juventus lagði AC Milan Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar við Finnland á Laugardalsvellinum í kvöld en mætir svo Austurríki úti í næstu viku. Anna Björk var ekki í upphaflega hóp Þorsteins Halldórssonar en var kölluð inn vegna meiðsla í hópnum. Hún er 33 ára og hefur spilað erlendis frá árinu 2016 fyrir utan eitt sumar á Selfossi 2020. Landsleikurinn á móti Finnum í kvöld er fyrsti heimaleikur stelpnanna okkar á árinu 2023. Klippa: Viðtal við Önnu Björk Kristjánsdóttur Mjög spennt fyrir þessum leik „Hann leggst bara mjög vel í mig. Það verður gott að fá leik og fá heimaleik. Gott fyrir liðið að fá þessa tvo æfingarleiki. Ná að stilla okkur betur saman. Ég er mjög spennt fyrir þessum leik,“ sagði Anna Björk Kristjánsdóttir. Eru stelpurnar ekki að búast við góðri mætingu á leikinn? „Jú, ég trúi ekki öðru. Það er búið að vera gott veður þessa vikuna og vonandi helst það á morgun [í kvöld] og svo er Símamótið á fullu. Ég vona að fólk hoppi yfir á Laugardalsvöllinn og hvetji okkur áfram,“ sagði Anna Björk. Getty/Jonathan Moscrop Íslenska landsliðið kíkti á Símamótið í gærkvöldi en þetta stærsta mót hjá yngri flokkum kvenna var þá sett í Kópabogi. Spenntar að sjá þær og þær okkur „Mér finnst alltaf gaman að kíkja á þessi mót. Það er skemmtileg stemmning og ég fæ upp minningar frá því að ég var að spila þarna lítil. Gaman að kíkja á stelpurnar og framtíðina. Við verðum spenntar að sjá þær og þær okkur,“ sagði Anna. Kom það Önnu á óvart að vera kölluð inn í hópinn? „Já, ég myndi segja það. Ég er ekki búin að vera í landsliðinu í næstum því tvö ár þannig að ég bjóst ekki endilega við því að vera kölluð inn, þó að maður sé alltaf klár og tilbúinn. Ég bjóst alls ekki við því og var mjög glöð þegar Steini hringdi í mig. Ég var bara mjög spennt og hér er ég,“ sagði Anna sem var ekki búin að panta neina utanlandsferð á sama tíma. „Ég var búin að vera úti nógu mikið og var heima hvort sem er. Það var planið að vera á Íslandi og njóta sumarsins hér. Loksins íslenskt sumar. Ég var ekki að fara neitt,“ sagði Anna. Anna Björk Kristjánsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir urðu Íslandsmeistarar saman hjá Stjörnunni.Vísir/Daníel Vonandi næ ég að hjálpa liðinu að ná titli í ár Anna Björk er gengin til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals. „Þetta er spennandi lið með góðan þjálfara og góða leikmenn. Það er alltaf gott að komast í umhverfi þar sem er mikil samkeppni. Ég vil vera í þannig umhverfi. Það gengur enginn inn í liðið og ég veit það vel. Ég þarf bara að sína mitt og gera mitt. Vonandi næ ég að koma með eitthvað inn í liðið og næ að hjálpa liðinu að ná titli í ár,“ sagði Anna. Hún hefur átt magnaðan feril þar sem hún hefur spilað í Svíþjóð, í Hollandi, í Frakklandi og á Ítalíu. „Mér fannst frábært að vera atvinnukona og spila út um allan heim. Maður lærir kúltúr ýmissa landa, bæði menningu en svo líka fótboltakúltúr. Það var mjög skemmtilegt að spila í mismunandi löndum og í mismunandi stíl,“ sagði Anna. Búið að vera mjög skemmtilegt ferðalag „Svo er það fólkið sem ég er búin að kynnast út um allan heim. Ég tek rosalega mikið út úr því. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt í hverri deild og á nýjum stað. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferðalag og ég hef verið sátt í öllum þeim löndum sem ég hef verið í. Ég tel að ég hafi lært gríðarlega mikið á þessum árum,“ sagði Anna.
Landslið kvenna í fótbolta Valur Besta deild kvenna Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Juventus lagði AC Milan Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti