Sjáðu N1-mótið á Akureyri: „Maður getur ekki alltaf unnið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 10:01 Hressir strákar sem spiluðu á N1-mótinu um síðustu helgi. Skjáskot N1-mótið á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Mótið hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt stærsta sumarmótið á hverju ári og tóku um 2000 drengir þátt á mótinu í ár. Stefán Árni Pálsson mætti á mótið og fór yfir allt það helsta í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. „Þetta eru 2000 drengir sem taka hér þátt, 202 lið, frá 50 félögum og hér verða leiknir 911 fótboltaleikir. Algjörlega geggjað mót framundan,“ sagði Stefán Árni en KA heldur mótið. Mörgþúsund foreldrar fylgja keppendum norður til að fylgjast með knattspyrnuhetjum framtíðarinnar. Fyrir drengina sem taka þátt er hvert annað stórmót í fótbolta. Eins og alltaf vanda forráðamenn KA til verka á N1-mótinu. Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: N1-mótið 2023 „Við erum gríðarlega stoltir af þessu, hvernig þetta hefur vaxið og dafnað. Þetta er búið að vera í þessari stærð undanfarin 4-5 ár. Fram að því stækkaði þetta með hverju árinu. Við erum í hámarkinu þessi árin sem er bara frábært, það eru alltaf fleiri og fleiri sem spila fótbolta. Þetta er heimsmeistarakeppni krakkana og við erum gríðarlega stoltir að fá að halda þetta ,“ sagði Siguróli Sigurðsson íþróttafulltrúi KA og mótsstjóri N1-mótsins. „Maður getur ekki alltaf unnið“ Það er spenna á mörgum vígstöðvum á mótinu og keppendur leggja sig alla fram. Stefán Árni hitti hressa Stjörnumenn að máli eftir góðan sigur á Víkingum. Þeir höfðu ekki náð sæti í 8-liða úrslitum en voru samt sem áður sáttir. „Maður getur ekki alltaf unnið,“ sögðu þeir en eitt markanna í leiknum var glæsilegt, skot af löngu færi sem söng í netinu. „Ég var kominn yfir miðju, hélt að þetta var gott skotfæri og ég bara tók það,“ sagði markaskorarinn. „Skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var mættur til Akureyrar til að fylgja syni sínum eftir sem leikur með Álftanesi. Hann hefur verið duglegur að mæta á knattspyrnumót í gegnum tíðina. „Það er mjög skemmtilegt, flott mót í alla staði. Mín er ánægjan að fá að vera hér með foreldrum, forráðamönnum og auðvitað strákunum sjálfum.“ Hann sagði alltaf jafn gaman að koma á þessu mót og það skemmtilegasta væri að sjá gleðina sem ríkti. „Það kemur fyrir að kappið fer fegurðina ofurliði. Þetta eru strákar sem vilja leggja sig fram og það er alltaf skemmtilegra að vinna en tapa. Þeir læra líka um leið að það skiptast á skin og skúrir. Mér finnst fara batnandi mjög framferði foreldra og forráðamanna. Það er það versta sem maður sér þegar fullorðið fólk hagar sér eins og kjánar. Þetta fer batnandi og ég skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins.“ Það var lið Stjörnunnar sem stóð uppi sem sigurvegari á mótinu, vann 2-0 sigur á liði Breiðabliks í úrslitaleik. Alls var keppt í 13 deildum á mótinu á Akureyri og því fjölmargir sigurvegarar sem gátu farið glaðir heim að loknu móti. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um Símamótið sem fram fer í Kópavogi nú um helgina. Sumarmótin Akureyri Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
„Þetta eru 2000 drengir sem taka hér þátt, 202 lið, frá 50 félögum og hér verða leiknir 911 fótboltaleikir. Algjörlega geggjað mót framundan,“ sagði Stefán Árni en KA heldur mótið. Mörgþúsund foreldrar fylgja keppendum norður til að fylgjast með knattspyrnuhetjum framtíðarinnar. Fyrir drengina sem taka þátt er hvert annað stórmót í fótbolta. Eins og alltaf vanda forráðamenn KA til verka á N1-mótinu. Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: N1-mótið 2023 „Við erum gríðarlega stoltir af þessu, hvernig þetta hefur vaxið og dafnað. Þetta er búið að vera í þessari stærð undanfarin 4-5 ár. Fram að því stækkaði þetta með hverju árinu. Við erum í hámarkinu þessi árin sem er bara frábært, það eru alltaf fleiri og fleiri sem spila fótbolta. Þetta er heimsmeistarakeppni krakkana og við erum gríðarlega stoltir að fá að halda þetta ,“ sagði Siguróli Sigurðsson íþróttafulltrúi KA og mótsstjóri N1-mótsins. „Maður getur ekki alltaf unnið“ Það er spenna á mörgum vígstöðvum á mótinu og keppendur leggja sig alla fram. Stefán Árni hitti hressa Stjörnumenn að máli eftir góðan sigur á Víkingum. Þeir höfðu ekki náð sæti í 8-liða úrslitum en voru samt sem áður sáttir. „Maður getur ekki alltaf unnið,“ sögðu þeir en eitt markanna í leiknum var glæsilegt, skot af löngu færi sem söng í netinu. „Ég var kominn yfir miðju, hélt að þetta var gott skotfæri og ég bara tók það,“ sagði markaskorarinn. „Skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var mættur til Akureyrar til að fylgja syni sínum eftir sem leikur með Álftanesi. Hann hefur verið duglegur að mæta á knattspyrnumót í gegnum tíðina. „Það er mjög skemmtilegt, flott mót í alla staði. Mín er ánægjan að fá að vera hér með foreldrum, forráðamönnum og auðvitað strákunum sjálfum.“ Hann sagði alltaf jafn gaman að koma á þessu mót og það skemmtilegasta væri að sjá gleðina sem ríkti. „Það kemur fyrir að kappið fer fegurðina ofurliði. Þetta eru strákar sem vilja leggja sig fram og það er alltaf skemmtilegra að vinna en tapa. Þeir læra líka um leið að það skiptast á skin og skúrir. Mér finnst fara batnandi mjög framferði foreldra og forráðamanna. Það er það versta sem maður sér þegar fullorðið fólk hagar sér eins og kjánar. Þetta fer batnandi og ég skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins.“ Það var lið Stjörnunnar sem stóð uppi sem sigurvegari á mótinu, vann 2-0 sigur á liði Breiðabliks í úrslitaleik. Alls var keppt í 13 deildum á mótinu á Akureyri og því fjölmargir sigurvegarar sem gátu farið glaðir heim að loknu móti. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um Símamótið sem fram fer í Kópavogi nú um helgina.
Sumarmótin Akureyri Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti