Van den Berg er 21 árs miðvörður sem Liverpool keypti frá hollenska félaginu PEC Zwolle fyrir upphæð sem gat endað í 4,4 milljónum punda með bónusum.
Van den Berg spilaði deildabikarleiki með Liverpool fyrsta tímabilið en var síðan lánaður til Preston North End í eitt og hálf tímabil.
Herzlich Willkommen in Mainz, Sepp van den Berg! #Mainz05 pic.twitter.com/4H4B6phZpR
— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) July 13, 2023
Hann var síðan á láni hjá Schalke 04 á síðustu leiktíð.
Nú sendi Klopp hann til síns gamla félags FSV Mainz 05 og þar mun hann spila allr 2023-24 tímabilið.
Klopp spilaði síðustu ellefu ár ferilsins með FSV Mainz 05, samtals yfir þrjú hundruð leiki, og fyrsta starf hans sem knattspyrnustjóra var síðan hjá Mainz 05 frá 2001 til 2008.
Van den Berg hefur alls spilað fjóra aðalliðsleiki fyrir Liverpool á fjórum árum en engan þeirra þó í ensku úrvalsdeidinni. Það breytist ekki í bráð.
Sepp van den Berg has completed a season-long loan move to Bundesliga side @1FSVMainz05.
— Liverpool FC (@LFC) July 13, 2023
Good luck for the season ahead, Sepp