„Það má í raun segja að þetta kerfi fyrir ráðherrana er þungt í vöfum og það þarf mikið til að það sé virkjað og til þess að virkja það þá þarf meirihlutasamþykki alþingis sem er ólíklegt að gerist sérstaklega á móti ráðherra í sitjandi ríkisstjórn, eðli málsins samkvæmt þá nýtur sá ráðherra oftast meirihluta þingsins á bakvið sig,“ segir Haukur Logi.
Aðeins einu sinni hafi Landsdómur verið kallaður saman, gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra vegna athafna og athafnaleysis hans í aðdraganda efnahagshrunsins 2008.
Til samanburðar nefnir Haukur umdeilt mál hjúkrunarfræðingsins á Landspítala sem var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum. Málinu hefur nú verið áfrýjað.
„Þar sjáum við hvernig venjulega kerfið virkar þegar verða mögulega refsiverð afbrot í starfi ef að ráðherra myndi brjóta af sér með einhverjum refsiverðum hætti þá verður hann ekki sóttur til saka nema þingið samþykki að viðhafa slíkt ferli,“ segir Haukur Logi og bendir á þörfina á úrbótum.
„Það skortir góðan feril til að hefja mál, rannsaka mál til þess að geta tekið upplýsa ákvörðun um hvort það eigi að höfða mál gegn ráðherra. Ég held að það sé eitthvað sem þingið ætti að skoða.“