„Erum að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. júlí 2023 20:40 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var svekkt með úrslit kvöldsins Vísir/Anton Brink Ísland tapaði 1-2 gegn Finnlandi í vináttulandsleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var svekkt með frammistöðuna í kvöld. „Þetta var ekki nógu gott. Það var leiðinlegt að fá svona marga á völlinn og ná ekki sigri. Margt sem mátti bæta við áttum mörg góð færi en við náðum ekki að nýta þau og því endaði þetta svona,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leik. Karólína var svekkt með að liðið hafi aðeins skorað eitt mark og farið illa með mörg færi. „Við erum vanar að ná að nýta þessi færi og fá ekki svona auðveld mörk á okkur. Þetta var ólíkt okkur en núna erum við að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim.“ Ísland byrjaði leikinn betur en eftir tæplega tíu mínútur komst Finnland töluvert betur inn í leikinn sem skilaði marki. „Við vorum seinar í návígi og þær skora mark eftir að við náðum ekki að klukka þær. Þetta var gott skot hjá henni [Eveliina Summanen] en við hefðum átt að verjast því betur. Við ætluðum síðan að gefa allt í seinni hálfleikinn en fengum annað mark á okkur sem gerði þetta erfitt. En það er alltaf hægt að bæta sig og við byggjum ofan á þetta.“ Það var gríðarlega góð stemmning á vellinum og alls mættu 6281 manns. Símamótið er í fullum gangi sem myndaði góða stemmningu á leiknum. „Það var ekkert smá gaman að fá svona marga á völlinn og þær voru öskrandi allan tímann. Eins og ég segi það var grátlegt að ná ekki að vinna leikinn fyrir þær.“ Karólína Lea er farinn á láni frá Bayern München til Bayer Leverkusen. Karólína var spennt fyrir því að fá meiri spiltíma með Leverkusen. „Ég er ánægð með þetta skref. Ég þarf að spila meira og koma mér í leikform og fá traust til þess að bæta mig sem leikmann og ég vona að þetta sé rétt skref,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
„Þetta var ekki nógu gott. Það var leiðinlegt að fá svona marga á völlinn og ná ekki sigri. Margt sem mátti bæta við áttum mörg góð færi en við náðum ekki að nýta þau og því endaði þetta svona,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leik. Karólína var svekkt með að liðið hafi aðeins skorað eitt mark og farið illa með mörg færi. „Við erum vanar að ná að nýta þessi færi og fá ekki svona auðveld mörk á okkur. Þetta var ólíkt okkur en núna erum við að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim.“ Ísland byrjaði leikinn betur en eftir tæplega tíu mínútur komst Finnland töluvert betur inn í leikinn sem skilaði marki. „Við vorum seinar í návígi og þær skora mark eftir að við náðum ekki að klukka þær. Þetta var gott skot hjá henni [Eveliina Summanen] en við hefðum átt að verjast því betur. Við ætluðum síðan að gefa allt í seinni hálfleikinn en fengum annað mark á okkur sem gerði þetta erfitt. En það er alltaf hægt að bæta sig og við byggjum ofan á þetta.“ Það var gríðarlega góð stemmning á vellinum og alls mættu 6281 manns. Símamótið er í fullum gangi sem myndaði góða stemmningu á leiknum. „Það var ekkert smá gaman að fá svona marga á völlinn og þær voru öskrandi allan tímann. Eins og ég segi það var grátlegt að ná ekki að vinna leikinn fyrir þær.“ Karólína Lea er farinn á láni frá Bayern München til Bayer Leverkusen. Karólína var spennt fyrir því að fá meiri spiltíma með Leverkusen. „Ég er ánægð með þetta skref. Ég þarf að spila meira og koma mér í leikform og fá traust til þess að bæta mig sem leikmann og ég vona að þetta sé rétt skref,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti