Hugljúf ástarsaga Arnars og Kamillu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2023 09:00 Örn og Kamilla kynntust sumarið 1974 í Worthing. Örn S. Kaldalóns Röð tilviljana leiddi til þess að Örn S. Kaldalóns, kerfisfræðingur og fálkaorðuhafi, kynntist eiginkonu sinni, Kamillu Suzanne Kaldalóns, í Englandi á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hann var þá 29 ára og hún rétt rúmlega tvítug. Kamilla fluttist búferlum til Íslands til að vera með Erni sem á þeim tíma þótti nokkuð óvenjuleg og djörf ákvörðun. Hjónin fluttu aftur til Englands fyrir 17 árum en ástarsaga þeirra vakti athygli blaðamanns breska miðilsins Worthing Herald nú á dögunum. Örn á að baki glæstan starfsferil sem kerfisfræðingur og hefur í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til að efla veg íslenskrar tungu í tölvu-og upplýsingatækni. Óhætt er að fullyrða að eitt af hans stærstu afrekum var vinna hans við koma íslenskum bókstöfum inn í tölvukerfið IBM. Fyrr á árinu var hann síðan sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumkvöðlastarf við eflingu íslenskrar tungu í tölvu- og upplýsingatækni. Þess ber að geta að Örn er barnabarn eins ástsælasta tónskálds íslensku þjóðarinnar, Sigvalda Kaldalóns. Morgungjöfin var gæruskinnsjakki Árið 1973 var Örn í skoðunarferð um Windsor í Englandi og lenti þá á spjalli við heimamann. Í ljós kom að Englendingurinn hafði verið í Reykjavík á stríðsárunum. Með þeim tveimur tókst vinátta og Englendingurinn bauð Erni að koma og heimsækja sig í Worthing, næst þegar hann kæmi til Englands. „Sumarið 1974 var ég síðan að læra kerfisfræði í IBM Sudbury Towers í London. Eina helgina tók ég lestina til Worthing til að hitta enska vin minn. Dóttir hans útbjó dýrindis kvöldverð handa okkur og bauð einnig vinkonu sinni, henni Kamillu. Eftir matinn fórum við í bíltúr á Austin Mini og skoðuðum okkur um,“ segir Örn og bætir við að hann óttist að hann hafi verið full ókurteis í bílferðinni, þar sem hann hafi nær eingöngu talað við Kamillu en ekki hina farþegana. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að halda áfram að vera í sambandi við þessa stúlku, og spurði hana þess vegna hvort ég mætti kannski senda henni nokkra ferðabæklinga um Ísland. Hún sagði já og ég fékk heimilisfangið hjá henni. Ég á ennþá eftir að láta hana fá þessa bæklinga!“ Örn bauð Kamillu síðan í skoðunarferð til Íslands, og hún kom um haustið. Þar áttu þau margar góðar og eftirminnilegar stundir. Nýbökuð hjón.Örn S. Kaldalóns Þau byrjuðu fljótlega að tala um að ganga í hjónaband en fjölskylda Kamillu var þó ekki beinlínis reiðubúin að sjá eftir henni flytja búferlum til Íslands. Kamilla er einkabarn foreldra sinna og eina barnabarn móðurömmu sinnar. Fyrir fjölskyldu hennar var Ísland skrítinn, fjarlægur og framandi staður. Örn kom til Englands og hitti foreldra Kamillu í apríl 1975 og mánuði síðar giftu þau sig í heimabæ hennar. Í brúðkaupsveislunni héldu þau myndasýningu og sýndu gestunum myndir frá Íslandi. Morgungjöf Arnar til Kamillu var indælis jakki úr íslenskri sauðargæru, sem var að vísu ekki mjög hentugur á þeim tímapunkti, þar sem áfangastaður brúðkaupsferðarinnar var Tenerife. Fjölskyldu Kamillu var ljóst að Kamilla myndi ekki láta neitt stoppa sig í að elta ástina alla leið til Íslands og lögðu þau blessun sína yfir ráðhaginn. Kamilla hafði á þessum tíma komið tvisvar í heimsókn til Reykjavíkur og var fyllilega reiðubúin undir allt það sem ekki þekkist á Englandi, svo sem jarðskjálftar af og til, hár húsnæðiskostnaður, heitar náttúrulaugar og töluvert ódýrari húshitun. Örn og Kamilla hafa nú verið gift í nær fimmtíu ár.Örn S. Kaldalóns Kamilla varð síðar íslenskur ríkisborgari og breytti nafni sínu úr Suzanne Mary Depledge yfir í Kamilla Suzanne Kaldalóns. Eftir þrjátíu ára búsetu á Íslandi ákváðu hjónin síðan að flytja aftur til Englands og þar búa þau í dag, ásamt tveimur uppkomnum dætrum sínum. „Núna erum við búin að búa hér í sautján ár, en engar áhyggjur, bara þrettán ár eftir!“ segir Örn en hann er óviss um hvort þau muni snúa aftur til Íslands. Enda heilmargt að sjá og gera í Bretlandi. England Íslendingar erlendis Bretland Ástin og lífið Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Sjá meira
Hjónin fluttu aftur til Englands fyrir 17 árum en ástarsaga þeirra vakti athygli blaðamanns breska miðilsins Worthing Herald nú á dögunum. Örn á að baki glæstan starfsferil sem kerfisfræðingur og hefur í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til að efla veg íslenskrar tungu í tölvu-og upplýsingatækni. Óhætt er að fullyrða að eitt af hans stærstu afrekum var vinna hans við koma íslenskum bókstöfum inn í tölvukerfið IBM. Fyrr á árinu var hann síðan sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumkvöðlastarf við eflingu íslenskrar tungu í tölvu- og upplýsingatækni. Þess ber að geta að Örn er barnabarn eins ástsælasta tónskálds íslensku þjóðarinnar, Sigvalda Kaldalóns. Morgungjöfin var gæruskinnsjakki Árið 1973 var Örn í skoðunarferð um Windsor í Englandi og lenti þá á spjalli við heimamann. Í ljós kom að Englendingurinn hafði verið í Reykjavík á stríðsárunum. Með þeim tveimur tókst vinátta og Englendingurinn bauð Erni að koma og heimsækja sig í Worthing, næst þegar hann kæmi til Englands. „Sumarið 1974 var ég síðan að læra kerfisfræði í IBM Sudbury Towers í London. Eina helgina tók ég lestina til Worthing til að hitta enska vin minn. Dóttir hans útbjó dýrindis kvöldverð handa okkur og bauð einnig vinkonu sinni, henni Kamillu. Eftir matinn fórum við í bíltúr á Austin Mini og skoðuðum okkur um,“ segir Örn og bætir við að hann óttist að hann hafi verið full ókurteis í bílferðinni, þar sem hann hafi nær eingöngu talað við Kamillu en ekki hina farþegana. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að halda áfram að vera í sambandi við þessa stúlku, og spurði hana þess vegna hvort ég mætti kannski senda henni nokkra ferðabæklinga um Ísland. Hún sagði já og ég fékk heimilisfangið hjá henni. Ég á ennþá eftir að láta hana fá þessa bæklinga!“ Örn bauð Kamillu síðan í skoðunarferð til Íslands, og hún kom um haustið. Þar áttu þau margar góðar og eftirminnilegar stundir. Nýbökuð hjón.Örn S. Kaldalóns Þau byrjuðu fljótlega að tala um að ganga í hjónaband en fjölskylda Kamillu var þó ekki beinlínis reiðubúin að sjá eftir henni flytja búferlum til Íslands. Kamilla er einkabarn foreldra sinna og eina barnabarn móðurömmu sinnar. Fyrir fjölskyldu hennar var Ísland skrítinn, fjarlægur og framandi staður. Örn kom til Englands og hitti foreldra Kamillu í apríl 1975 og mánuði síðar giftu þau sig í heimabæ hennar. Í brúðkaupsveislunni héldu þau myndasýningu og sýndu gestunum myndir frá Íslandi. Morgungjöf Arnar til Kamillu var indælis jakki úr íslenskri sauðargæru, sem var að vísu ekki mjög hentugur á þeim tímapunkti, þar sem áfangastaður brúðkaupsferðarinnar var Tenerife. Fjölskyldu Kamillu var ljóst að Kamilla myndi ekki láta neitt stoppa sig í að elta ástina alla leið til Íslands og lögðu þau blessun sína yfir ráðhaginn. Kamilla hafði á þessum tíma komið tvisvar í heimsókn til Reykjavíkur og var fyllilega reiðubúin undir allt það sem ekki þekkist á Englandi, svo sem jarðskjálftar af og til, hár húsnæðiskostnaður, heitar náttúrulaugar og töluvert ódýrari húshitun. Örn og Kamilla hafa nú verið gift í nær fimmtíu ár.Örn S. Kaldalóns Kamilla varð síðar íslenskur ríkisborgari og breytti nafni sínu úr Suzanne Mary Depledge yfir í Kamilla Suzanne Kaldalóns. Eftir þrjátíu ára búsetu á Íslandi ákváðu hjónin síðan að flytja aftur til Englands og þar búa þau í dag, ásamt tveimur uppkomnum dætrum sínum. „Núna erum við búin að búa hér í sautján ár, en engar áhyggjur, bara þrettán ár eftir!“ segir Örn en hann er óviss um hvort þau muni snúa aftur til Íslands. Enda heilmargt að sjá og gera í Bretlandi.
England Íslendingar erlendis Bretland Ástin og lífið Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp