Sagðist ekki vilja drepa hann áður en hún seldi honum banvænan skammt Magnús Jochum Pálsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. júlí 2023 16:21 Leandro DeNiro Rodriguez, dóttursonur Roberts DeNiro, lést fyrr í mánuðinum, aðeins nítján ára gamall. Skjáskot/Twitter Leandro DeNiro Rodriguez, barnabarn Robert DeNiro, lést af völdum ofskömmtunar eftir að hann tók fentanýlblandaðar morfínpillur. Sú sem seldi honum töflurnar sagði fyrir söluna að hún vildi ekki drepa hann. Sophia Haley Marks, eiturlyfjasali sem hefur verið kölluð „Percocet-prinsessan“, seldi hinum nítján ára gamla Leandro heimagerðar verkjatöflur, þrjár Oxycodone-töflur og tvær Xanax-töflur, daginn áður en hann lést af ofskammti. Áður en hún seldi honum töflurnar sem voru blandaðar með hinu stórhættulega fentanýli sendi hún honum skilaboðin „Ég vil ekki drepa þig“ þar sem hún varaði hann við því að kaupa töflurnar. Hún sagðist ekki vilja selja honum töflurnar af því þær væru heimatilbúnar. Marks er sögð hafa keyrt töflunum til hans á tíunda tímanum sama kvöld. Um tvöleytið um nóttina hafi hún síðan sent honum skilaboð og spurt hvernig hann hefði það, en ekki fengið svar. Þekkt fyrir að selja börnum eiturlyf og gæti setið inni í sextíu ár Hin tvítuga Marks var handtekin í Manhattan á fimmtudagskvöld. Hún er ákærð fyrir þrjú fíkniefnalagabrot, sem hún játaði hafa framið fyrir alríkisdómstólnum í Manhattan. Í frétt New York Post er því haldið fram að hún komi til með að sitja í fangelsi í allt að sextíu ár fyrir verknaðinn, tuttugu ár fyrir hverja ákæru. Percocet Princess busted in death of Robert de Niro s grandson has sold to kids as young as 15 years old: cops https://t.co/nplxCZLBPp pic.twitter.com/noAexkWw1G— New York Post (@nypost) July 14, 2023 Samkvæmt heimildarmönnum New York Post innan lögreglunnar er Marks þekkt fyrir að selja börnum undir lögaldri eiturlyf. Þá ku alríkislögreglan hafa fylgst með henni í nokkurn tíma áður en hún var handtekin. Í tístinu hér að ofan má sjá teikningu af Marks úr dómsal. Fíkniefnabrot Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Nítján ára dóttursonur Roberts De Niro látinn Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns. 3. júlí 2023 17:10 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Sophia Haley Marks, eiturlyfjasali sem hefur verið kölluð „Percocet-prinsessan“, seldi hinum nítján ára gamla Leandro heimagerðar verkjatöflur, þrjár Oxycodone-töflur og tvær Xanax-töflur, daginn áður en hann lést af ofskammti. Áður en hún seldi honum töflurnar sem voru blandaðar með hinu stórhættulega fentanýli sendi hún honum skilaboðin „Ég vil ekki drepa þig“ þar sem hún varaði hann við því að kaupa töflurnar. Hún sagðist ekki vilja selja honum töflurnar af því þær væru heimatilbúnar. Marks er sögð hafa keyrt töflunum til hans á tíunda tímanum sama kvöld. Um tvöleytið um nóttina hafi hún síðan sent honum skilaboð og spurt hvernig hann hefði það, en ekki fengið svar. Þekkt fyrir að selja börnum eiturlyf og gæti setið inni í sextíu ár Hin tvítuga Marks var handtekin í Manhattan á fimmtudagskvöld. Hún er ákærð fyrir þrjú fíkniefnalagabrot, sem hún játaði hafa framið fyrir alríkisdómstólnum í Manhattan. Í frétt New York Post er því haldið fram að hún komi til með að sitja í fangelsi í allt að sextíu ár fyrir verknaðinn, tuttugu ár fyrir hverja ákæru. Percocet Princess busted in death of Robert de Niro s grandson has sold to kids as young as 15 years old: cops https://t.co/nplxCZLBPp pic.twitter.com/noAexkWw1G— New York Post (@nypost) July 14, 2023 Samkvæmt heimildarmönnum New York Post innan lögreglunnar er Marks þekkt fyrir að selja börnum undir lögaldri eiturlyf. Þá ku alríkislögreglan hafa fylgst með henni í nokkurn tíma áður en hún var handtekin. Í tístinu hér að ofan má sjá teikningu af Marks úr dómsal.
Fíkniefnabrot Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Nítján ára dóttursonur Roberts De Niro látinn Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns. 3. júlí 2023 17:10 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Nítján ára dóttursonur Roberts De Niro látinn Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns. 3. júlí 2023 17:10