Það er því nóg af pressu á liðinu en hún verður ekki minni eftir að Netflix náði samkomulagi um að gera heimildarþáttarröð um bandaríska liðið á mótinu.
Heimsmeistaramótið hefst eftir aðeins tvo daga og áhuginn er mikill á kvennafótboltanum út um allan heim.
The US Women's World Cup Team will be the subject of our next sports docuseries!
— Netflix (@netflix) July 17, 2023
The series will follow the most decorated team in international soccer history (Alex Morgan, Megan Rapinoe, Alyssa Thompson & more) as they strive to capture their third World Cup title in a row. pic.twitter.com/SPwEZeRNDN
Netflix er byrjað að kynna heimildarmyndina en þar fá myndatökumenn aðgengi alls staðar að liðinu á mótinu stendur.
Það eru örugglega margir spenntir að sjá hvernig málin ganga fyrir sig á bak við tjöldin hjá besta fótboltaliði heims.
Þetta verður líka kveðjumót Megan Rapinoe sem varð bæði valin best og markahæst að auki þegar Bandaríkin fagnaði sigri á HM fyrir fjórum árum. Rapinoe hefur verið andlit liðsins í jafnréttisbaráttunni og verður eflaust mikið í sviðsljósinu í myndinni.
Það má búast við að þáttarröðin verði í líkingu við hinar velheppnuðu Break Point í tennis og Formula 1: Drive to Survive í formúlu eitt.