„Menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2023 11:00 Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason fara yfir málin í Stúkunni í gær. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans tóku umræðu um leikaraskap og myndbandadómgæslu í Stúkunni í gær. Umræðan hófst eftir að þeir skoðuðu vítið sem ÍBV fékk í leiknum á móti Keflavík. Bjarki Björn Gunnarsson fiskaði vítið og meiddist við það þannig að hann varð að fara að velli. Það er gömul saga og ný að dýfingar setji sinn svip á fótboltaleiki og það á einnig við um íslenska boltann. Rúlla, velta sér og dýfa „Stóra málið í þessu er það að þetta er stórt, mikið og flókið mál. Við erum að sjá unga stráka koma upp í meistaraflokk sem eru búnir að alast upp í gegnum yngri flokkana horfandi á knattspyrnumenn rúlla, velta sér og dýfa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Hluti af þeirra leik er að dýfa og henda sér niður. Það er orðið of mikið af þessu. Mér finnst aftur á móti þróunin hafa farið í hina áttina núna. Þetta er að lagast og þetta mun lagast enn meira loksins þegar við fáum VAR hérna á Íslandi þá verður þetta enn betra,“ sagði Lárus Orri. „Ég held að dómararnir séu að standa sig mjög vel miðað við það að þeir séu ekki með VAR hérna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Samræður á milli dómara um þetta „Þegar kemur að gula spjaldinu fyrir dýfuna þá eru klárlega búnar að eiga sér einhverjar samræður á milli dómara því þetta er fjórða gula spjaldið í síðustu tveimur umferðum,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Sem er mjög jákvætt,“ skaut Lárus inn í og hélt svo áfram: „Ef við förum yfir í Daníel í Víkingi í leiknum á móti Keflavík. Hann dýfir sér og fær víti. Hann fær slæma umfjöllun. Ég er búin að fylgjast með honum í sumar og talaði um hann fyrir mót sem mjög spennandi leikmann. Hann er búinn að standa sig vel og hefur verið að minnka þetta mikið í sínum leik,“ sagði Lárus. Menn græða ekki „Hann dýfir sér þarna, fær víti og fær slæma umfjöllun um það. Hann hefði svo seinna í leiknum átt að fá eitt, jafnvel tvö víti en fékk þau ekki. Dómarinn finnur það þegar hann dæmir fyrsta vítið að þetta var ekki rétt. Mín kenning er sú að á endanum ekki að græða það mikið á þessu,“ sagði Lárus. „Eins og í fyrra með hann Kristal. Hann var kominn með orð á sig um að hann væri að dýfa sér. Það var verið að sparka í hann og hann var ekki fá atvik einmitt út af þessu. Þá sagði ég að ef hann ætlaði að fara út í atvinnumennsku þá verður hann að minnka þetta,“ sagði Lárus. Á réttri leið „Hvað gerist þegar hann kemur út í atvinnumennskuna. Hann er tekinn fyrir það af sínum þjálfara,“ sagði Lárus. „Hvað gerir hann þá? Skiptir um land og skiptir um lið. Kominn til Danmerkur núna,“ skaut Guðmundur inn í. „Ég held að við séum á réttri leið með þetta en menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott því þetta er hluti af leiknum,“ sagði Lárus. Það má horfa á spjallið þeirra úr Stúkunni í gær hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Dýfur og myndbandadómgæsla Besta deild karla Stúkan Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Umræðan hófst eftir að þeir skoðuðu vítið sem ÍBV fékk í leiknum á móti Keflavík. Bjarki Björn Gunnarsson fiskaði vítið og meiddist við það þannig að hann varð að fara að velli. Það er gömul saga og ný að dýfingar setji sinn svip á fótboltaleiki og það á einnig við um íslenska boltann. Rúlla, velta sér og dýfa „Stóra málið í þessu er það að þetta er stórt, mikið og flókið mál. Við erum að sjá unga stráka koma upp í meistaraflokk sem eru búnir að alast upp í gegnum yngri flokkana horfandi á knattspyrnumenn rúlla, velta sér og dýfa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Hluti af þeirra leik er að dýfa og henda sér niður. Það er orðið of mikið af þessu. Mér finnst aftur á móti þróunin hafa farið í hina áttina núna. Þetta er að lagast og þetta mun lagast enn meira loksins þegar við fáum VAR hérna á Íslandi þá verður þetta enn betra,“ sagði Lárus Orri. „Ég held að dómararnir séu að standa sig mjög vel miðað við það að þeir séu ekki með VAR hérna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Samræður á milli dómara um þetta „Þegar kemur að gula spjaldinu fyrir dýfuna þá eru klárlega búnar að eiga sér einhverjar samræður á milli dómara því þetta er fjórða gula spjaldið í síðustu tveimur umferðum,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Sem er mjög jákvætt,“ skaut Lárus inn í og hélt svo áfram: „Ef við förum yfir í Daníel í Víkingi í leiknum á móti Keflavík. Hann dýfir sér og fær víti. Hann fær slæma umfjöllun. Ég er búin að fylgjast með honum í sumar og talaði um hann fyrir mót sem mjög spennandi leikmann. Hann er búinn að standa sig vel og hefur verið að minnka þetta mikið í sínum leik,“ sagði Lárus. Menn græða ekki „Hann dýfir sér þarna, fær víti og fær slæma umfjöllun um það. Hann hefði svo seinna í leiknum átt að fá eitt, jafnvel tvö víti en fékk þau ekki. Dómarinn finnur það þegar hann dæmir fyrsta vítið að þetta var ekki rétt. Mín kenning er sú að á endanum ekki að græða það mikið á þessu,“ sagði Lárus. „Eins og í fyrra með hann Kristal. Hann var kominn með orð á sig um að hann væri að dýfa sér. Það var verið að sparka í hann og hann var ekki fá atvik einmitt út af þessu. Þá sagði ég að ef hann ætlaði að fara út í atvinnumennsku þá verður hann að minnka þetta,“ sagði Lárus. Á réttri leið „Hvað gerist þegar hann kemur út í atvinnumennskuna. Hann er tekinn fyrir það af sínum þjálfara,“ sagði Lárus. „Hvað gerir hann þá? Skiptir um land og skiptir um lið. Kominn til Danmerkur núna,“ skaut Guðmundur inn í. „Ég held að við séum á réttri leið með þetta en menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott því þetta er hluti af leiknum,“ sagði Lárus. Það má horfa á spjallið þeirra úr Stúkunni í gær hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Dýfur og myndbandadómgæsla
Besta deild karla Stúkan Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira