Skemmtiferðaskip eiga að vera ávinningur fyrir samfélög – þörf á breyttri nálgun á nýrri auðlind Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 19. júlí 2023 15:01 Ásókn skemmtiferðaskipa til Íslands hefur tekið stökk eftir kóvið. Íslenskar hafnir sem eru eftirsóknarverðar í þessum tilgangi eru orðnar einskonar auðlind, jafnvel takmörkuð auðlind. Það er okkar tækifæri að þessi nýja auðlind norður í höfum getur skilað miklum hagnaði, líklega milljörðum á ári. Auðlindina þarf því að nýta vel eins og aðrar auðlindir og fá sem mest út úr henni fyrir viðkomandi samfélög. Í hafnarlögum segir hins vegar í 16. grein: Tekjum og eignum hafnar sem rekin er skv. 1. og 2. tölul. 8. gr. {innskot höfundar: hafnir í eigu sveitarfélaga} má einungis verja í þágu hafnarinnar. Þetta þýðir að það er bannað samkvæmt lögum að hagnaður af hafnarþjónustu við skemmtiferðaskip renni til samfélagsins í gegnum sveitarfélagagið sem á höfnina. Þetta lagaákvæði var sett áður en skemmtiferðaskip urðu algeng í höfnun Íslands og er skiljanlegt í því ljósi að hafnir þjónuðu mest fiskiskipum og flutningaskipum. Ekki var æskilegt að sveitarsjóðir misnotuðu aðstöðu sína og notuðu hafnir sem beina tekjulind með óþarfa álögum á hafnarstarfsemi. Þessu lagaákvæði þarf að breyta í ljósi breyttra tíma þannig að hagnaður af þjónustu við skemmtiferðaskip megi renna til viðkomandi samfélags. Að hagnaðurinn af auðlindinni megi renna til almennings. Það er allra hagur að það sé sátt um þessa starfsemi. Til að ná slíkri sátt þarf að koma á móts við heimamenn. Það þarf að vera þannig að íbúar í hafnarbyggðum líti á skemmtiferðaskip sem siglir inn fjörðinn sem eitthvað sem eykur þeirra eigin hag en ekki bara eitthvað sem veldur ágangi og mengun. En þannig hefur umræðan á Ísafirði og Akureyri verið. Mengun skemmtiferðaskipa er síðan mál sem á margar hliðar. Það er kaldhæðnislegt að ef minni mengunarvarnarbúnaður væri í skipunum sæist mengunin minna og væri þá líklega minna kvartað yfir henni. Með því að setja díselútblásturinn í sturtu áður en hann fer út í andrúmsloftið minnkar mengunin en gufan sem myndast gerir útblásturinn sjáanlegri. Mengun frá skemmtiferðaskipum er hins vegar heims (glóbal) vandamál eins og útblástur frá öðrum díselvélum en ekki staðbundið (lókal) vandamál. Til að minnka mengun í þessari atvinnugrein þyrfti helst alþjóðlegar aðgerðir svo sem alþjóðlegan mengunarskatt. Almennt ætti að nota skatta í meira mæli til að stuðla að loftlagsmarkmiðum. En hvort skemmtiferðaskip eru meira mengandi ferðamáti en aðrir svo sem flug er ekki augljóst. Það sem við getum gert ein og sér hér á landi er að hækka gjöld á þau skip sem menga mest en umbuna þeim sem menga minna og hefur stefnan verið sett á slíka taxtabreytingu. Það er líka hægt að skylda skip sem hingað koma til að tengjast rafmagni í landi á meðan þau liggja við bryggju. Það minnkar útblástur. Slíkur búnaður er hins vegar óhemju dýr og setur auka álag á raforkukerfið. Notandinn þarf að standa undir þessum kostnaði, þ.e.a.s. skipið sem leggst að bryggju þarf að greiða nægilega mikið fyrir rafmagnið til að það standi undir búnaðinum. Vonandi verður þetta framtíðin en um þessar mundir eru margar spurningar varðandi landtenginu. Hvar eru sársaukamörk í verði á landrafmagni? Munu útgerðir skemmtiferðaskipa sækjast eftir landtengingu við grænt rafmagn til að auka orðspor sitt þrátt fyrir hátt verð? Er þetta skilvirkasta leiðin til að minnka útblástur eða myndi sama upphæð sett í önnur umhverfisverkefni minnka útblástur margfalt meira? Með öðrum orðum: getur mengunargjald sem notað yrði í önnur umhverfisverkefni gefið meiri minnkun í losun gróðurhúsaáhrifa en samsvarandi gjald fyrir landtengingu? Eða er landtenging ekki svarið heldur að skylda skipin til að kaupa lífolíu sem við myndum framleiða með repjurækt? Þetta eru allt spurningar sem þarf að leyta svara við. Þær eru allar hluti af því að nýta þessa óvæntu auðlind sem best í þágu almennings og samfélags. Það er stóra verkefnið. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og stjórnarmaður í Hafnarsamlagi Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ásókn skemmtiferðaskipa til Íslands hefur tekið stökk eftir kóvið. Íslenskar hafnir sem eru eftirsóknarverðar í þessum tilgangi eru orðnar einskonar auðlind, jafnvel takmörkuð auðlind. Það er okkar tækifæri að þessi nýja auðlind norður í höfum getur skilað miklum hagnaði, líklega milljörðum á ári. Auðlindina þarf því að nýta vel eins og aðrar auðlindir og fá sem mest út úr henni fyrir viðkomandi samfélög. Í hafnarlögum segir hins vegar í 16. grein: Tekjum og eignum hafnar sem rekin er skv. 1. og 2. tölul. 8. gr. {innskot höfundar: hafnir í eigu sveitarfélaga} má einungis verja í þágu hafnarinnar. Þetta þýðir að það er bannað samkvæmt lögum að hagnaður af hafnarþjónustu við skemmtiferðaskip renni til samfélagsins í gegnum sveitarfélagagið sem á höfnina. Þetta lagaákvæði var sett áður en skemmtiferðaskip urðu algeng í höfnun Íslands og er skiljanlegt í því ljósi að hafnir þjónuðu mest fiskiskipum og flutningaskipum. Ekki var æskilegt að sveitarsjóðir misnotuðu aðstöðu sína og notuðu hafnir sem beina tekjulind með óþarfa álögum á hafnarstarfsemi. Þessu lagaákvæði þarf að breyta í ljósi breyttra tíma þannig að hagnaður af þjónustu við skemmtiferðaskip megi renna til viðkomandi samfélags. Að hagnaðurinn af auðlindinni megi renna til almennings. Það er allra hagur að það sé sátt um þessa starfsemi. Til að ná slíkri sátt þarf að koma á móts við heimamenn. Það þarf að vera þannig að íbúar í hafnarbyggðum líti á skemmtiferðaskip sem siglir inn fjörðinn sem eitthvað sem eykur þeirra eigin hag en ekki bara eitthvað sem veldur ágangi og mengun. En þannig hefur umræðan á Ísafirði og Akureyri verið. Mengun skemmtiferðaskipa er síðan mál sem á margar hliðar. Það er kaldhæðnislegt að ef minni mengunarvarnarbúnaður væri í skipunum sæist mengunin minna og væri þá líklega minna kvartað yfir henni. Með því að setja díselútblásturinn í sturtu áður en hann fer út í andrúmsloftið minnkar mengunin en gufan sem myndast gerir útblásturinn sjáanlegri. Mengun frá skemmtiferðaskipum er hins vegar heims (glóbal) vandamál eins og útblástur frá öðrum díselvélum en ekki staðbundið (lókal) vandamál. Til að minnka mengun í þessari atvinnugrein þyrfti helst alþjóðlegar aðgerðir svo sem alþjóðlegan mengunarskatt. Almennt ætti að nota skatta í meira mæli til að stuðla að loftlagsmarkmiðum. En hvort skemmtiferðaskip eru meira mengandi ferðamáti en aðrir svo sem flug er ekki augljóst. Það sem við getum gert ein og sér hér á landi er að hækka gjöld á þau skip sem menga mest en umbuna þeim sem menga minna og hefur stefnan verið sett á slíka taxtabreytingu. Það er líka hægt að skylda skip sem hingað koma til að tengjast rafmagni í landi á meðan þau liggja við bryggju. Það minnkar útblástur. Slíkur búnaður er hins vegar óhemju dýr og setur auka álag á raforkukerfið. Notandinn þarf að standa undir þessum kostnaði, þ.e.a.s. skipið sem leggst að bryggju þarf að greiða nægilega mikið fyrir rafmagnið til að það standi undir búnaðinum. Vonandi verður þetta framtíðin en um þessar mundir eru margar spurningar varðandi landtenginu. Hvar eru sársaukamörk í verði á landrafmagni? Munu útgerðir skemmtiferðaskipa sækjast eftir landtengingu við grænt rafmagn til að auka orðspor sitt þrátt fyrir hátt verð? Er þetta skilvirkasta leiðin til að minnka útblástur eða myndi sama upphæð sett í önnur umhverfisverkefni minnka útblástur margfalt meira? Með öðrum orðum: getur mengunargjald sem notað yrði í önnur umhverfisverkefni gefið meiri minnkun í losun gróðurhúsaáhrifa en samsvarandi gjald fyrir landtengingu? Eða er landtenging ekki svarið heldur að skylda skipin til að kaupa lífolíu sem við myndum framleiða með repjurækt? Þetta eru allt spurningar sem þarf að leyta svara við. Þær eru allar hluti af því að nýta þessa óvæntu auðlind sem best í þágu almennings og samfélags. Það er stóra verkefnið. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og stjórnarmaður í Hafnarsamlagi Norðurlands.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun