Ekki viss um að Messi verði í byrjunarliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2023 13:01 Lionel Messi veifar til áhorfanda þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Inter Miami -. AP/Rebecca Blackwell Lionel Messi spilar sinn fyrsta leik með Inter Miami annað kvöld en það er þó ekki öruggt að argentínski snillingurinn byrji leikinn. Tata Martino, þjálfari Inter Miami, sagði að Messi yrði líklega ekki í byrjunarliðinu en að hann myndi frá mínútur í leiknum sem er deildabikarleikur á móti Cruz Azul. Martino var að ræða bæði Messi og Sergio Busquets sem mun líka spila sinn fyrsta leik með liðinu. Lionel Messi and Sergio Busquets are all smiles in their first Inter Miami training session pic.twitter.com/xvXW1syB6O— ESPN FC (@ESPNFC) July 18, 2023 „Miðað við það sem ég hef séð hingað til þá eru þeir klárir í leikinn og fyrsti leikurinn þeirra verður líklega á föstudaginn,“ sagði Tata Martino við ESPN Fútbol 12 í Argentínu. ESPN segir frá. „Það á eftir að koma í ljós hvort hann byrji leikinn eða komi inn á í hálfleik. Við erum ekki búnir að taka þá ákvörðun ennþá. Eins og ég sé það þá munu Leo og Busi geta spilað í þessum leik,“ sagði Martino. Messi og Busquets mættu á sína fyrstu æfingu á þriðjudaginn. Messi skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning sem færir honum á bilinu 50 til 60 milljónir Bandaríkjadala á ári eða á bilinu 6,6 til 7,9 milljarða íslenskra króna. Verðið á miðum á leikinn hefur rokið upp eftir að fréttist að þetta yrði fyrsti leikur Messi og það er því mikil pressa á að hann byrji þennan leik. Það er líka ljóst að Inter Miami liðið þarf á hjálp að halda. Liðið hefur ekki unnið leik í MLS-deildinni í tvo mánuði en síðasti sigurinn var á móti New England Revolution 13. maí. Það þyrfti einhvern ótrúlegan endasprett til að koma liðinu í úrslitakeppnina. Leikurinn annað kvöld er hluti af deildabikar á milli liða úr bandarísku deildinni og deildinni í Mexíkó. Mótherjarnir í Cruz Azul hafa ekki byrjað vel og þetta er því kjörið tækifæri fyrir Inter Miami að koma sér í gang. Gerardo Tata Martino en @TyCSports: Leo Messi y Sergio Busquets van a jugar el viernes. No sé si de arranque. Lo primero que quiero es que sumen entrenamientos.Jordi Alba fue papá hoy y por eso va a llegar en los próximos días . pic.twitter.com/BDcAhHs7QX— Gastón Edul (@gastonedul) July 19, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Tata Martino, þjálfari Inter Miami, sagði að Messi yrði líklega ekki í byrjunarliðinu en að hann myndi frá mínútur í leiknum sem er deildabikarleikur á móti Cruz Azul. Martino var að ræða bæði Messi og Sergio Busquets sem mun líka spila sinn fyrsta leik með liðinu. Lionel Messi and Sergio Busquets are all smiles in their first Inter Miami training session pic.twitter.com/xvXW1syB6O— ESPN FC (@ESPNFC) July 18, 2023 „Miðað við það sem ég hef séð hingað til þá eru þeir klárir í leikinn og fyrsti leikurinn þeirra verður líklega á föstudaginn,“ sagði Tata Martino við ESPN Fútbol 12 í Argentínu. ESPN segir frá. „Það á eftir að koma í ljós hvort hann byrji leikinn eða komi inn á í hálfleik. Við erum ekki búnir að taka þá ákvörðun ennþá. Eins og ég sé það þá munu Leo og Busi geta spilað í þessum leik,“ sagði Martino. Messi og Busquets mættu á sína fyrstu æfingu á þriðjudaginn. Messi skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning sem færir honum á bilinu 50 til 60 milljónir Bandaríkjadala á ári eða á bilinu 6,6 til 7,9 milljarða íslenskra króna. Verðið á miðum á leikinn hefur rokið upp eftir að fréttist að þetta yrði fyrsti leikur Messi og það er því mikil pressa á að hann byrji þennan leik. Það er líka ljóst að Inter Miami liðið þarf á hjálp að halda. Liðið hefur ekki unnið leik í MLS-deildinni í tvo mánuði en síðasti sigurinn var á móti New England Revolution 13. maí. Það þyrfti einhvern ótrúlegan endasprett til að koma liðinu í úrslitakeppnina. Leikurinn annað kvöld er hluti af deildabikar á milli liða úr bandarísku deildinni og deildinni í Mexíkó. Mótherjarnir í Cruz Azul hafa ekki byrjað vel og þetta er því kjörið tækifæri fyrir Inter Miami að koma sér í gang. Gerardo Tata Martino en @TyCSports: Leo Messi y Sergio Busquets van a jugar el viernes. No sé si de arranque. Lo primero que quiero es que sumen entrenamientos.Jordi Alba fue papá hoy y por eso va a llegar en los próximos días . pic.twitter.com/BDcAhHs7QX— Gastón Edul (@gastonedul) July 19, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira