Byrjaðir að nota klasasprengjur Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2023 14:10 Lögregluþjónar virða fyrir sér brak úr eldflaugum sem Rússar skutu að Karkívborg í fyrra. Margar af þessum eldflaugum báru klasasprengjur. AP/Libkos Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. Heimildarmenn Washington Post í Úkraínu, segja að til að byrja með séu sprengjurnar notaðar til að veikja umfangsmiklar varnir Rússa í suðri en Úkraínumenn hafa átt erfitt með að sækja fram vegna þessara varna. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 123 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar en Úkraínumenn segjast ætla að reyna að takmarka þau áhrif sem sprengjurnar gætu haft á óbreytta borgara. Sjá einnig: Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Úkraínumenn hafa lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá bakhjörlum sínum. Auk þess að þeir noti þær í átökunum í suðurhluta landsins, þar sem Úkraínumenn reyna að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa, er einnig talið að þær verði notaðar við rústir borgarinnar Bakhmut. Þar hafa Úkraínumenn náð nokkrum árangri á útjöðrum borgarinnar og segjast þeir færast nær því að umkringja rússneska hermenn þar. Gífurlega umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst úkraínskum hermönnum mjög erfið. Þyrlur og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum hafa einnig komið mjög niður á sókn Úkraínumanna. Því hafa Úkraínumenn breytt um stefnu og ætla þeir að reyna að vinna hægt og rólega að því að veikja varnir Rússa með stórskotaliðsárásum á skotgrafir þeirra, og eld- og stýriflaugaárásum á birgðanet Rússa og stjórnstöðvar. Með því að nota klasasprengjur geta Úkraínumenn haldið þrýstingi á Rússa mun lengur en þeir gætu án þeirra. Reyna að auka sjálfbærni Úkraínumanna Úkraínumenn hafa fengið mikið magn bryn- og skriðdreka frá bakhjörlum sínum. Eðli málsins samkvæmt hafa Rússar grandað eða skemmt marga af þeim. Það hefur reynst flókið fyrir úkraníska hermenn að halda utan um viðhald á þessum farartækjum, sem koma frá mörgum ríkjum. Þar af leiðandi þurfa Úkraínumenn að eiga margskonar varahluti og viðgerðarbæklingar eru ekki endilega til á úkraínsku, auk annarra vandamála. Skemmist bryn- og skriðdrekar mikið hafa Úkraínumenn þurft að flytja þá til Póllands, Tékklands eða jafnvel til Þýskalands. Þá hafa Úkraínumenn einnig kvartað yfir því að hergögn sem þeir hafa fengið frá bakhjörlum sínum hafi ekki verið í nothæfu ástandi þegar þau berast til Úkraínu. Aukin áhersla hefur verið sett í reyna að auka sjálfbærni Úkraínumanna og auðvelda þeim þessar viðgerðir svo hægt sé að koma skemmdum bryn- og skriðdrekum aftur á víglínurnar eins fljótt og auðið er. Pólverjar, Bandaríkjamenn og Bretar leiða 22 þjóða hóp sem reynir að halda utan um viðhald úkraínskra hergagna. Það hefur þó reynst erfitt, samkvæmt frétt Politico. Pólverjar og Þjóðverjar ætluðu í sameiningu að reisa viðgerðarstöð fyrir Leopard skriðdreka í Póllandi en viðræður þar að lútandi féllu niður vegna deilna um kostnað. Á meðan sitja skemmdir skriðdrekar fastir í Póllandi en nú stendur til að reyna að gera við þá í Þýskalandi og í Litháen, eftir einhvern tíma. Bandaríkjamenn hafa samkvæmt Politico þýtt rúmlega 700 viðgerðarbæklinga og leitað til vopnaframleiðenda eftir gögnum og upplýsingum um vopn og hergögn. Þá er einnig unnið að því að auka hergagnaframleiðslu á Vesturlöndum og þá sérstaklega á skotfærum fyrir stórskotalið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Rússland Tengdar fréttir Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. 19. júlí 2023 11:29 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Heimildarmenn Washington Post í Úkraínu, segja að til að byrja með séu sprengjurnar notaðar til að veikja umfangsmiklar varnir Rússa í suðri en Úkraínumenn hafa átt erfitt með að sækja fram vegna þessara varna. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 123 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar en Úkraínumenn segjast ætla að reyna að takmarka þau áhrif sem sprengjurnar gætu haft á óbreytta borgara. Sjá einnig: Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Úkraínumenn hafa lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá bakhjörlum sínum. Auk þess að þeir noti þær í átökunum í suðurhluta landsins, þar sem Úkraínumenn reyna að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa, er einnig talið að þær verði notaðar við rústir borgarinnar Bakhmut. Þar hafa Úkraínumenn náð nokkrum árangri á útjöðrum borgarinnar og segjast þeir færast nær því að umkringja rússneska hermenn þar. Gífurlega umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst úkraínskum hermönnum mjög erfið. Þyrlur og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum hafa einnig komið mjög niður á sókn Úkraínumanna. Því hafa Úkraínumenn breytt um stefnu og ætla þeir að reyna að vinna hægt og rólega að því að veikja varnir Rússa með stórskotaliðsárásum á skotgrafir þeirra, og eld- og stýriflaugaárásum á birgðanet Rússa og stjórnstöðvar. Með því að nota klasasprengjur geta Úkraínumenn haldið þrýstingi á Rússa mun lengur en þeir gætu án þeirra. Reyna að auka sjálfbærni Úkraínumanna Úkraínumenn hafa fengið mikið magn bryn- og skriðdreka frá bakhjörlum sínum. Eðli málsins samkvæmt hafa Rússar grandað eða skemmt marga af þeim. Það hefur reynst flókið fyrir úkraníska hermenn að halda utan um viðhald á þessum farartækjum, sem koma frá mörgum ríkjum. Þar af leiðandi þurfa Úkraínumenn að eiga margskonar varahluti og viðgerðarbæklingar eru ekki endilega til á úkraínsku, auk annarra vandamála. Skemmist bryn- og skriðdrekar mikið hafa Úkraínumenn þurft að flytja þá til Póllands, Tékklands eða jafnvel til Þýskalands. Þá hafa Úkraínumenn einnig kvartað yfir því að hergögn sem þeir hafa fengið frá bakhjörlum sínum hafi ekki verið í nothæfu ástandi þegar þau berast til Úkraínu. Aukin áhersla hefur verið sett í reyna að auka sjálfbærni Úkraínumanna og auðvelda þeim þessar viðgerðir svo hægt sé að koma skemmdum bryn- og skriðdrekum aftur á víglínurnar eins fljótt og auðið er. Pólverjar, Bandaríkjamenn og Bretar leiða 22 þjóða hóp sem reynir að halda utan um viðhald úkraínskra hergagna. Það hefur þó reynst erfitt, samkvæmt frétt Politico. Pólverjar og Þjóðverjar ætluðu í sameiningu að reisa viðgerðarstöð fyrir Leopard skriðdreka í Póllandi en viðræður þar að lútandi féllu niður vegna deilna um kostnað. Á meðan sitja skemmdir skriðdrekar fastir í Póllandi en nú stendur til að reyna að gera við þá í Þýskalandi og í Litháen, eftir einhvern tíma. Bandaríkjamenn hafa samkvæmt Politico þýtt rúmlega 700 viðgerðarbæklinga og leitað til vopnaframleiðenda eftir gögnum og upplýsingum um vopn og hergögn. Þá er einnig unnið að því að auka hergagnaframleiðslu á Vesturlöndum og þá sérstaklega á skotfærum fyrir stórskotalið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Rússland Tengdar fréttir Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. 19. júlí 2023 11:29 „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54
Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. 19. júlí 2023 11:29
„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21