„Bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júlí 2023 21:00 Framkvæmdastjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að svo stöddu en framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla fagnar henni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem telur Hreyfli hafa verið óheimilt að heimila ekki bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. Framkvæmdastjórinn segir bæði Hopp og leigubílstjóra hafa orðið fyrir tekjumissi vegna þessa. Framkvæmdastjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. „Þessi niðurstaða styrkir það sem við trúum á og sýnir að við höfum túlkað löggjöfina rétt frá upphafi,“ segir Sæunn Ósk Unnsteindóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla, í samtali við Vísi. Hún segir ljóst að nýrri löggjöf hafi verið ætlað að auka á nýsköpun og þróun á leigubílamarkaði hérlendis. Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir í skriflegu svari til Vísis að hann muni ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Hann hyggst fara yfir úrskurð Samkeppniseftirlitsins með stjórn Hreyfils og lögmönnum fyrirtækisins. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla.Vísir/Vilhelm Segist engan veginn anna eftirspurn Sæunn segir að Hopp appið, þar sem hægt hefur verið að panta sér leigubíla í rúman mánuð, sé farveita en ekki leigubílastöð. Hún megi vera starfandi og ekkert í nýjum lögum sem bindi leigubílstjóra við eitt fyrirtæki. „Þau voru sett fram til að auka tekjur og auka möguleika leigubílstjóra. Við erum ekki að gera neitt annað en það. Við erum að bjóða upp á tækni sem á að gera þessa þjónustu enn betri. Því að þetta er almenningsþjónusta sem skiptir okkur öll máli og er gríðarlega mikilvæg.“ Sæunn segir ljóst að Hopp Leigubílar hafi orðið fyrir tekjumissi vegna ákvörðunar Hreyfils. „Ekki bara það heldur hafa bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi. Við erum engan veginn að anna eftirspurn, okkur vantar fleiri bílstjóra,“ segir Sæunn. „Það er bara gríðarlegt ójafnvægi á þessum markaði og við því miður náum ekki að koma markaðnum á jafnvægi á einni nóttu. En það tekur okkur enn lengri tíma þegar markaðurinn sjálfur hamlar þróun og nýsköpun. Það er ekkert annað en það.“ Leigubílar Neytendur Samgöngur Tækni Samkeppnismál Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
„Þessi niðurstaða styrkir það sem við trúum á og sýnir að við höfum túlkað löggjöfina rétt frá upphafi,“ segir Sæunn Ósk Unnsteindóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla, í samtali við Vísi. Hún segir ljóst að nýrri löggjöf hafi verið ætlað að auka á nýsköpun og þróun á leigubílamarkaði hérlendis. Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir í skriflegu svari til Vísis að hann muni ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Hann hyggst fara yfir úrskurð Samkeppniseftirlitsins með stjórn Hreyfils og lögmönnum fyrirtækisins. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla.Vísir/Vilhelm Segist engan veginn anna eftirspurn Sæunn segir að Hopp appið, þar sem hægt hefur verið að panta sér leigubíla í rúman mánuð, sé farveita en ekki leigubílastöð. Hún megi vera starfandi og ekkert í nýjum lögum sem bindi leigubílstjóra við eitt fyrirtæki. „Þau voru sett fram til að auka tekjur og auka möguleika leigubílstjóra. Við erum ekki að gera neitt annað en það. Við erum að bjóða upp á tækni sem á að gera þessa þjónustu enn betri. Því að þetta er almenningsþjónusta sem skiptir okkur öll máli og er gríðarlega mikilvæg.“ Sæunn segir ljóst að Hopp Leigubílar hafi orðið fyrir tekjumissi vegna ákvörðunar Hreyfils. „Ekki bara það heldur hafa bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi. Við erum engan veginn að anna eftirspurn, okkur vantar fleiri bílstjóra,“ segir Sæunn. „Það er bara gríðarlegt ójafnvægi á þessum markaði og við því miður náum ekki að koma markaðnum á jafnvægi á einni nóttu. En það tekur okkur enn lengri tíma þegar markaðurinn sjálfur hamlar þróun og nýsköpun. Það er ekkert annað en það.“
Leigubílar Neytendur Samgöngur Tækni Samkeppnismál Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira