Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júlí 2023 23:31 Ættingjar Travis King segjast hafa miklar áhyggjur af honum. Hann er talinn hafa hlaupið yfir landamærin til Norður-Kóreu. EPA-EFE/JEON HEON-KYUN Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. Hermaðurinn, Travis King, var handsamaður þar sem hann var staddur í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði Norður-og Suður-Kóreu í þorpinu Panmunjom við landamæri ríkjanna tveggja síðastliðinn þriðjudag. „Pentagon hefur reynt að ná sambandi við yfirvöld í Norður-Kóreu. Eftir því sem ég kemst næst hefur þeim tilraunum ekki verið svarað,“ hefur breski miðillinn Guardian eftir Matthew Miller, talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Miller segir bandarísk yfirvöld nú vinna að því að nálgast upplýsingar um líðan hermannsins, né hvar hann sé niðurkominn. Hermanninn ætluðu bandarísk yfirvöld sér að flytja af landi brott og átti hann að vera á leið á flugvöllinn þegar í ljós kom að hann var ekki þar, heldur hafði hann laumað sér í kynningarferð til Panmunjom. Átti að fara til Bandaríkjanna Ástæða þess að flytja átti King úr landi var sú að hann hafði setið í fangelsi í Suður-Kóreu vegna líkamsárásar og skemmdir á lögreglubíl. Til stóð að svipta King titlum sínum í bandaríska hernum og þá beið hans frekari refsing heima fyrir. Vitni hafa sagt að King hafi hlaupið sjálfviljugur yfir landamærin til Norður-Kóreu þar sem hann var staddur í kynningarferðinni. Þetta hefur þó ekki tekist að fá staðfest að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Miðillinn hefur eftir Christine Wormuth, hermálaráðherra Bandaríkjanna, að King hafi að öllum líkindum ekki verið á góðum stað andlega þegar hann hafi farið yfir landamærin. Mál hans hafi tekið á hann. „Það getur verið að hann hafi ekki hugsað málin til enda, án þess að við vitum nokkuð um það. Það veldur mér miklum áhyggjum að hann sé í höndum Norður-Kóreumanna. Ég óttast það hvernig þeir munu koma fram við hann.“ Fyrsti Bandaríkjamaðurinn í haldi í fimm ár Enginn Bandaríkjamaður hefur verið í haldi Norður-Kóreumanna síðan að þau slepptu Bruce Byron Lowrance árið 2018. Undanfarna áratugi hafa Norður-Kóreumenn reglulega haft bandaríska ríkisborgara í haldi. Þá voru dæmi um það í kalda stríðinu að bandarískir hermenn færu yfir landamærin til Norður-Kóreu sjálfviljugir. Voru þeir síðar notaðir í norður-kóreskum áróðursmyndum. Guardian hefur eftir Leif-Eric Easley, prófessor við Ewha háskóla í Seoul í Suður-Kóreu, að norður-kóresk yfirvöld muni að öllum líkindum ekki sleppa takinu af King svo glatt. Þeirra bíði hinsvegar hörð viðurlög haldi þau honum til lengri tíma og ólíklegt að þau telji það sér í hag til eilífðarnóns. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Hermaðurinn, Travis King, var handsamaður þar sem hann var staddur í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði Norður-og Suður-Kóreu í þorpinu Panmunjom við landamæri ríkjanna tveggja síðastliðinn þriðjudag. „Pentagon hefur reynt að ná sambandi við yfirvöld í Norður-Kóreu. Eftir því sem ég kemst næst hefur þeim tilraunum ekki verið svarað,“ hefur breski miðillinn Guardian eftir Matthew Miller, talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Miller segir bandarísk yfirvöld nú vinna að því að nálgast upplýsingar um líðan hermannsins, né hvar hann sé niðurkominn. Hermanninn ætluðu bandarísk yfirvöld sér að flytja af landi brott og átti hann að vera á leið á flugvöllinn þegar í ljós kom að hann var ekki þar, heldur hafði hann laumað sér í kynningarferð til Panmunjom. Átti að fara til Bandaríkjanna Ástæða þess að flytja átti King úr landi var sú að hann hafði setið í fangelsi í Suður-Kóreu vegna líkamsárásar og skemmdir á lögreglubíl. Til stóð að svipta King titlum sínum í bandaríska hernum og þá beið hans frekari refsing heima fyrir. Vitni hafa sagt að King hafi hlaupið sjálfviljugur yfir landamærin til Norður-Kóreu þar sem hann var staddur í kynningarferðinni. Þetta hefur þó ekki tekist að fá staðfest að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Miðillinn hefur eftir Christine Wormuth, hermálaráðherra Bandaríkjanna, að King hafi að öllum líkindum ekki verið á góðum stað andlega þegar hann hafi farið yfir landamærin. Mál hans hafi tekið á hann. „Það getur verið að hann hafi ekki hugsað málin til enda, án þess að við vitum nokkuð um það. Það veldur mér miklum áhyggjum að hann sé í höndum Norður-Kóreumanna. Ég óttast það hvernig þeir munu koma fram við hann.“ Fyrsti Bandaríkjamaðurinn í haldi í fimm ár Enginn Bandaríkjamaður hefur verið í haldi Norður-Kóreumanna síðan að þau slepptu Bruce Byron Lowrance árið 2018. Undanfarna áratugi hafa Norður-Kóreumenn reglulega haft bandaríska ríkisborgara í haldi. Þá voru dæmi um það í kalda stríðinu að bandarískir hermenn færu yfir landamærin til Norður-Kóreu sjálfviljugir. Voru þeir síðar notaðir í norður-kóreskum áróðursmyndum. Guardian hefur eftir Leif-Eric Easley, prófessor við Ewha háskóla í Seoul í Suður-Kóreu, að norður-kóresk yfirvöld muni að öllum líkindum ekki sleppa takinu af King svo glatt. Þeirra bíði hinsvegar hörð viðurlög haldi þau honum til lengri tíma og ólíklegt að þau telji það sér í hag til eilífðarnóns.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira