Margir muna eftir tívolíinu í Hveragerði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. júlí 2023 09:01 Klessubílarnir í Hveragerði nutu mikilla vinsælda. Brunamálastofnun ríkisins „Ferðatívolíin,sem hér hafa verið starfrækt undanfarinsumur hafa flest snúið aftur til meginlandsins með farfuglunum á haustin.Nú skal hér verða breyting á. Við Íslendingar munum bráðlega eignast aftur okkar eigið tívolí. Fyrirtækið Kaupland sf., sem rak tívolí á Melavellinum sl. sumar, og veitingahúsið Eden í Hveragerði hafa í sameiningu ákveðið að reisa tívolí sem á að hafa aðseturí Hveragerði til frambúðar.“ Þannig hófst grein sem birtist í DV þann 12. mars 1985 en nokkrum mánuðum síðar var tívolíið í Hveragerði opnað. Það var um árabil sívinsæll áfangastaður barnafjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandsundirlendinu. „Við hyggjumst reisa þarna skemmtigarð þar sem ungir og aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tækin sem notuð voru í tívoíinu á Melavellinum í fyrra, eru í okkar eigu og byrjum við á að koma þeim upp,“ sagði Sigurður Kárason í samtali við DV á sínum tíma, en hann var einn eigenda Kauplands sf. sem stóð að opnun tívolísins. Tívolí sem starfrækt hafði verið í Vatnsmýrinni í Reykjavík var lokað árið 1960. Íslendingar höfðu því ekki átt sitt eigið tívolí í rúman aldarfjórðung. Árið 1987 var byggt yfir tívolíið, stór bygging með límtrésbitum og plastklæðningu, alls sex þúsund fermetrar að stærð. Í tívolíinu voru ýmis tæki, t.d. gokart-bílar, kolkrabbi, þeytivinda (Round-up), klessubílar, slöngubátar, skotbakkar og fleira. Það sama ár tók Ólafur H. Ragnarsson við rekstrinum og sá um hann um reksturinn alveg þar til tívolíið lokaði árið 1994. Eftirfarandi ljósmyndir eru úr skjalasafni Brunamálastofnunar ríkisins (ÞÍ. Brunamálastofnun ríkisins. 2018/1) og munu eflaust vekja upp ánægjulegar minningar hjá mörgum. Byggt var yfir tívolíð tæpu ári eftir opnun.Brunamálastofnun ríkisins Tívolíið var rúmlega sex þúsund fermetrar að stærð.Brunamálastofnun ríkisins Hægt var að freistast þess að vinna bangsa eða aðra skemmtilega muni.Brunamálastofnun ríkisins Klessubílarnir voru sívinsælir.Brunamálastofnun ríkisins Ófáir Íslendingar minnast tívolísins með hlýju.Brunamálatofnun ríkisins. Hringekjan í tívolíinu.Brunamálastofnun ríkisins Einu sinni var... Börn og uppeldi Hveragerði Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Þannig hófst grein sem birtist í DV þann 12. mars 1985 en nokkrum mánuðum síðar var tívolíið í Hveragerði opnað. Það var um árabil sívinsæll áfangastaður barnafjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandsundirlendinu. „Við hyggjumst reisa þarna skemmtigarð þar sem ungir og aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tækin sem notuð voru í tívoíinu á Melavellinum í fyrra, eru í okkar eigu og byrjum við á að koma þeim upp,“ sagði Sigurður Kárason í samtali við DV á sínum tíma, en hann var einn eigenda Kauplands sf. sem stóð að opnun tívolísins. Tívolí sem starfrækt hafði verið í Vatnsmýrinni í Reykjavík var lokað árið 1960. Íslendingar höfðu því ekki átt sitt eigið tívolí í rúman aldarfjórðung. Árið 1987 var byggt yfir tívolíið, stór bygging með límtrésbitum og plastklæðningu, alls sex þúsund fermetrar að stærð. Í tívolíinu voru ýmis tæki, t.d. gokart-bílar, kolkrabbi, þeytivinda (Round-up), klessubílar, slöngubátar, skotbakkar og fleira. Það sama ár tók Ólafur H. Ragnarsson við rekstrinum og sá um hann um reksturinn alveg þar til tívolíið lokaði árið 1994. Eftirfarandi ljósmyndir eru úr skjalasafni Brunamálastofnunar ríkisins (ÞÍ. Brunamálastofnun ríkisins. 2018/1) og munu eflaust vekja upp ánægjulegar minningar hjá mörgum. Byggt var yfir tívolíð tæpu ári eftir opnun.Brunamálastofnun ríkisins Tívolíið var rúmlega sex þúsund fermetrar að stærð.Brunamálastofnun ríkisins Hægt var að freistast þess að vinna bangsa eða aðra skemmtilega muni.Brunamálastofnun ríkisins Klessubílarnir voru sívinsælir.Brunamálastofnun ríkisins Ófáir Íslendingar minnast tívolísins með hlýju.Brunamálatofnun ríkisins. Hringekjan í tívolíinu.Brunamálastofnun ríkisins
Einu sinni var... Börn og uppeldi Hveragerði Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira