Íslenskt Oppenheimer Castro-fíaskó: Skondin tengsl Íslands við Oppenheimer Nökkvi Dan Elliðason skrifar 23. júlí 2023 16:00 „Nú er ég Dauðinn, eyðingarafl heimsins.“ Þetta er það sem kom upp í huga Dr. Robert Oppenheimer föður kjarnorkusprengjunnar þegar hann áttaði sig á því að honum hafði tekist að útbúa hættulegasta vopn mannkynssögunnar. Heimurinn hefur beðið í ofvæni eftir útgáfu nýjustu kvikmyndar Christopher Nolan, "Oppenheimer". Myndin dregur endurnýjaða athygli að sögu föður kjarnorkusprengjunnar en fyrir íslenska þjóð má einnig rifja upp bráðfyndið atvik sem tengist sögu Oppenheimer og listaverki ERRÓ. Árið 1967 á eftirbyltingartíma Kúbu, ferðaðist ERRÓ þangað af frumkvæði hins umdeilda fyrrverandi þjóðarleiðtoga landsins, Fidel Castro. ERRÓ var einn 80 listamanna sem boðinn var þátttaka í samvinnu-vegglistaverki til heiðurs kúbönsku byltingarinnar og þjóðar. Samvinnuverkið var engin smásmíði en hverjum listamanni var úthlutað 8 x 10 metrum til listsköpunar. Það kemur ekki á óvart að ERRÓ fékk pláss í aflmiðju verksins. Á þessum tíma var ERRÓ heltekinn af hugmyndum um skrímsli en á veggpláss sitt málaðiERRÓ mynd af René Barrientos, forseta Bólivíu sem skrímsli. Þegar listamennirnir höfðu lokið listsköpuninni gat ERRÓ slappað af í Kúbu þar sem hann meðal annars fékk áhuga á vindlum og spilaði körfubolta með Fidel Castro sjálfum. Aðdáun ERRÓ á Castro og kúbönsku þjóðinni minnkaði ekki í kjölfar ferðarinnar enda koma áhrif ferðarinnar glöggt fram í nokkrum málverkum hans. Það er hér sem tengsl ERRÓ við sögu Oppenheimer kemur fram. Eftir að listamennirnir voru farnir frá Kúbu gáfu kúbönsk póstyfirvöld út röð frímerkja með málverkum flestra þeirra sem tóku þátt í að mála vegginn góða. Frá ERRÓ fengu kúbönsk yfirvöld, verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“. Verkið vísar til þess hvernig Bandaríkjamenn niðurlægðu Dr. Robert Oppenheimer vegna þess að þeir töldu hann hættulega vinstrisinnaðan. Þrátt fyrir framlög Oppenheimer til vísindanna hafði niðurlægingin mikil áhrif á mannorð og starf hans. Einstaklega vinstri sinnaðri Kúbuþjóð leist vel á þessa mynd eftir ERRÓ og settu hana á frímerki án umhugsunar. Póstyfirvöld í Kúbu hefðu e.t.v. þurft að gefa sér örlítið meiri tíma til þess að skoða verkið, því efst í hægra horni verksins var örlítil vangamynd af Fidel Castro. Það væri nú ekki frásögufærandi nema af því að árum áður hafði Castro sett strangt bann við því að birtar yrðu myndir af honum á frímerkjum. Því er eina kúbanska frímerkið með mynd af Castro verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“ eftir ERRÓ. Svo, þegar við förum í kvikmyndahús næstu daga til að horfa á "Oppenheimer," skulum við ekki gleyma íslensku tengslum okkar við söguna - hæðna og hlátursvekjandi Erró Oppenheimer stimpilóhappið. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Myndlist Kúba Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
„Nú er ég Dauðinn, eyðingarafl heimsins.“ Þetta er það sem kom upp í huga Dr. Robert Oppenheimer föður kjarnorkusprengjunnar þegar hann áttaði sig á því að honum hafði tekist að útbúa hættulegasta vopn mannkynssögunnar. Heimurinn hefur beðið í ofvæni eftir útgáfu nýjustu kvikmyndar Christopher Nolan, "Oppenheimer". Myndin dregur endurnýjaða athygli að sögu föður kjarnorkusprengjunnar en fyrir íslenska þjóð má einnig rifja upp bráðfyndið atvik sem tengist sögu Oppenheimer og listaverki ERRÓ. Árið 1967 á eftirbyltingartíma Kúbu, ferðaðist ERRÓ þangað af frumkvæði hins umdeilda fyrrverandi þjóðarleiðtoga landsins, Fidel Castro. ERRÓ var einn 80 listamanna sem boðinn var þátttaka í samvinnu-vegglistaverki til heiðurs kúbönsku byltingarinnar og þjóðar. Samvinnuverkið var engin smásmíði en hverjum listamanni var úthlutað 8 x 10 metrum til listsköpunar. Það kemur ekki á óvart að ERRÓ fékk pláss í aflmiðju verksins. Á þessum tíma var ERRÓ heltekinn af hugmyndum um skrímsli en á veggpláss sitt málaðiERRÓ mynd af René Barrientos, forseta Bólivíu sem skrímsli. Þegar listamennirnir höfðu lokið listsköpuninni gat ERRÓ slappað af í Kúbu þar sem hann meðal annars fékk áhuga á vindlum og spilaði körfubolta með Fidel Castro sjálfum. Aðdáun ERRÓ á Castro og kúbönsku þjóðinni minnkaði ekki í kjölfar ferðarinnar enda koma áhrif ferðarinnar glöggt fram í nokkrum málverkum hans. Það er hér sem tengsl ERRÓ við sögu Oppenheimer kemur fram. Eftir að listamennirnir voru farnir frá Kúbu gáfu kúbönsk póstyfirvöld út röð frímerkja með málverkum flestra þeirra sem tóku þátt í að mála vegginn góða. Frá ERRÓ fengu kúbönsk yfirvöld, verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“. Verkið vísar til þess hvernig Bandaríkjamenn niðurlægðu Dr. Robert Oppenheimer vegna þess að þeir töldu hann hættulega vinstrisinnaðan. Þrátt fyrir framlög Oppenheimer til vísindanna hafði niðurlægingin mikil áhrif á mannorð og starf hans. Einstaklega vinstri sinnaðri Kúbuþjóð leist vel á þessa mynd eftir ERRÓ og settu hana á frímerki án umhugsunar. Póstyfirvöld í Kúbu hefðu e.t.v. þurft að gefa sér örlítið meiri tíma til þess að skoða verkið, því efst í hægra horni verksins var örlítil vangamynd af Fidel Castro. Það væri nú ekki frásögufærandi nema af því að árum áður hafði Castro sett strangt bann við því að birtar yrðu myndir af honum á frímerkjum. Því er eina kúbanska frímerkið með mynd af Castro verkið „Oppenheimer-skýrslurnar“ eftir ERRÓ. Svo, þegar við förum í kvikmyndahús næstu daga til að horfa á "Oppenheimer," skulum við ekki gleyma íslensku tengslum okkar við söguna - hæðna og hlátursvekjandi Erró Oppenheimer stimpilóhappið. Höfundur er stærðfræðingur.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun