Kynjahlutföllum snúið við í flugturninum á Akureyri Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júlí 2023 07:27 Inga Dís Júlíusdóttir, flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli. Egill Aðalsteinsson Konur hafa tekið yfir flugturninn á Akureyri. Karlar eru þar orðinn minnihlutahópur og telja aðeins þriðjung flugumferðarstjóra fyrir norðan. Í fréttum Stöðvar 2 var flugturninn á Akureyrarflugvelli heimsóttur. Inga Dís Júlíusdóttir var á vaktinni og nýbúin að gefa flugvél Icelandair heimild til flugtaks. Hún í hópi nokkurra kvenna sem starfa sem flugumferðarstjórar á Akureyri. Sú var tíð að talað var um karlana uppi í turni. Það er sko aldeilis ekki viðeigandi á flugvellinum á Akureyri. Konur eru fjórar af sex flugumferðarstjórum. „Við erum búnar að snúa þessu við hérna,“ segir Inga Dís. Og þær eru allar að norðan. „Allavega af svæðinu hér í kringum Akureyri.“ Frá flughlaðinu á Akureyrarflugvelli.Egill Aðalsteinsson Hún er sjálf Akureyringur og segir það hafa verið tilviljun að hún sótti um nám í flugumferðarstjórn. Fór í gegnum langt og strangt inntökuferli og var svo í tólf manna hópi sem að lokum var tekinn inn. Eftir það segir hún að ekki hafi verið aftur snúið. Inga Dís vann áður í þrettán ár í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli en flutti nýlega aftur norður á heimaslóðir. Hún segir að miklu hafi ráðið að stuðningsnetið var fyrir norðan, foreldrar og systkini. Það er komið útkall í sjúkraflug, vél Mýflugs er rennt út úr flugskýli. Sjúkraflugvélin er í forgangi og það er ákveðið að hún aki ekki út á flugbrautarenda heldur hefji flugtaksbrun á miðri braut. Sjúkraflugvél Mýflugs í forgangi fær heimild flugumferðarstjórans til að hefja flugtaksbrun á miðri flugbraut.Egill Aðalsteinsson Við spyrjum hvort það sé annars rólegt starf að vera í turninum á Akureyri. „Hér getur verið rólegt og hér getur verið alveg brjálað að gera. Við stöndum ein í vinnustöðu allan daginn. Þannig að ef það er mikið að gera er álagið vissulega mikið.“ Og starfið geti verið krefjandi. „Það er aldrei þægileg tilfinning þegar einhver kallar út neyð og þú heyrir stressið í röddinni á viðkomandi. En þú vinnur bara þína vinnu, eins og þú átt að gera.“ En starfið sé einnig gefandi. „Númer eitt, tvö og þrjú að koma vélum með öruggum hætti frá stað A til B í samstarfi við aðra flugumferðarstjóra. Það er í rauninni það sem það gengur út á,“ segir Inga Dís Júlíusdóttir, flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Jafnréttismál Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. 25. júní 2023 21:56 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleytið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53 Vél á leið til Ísafjarðar þurfti að snúa við vegna bilunar Flugvél á vegum Mýflugs þurfti snúa við er hún var á leið til Ísafjarðar vegna tæknilegra örðugleika. Vélin lenti heilu og höldnu á Akureyrarflugvelli en hættustig var virkjað á vellinum vegna atviksins. Þrír voru um borð í vélinni. 22. desember 2022 18:33 250 manna flugslysaæfing á Akureyri Fjölmargir tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Akureyrarflugvelli í gær. Líkt var eftir því að farþegaflugvél hafi bilað og rekist á aðra vél á flugbrautinni. 16. október 2022 10:24 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var flugturninn á Akureyrarflugvelli heimsóttur. Inga Dís Júlíusdóttir var á vaktinni og nýbúin að gefa flugvél Icelandair heimild til flugtaks. Hún í hópi nokkurra kvenna sem starfa sem flugumferðarstjórar á Akureyri. Sú var tíð að talað var um karlana uppi í turni. Það er sko aldeilis ekki viðeigandi á flugvellinum á Akureyri. Konur eru fjórar af sex flugumferðarstjórum. „Við erum búnar að snúa þessu við hérna,“ segir Inga Dís. Og þær eru allar að norðan. „Allavega af svæðinu hér í kringum Akureyri.“ Frá flughlaðinu á Akureyrarflugvelli.Egill Aðalsteinsson Hún er sjálf Akureyringur og segir það hafa verið tilviljun að hún sótti um nám í flugumferðarstjórn. Fór í gegnum langt og strangt inntökuferli og var svo í tólf manna hópi sem að lokum var tekinn inn. Eftir það segir hún að ekki hafi verið aftur snúið. Inga Dís vann áður í þrettán ár í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli en flutti nýlega aftur norður á heimaslóðir. Hún segir að miklu hafi ráðið að stuðningsnetið var fyrir norðan, foreldrar og systkini. Það er komið útkall í sjúkraflug, vél Mýflugs er rennt út úr flugskýli. Sjúkraflugvélin er í forgangi og það er ákveðið að hún aki ekki út á flugbrautarenda heldur hefji flugtaksbrun á miðri braut. Sjúkraflugvél Mýflugs í forgangi fær heimild flugumferðarstjórans til að hefja flugtaksbrun á miðri flugbraut.Egill Aðalsteinsson Við spyrjum hvort það sé annars rólegt starf að vera í turninum á Akureyri. „Hér getur verið rólegt og hér getur verið alveg brjálað að gera. Við stöndum ein í vinnustöðu allan daginn. Þannig að ef það er mikið að gera er álagið vissulega mikið.“ Og starfið geti verið krefjandi. „Það er aldrei þægileg tilfinning þegar einhver kallar út neyð og þú heyrir stressið í röddinni á viðkomandi. En þú vinnur bara þína vinnu, eins og þú átt að gera.“ En starfið sé einnig gefandi. „Númer eitt, tvö og þrjú að koma vélum með öruggum hætti frá stað A til B í samstarfi við aðra flugumferðarstjóra. Það er í rauninni það sem það gengur út á,“ segir Inga Dís Júlíusdóttir, flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Jafnréttismál Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. 25. júní 2023 21:56 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleytið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53 Vél á leið til Ísafjarðar þurfti að snúa við vegna bilunar Flugvél á vegum Mýflugs þurfti snúa við er hún var á leið til Ísafjarðar vegna tæknilegra örðugleika. Vélin lenti heilu og höldnu á Akureyrarflugvelli en hættustig var virkjað á vellinum vegna atviksins. Þrír voru um borð í vélinni. 22. desember 2022 18:33 250 manna flugslysaæfing á Akureyri Fjölmargir tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Akureyrarflugvelli í gær. Líkt var eftir því að farþegaflugvél hafi bilað og rekist á aðra vél á flugbrautinni. 16. október 2022 10:24 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. 25. júní 2023 21:56
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31
Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleytið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53
Vél á leið til Ísafjarðar þurfti að snúa við vegna bilunar Flugvél á vegum Mýflugs þurfti snúa við er hún var á leið til Ísafjarðar vegna tæknilegra örðugleika. Vélin lenti heilu og höldnu á Akureyrarflugvelli en hættustig var virkjað á vellinum vegna atviksins. Þrír voru um borð í vélinni. 22. desember 2022 18:33
250 manna flugslysaæfing á Akureyri Fjölmargir tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Akureyrarflugvelli í gær. Líkt var eftir því að farþegaflugvél hafi bilað og rekist á aðra vél á flugbrautinni. 16. október 2022 10:24