Fundu 21 geitungabú í vegg: „Við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni“ Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2023 15:24 Jeff Clemmensen (t.v.) og Daníel Geir Moritz unnu gott dagsverk í gær. Vilborg Stefánsdóttir Íbúi í Neskaupstað auglýsti nýverið eftir einhverjum sem gæti fjarlægt geitungbú af bílskúr hennar. Fráfluttur sonur Neskaupstaðar bauð fram þjónustu sína og fékk aðstoð frá dönskum mjólkurfræðingi. Saman fjarlægðu þeir minnst 21 geitingabú innan úr vegg bílskúrsins. Daníel Geir Moritz, sem er fæddur og uppalinn í Neskaupstað en hefur um árabil búið í Vestmannaeyjum, er fyrir austan þessa dagana þar sem hann er framkvæmdastjóri Franskra daga, sem haldnir eru ár hvert á Fáskrúðsfirði. Rifjaði upp gamla takta Þegar hann var ungur að árum í Neskaupstað setti Daníel á fót garðsláttarfyrirtæki, sem hann segir auðvitað hafa verið nefnt Slá í gegn, og varð fljótt sá sem fargaði geitungabúum fyrir bæjarbúa. „Það var einhvern tímann hringt í bæinn og spurt hver væri að taka geitunga, og þá var bara bent á mig en ég hafði aldrei gert það svo ég veit ekkert af hverju það var. En ég hugsaði að þetta væri bara áskorun og fór og tók þarna bú, alveg skíthræddur af því manni var ekkert vel við þetta. Svo sjóaðist maður í þessu og ég hef ekki tölu á því hversu mörg geitungabú ég hef tekið á lífsleiðinni, en sú tala hækkaði alveg rosalega í gær,“ segir hann í samtali við Vísi. Maðurinn sem setti vöffludeig fyrstur manna í fernu hjálpaði til Daníel ákvað því að bjóða fram þjónustu sína og mætti heim til Vilborgar Stefánsdóttur til þess að hreinsa upp geitungabúið. „Þegar ég kom að bílskúrnum í dag fann ég ekki búið og bað um betri útskýringar. Hvorki þakskyggni né undir skúrnum, kjörnir staðir, höfðu orðið fyrir valinu. Benti hún mér á að Jeff nokkur Clemmensen hefði skygnast um og gæti hringt í mig með frekari lýsingar, sem hann svo og gerði. Við ákváðum að hittast þarna og skoða aðstæður betur,“ segir Daníel í skemmtilegum pistli um gærdaginn á Facebook. Daníel segir að Jeff sé ekki aðstoðarmaður af verri gerðinni. Hann sé danskur mjólkurfræðingur sem búsettur hefur verið í Neskaupstað í áratugi. Hann vinni nú í álverinu á Reyðarfirði en hafi helst unnið það sér til frægðar að finna upp á því að setja vöffludeig í fernur. „Mikill meistari og þúsundþjalasmiður,“ segir hann. Sprautaði vatni inn í vegginn Daníel segir að þeir hafi rifið eina plötu af vegg bílskúrsins og þá hafi þeir fundið stærðarinnar geitungabú, um það bil á stærð við handbolta. Þá hafi Daníel sprautað vatni úr garðslöngu á búið og það dottið niður á jörðina. Því næst hafi hann ákveðið að sprauta vatni inn í vegginn hvoru megin við til þess að gera geitunga, sem þar gætu leynst, óvíga. Það reyndist heillaspor þar sem geitungabú leyndist á bak við hverja einustu fjöl í skúrnum. „Maður var alltaf smá stressaður þegar næsta fjöl var spennt frá, hefði maður ekki komist nógu vel að til þess að sprauta, þá hefði getað verið eitthvað flugnager þarna. En svo bara vannst þetta áfram og við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni, að telja hvað þetta voru mörg bú.“ Lokatalan var 21 bú en Daníel segir að það sé varlega áætlað og ekki sé ólíklegt að þau hafi verið fleiri. Fjarðabyggð Dýr Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Daníel Geir Moritz, sem er fæddur og uppalinn í Neskaupstað en hefur um árabil búið í Vestmannaeyjum, er fyrir austan þessa dagana þar sem hann er framkvæmdastjóri Franskra daga, sem haldnir eru ár hvert á Fáskrúðsfirði. Rifjaði upp gamla takta Þegar hann var ungur að árum í Neskaupstað setti Daníel á fót garðsláttarfyrirtæki, sem hann segir auðvitað hafa verið nefnt Slá í gegn, og varð fljótt sá sem fargaði geitungabúum fyrir bæjarbúa. „Það var einhvern tímann hringt í bæinn og spurt hver væri að taka geitunga, og þá var bara bent á mig en ég hafði aldrei gert það svo ég veit ekkert af hverju það var. En ég hugsaði að þetta væri bara áskorun og fór og tók þarna bú, alveg skíthræddur af því manni var ekkert vel við þetta. Svo sjóaðist maður í þessu og ég hef ekki tölu á því hversu mörg geitungabú ég hef tekið á lífsleiðinni, en sú tala hækkaði alveg rosalega í gær,“ segir hann í samtali við Vísi. Maðurinn sem setti vöffludeig fyrstur manna í fernu hjálpaði til Daníel ákvað því að bjóða fram þjónustu sína og mætti heim til Vilborgar Stefánsdóttur til þess að hreinsa upp geitungabúið. „Þegar ég kom að bílskúrnum í dag fann ég ekki búið og bað um betri útskýringar. Hvorki þakskyggni né undir skúrnum, kjörnir staðir, höfðu orðið fyrir valinu. Benti hún mér á að Jeff nokkur Clemmensen hefði skygnast um og gæti hringt í mig með frekari lýsingar, sem hann svo og gerði. Við ákváðum að hittast þarna og skoða aðstæður betur,“ segir Daníel í skemmtilegum pistli um gærdaginn á Facebook. Daníel segir að Jeff sé ekki aðstoðarmaður af verri gerðinni. Hann sé danskur mjólkurfræðingur sem búsettur hefur verið í Neskaupstað í áratugi. Hann vinni nú í álverinu á Reyðarfirði en hafi helst unnið það sér til frægðar að finna upp á því að setja vöffludeig í fernur. „Mikill meistari og þúsundþjalasmiður,“ segir hann. Sprautaði vatni inn í vegginn Daníel segir að þeir hafi rifið eina plötu af vegg bílskúrsins og þá hafi þeir fundið stærðarinnar geitungabú, um það bil á stærð við handbolta. Þá hafi Daníel sprautað vatni úr garðslöngu á búið og það dottið niður á jörðina. Því næst hafi hann ákveðið að sprauta vatni inn í vegginn hvoru megin við til þess að gera geitunga, sem þar gætu leynst, óvíga. Það reyndist heillaspor þar sem geitungabú leyndist á bak við hverja einustu fjöl í skúrnum. „Maður var alltaf smá stressaður þegar næsta fjöl var spennt frá, hefði maður ekki komist nógu vel að til þess að sprauta, þá hefði getað verið eitthvað flugnager þarna. En svo bara vannst þetta áfram og við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni, að telja hvað þetta voru mörg bú.“ Lokatalan var 21 bú en Daníel segir að það sé varlega áætlað og ekki sé ólíklegt að þau hafi verið fleiri.
Fjarðabyggð Dýr Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira