Háttsettur maður innan ensku úrvalsdeildarinnar ásakaður um að nauðga táningsstelpu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 14:15 Um er að ræða tvö atvik, annað sem gerðist á tíunda áratug síðustu aldar. Getty Images Lögreglan í Bretlandi yfirheyrði nýverið háttsettan mann innan ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna ásakana um að hann hefði nauðgað stelpu sem var þá aðeins 15 ára gömul. Þetta kemur fram í frétt í frétt Daniel Taylor á The Athletic en þar segir að sami maður sé þegar undir rannsókn vegna máls frá tíunda áratug síðustu aldar. Það mál komst í fréttirnar fyrr í sumar og greindi Vísir frá. Þá var talið að um knattspyrnustjóra innan ensku úrvalsdeildarinnar væri að ræða en nú hefur komið í ljós að um háttsettan aðila er að ræða sem starfar fyrir félag í deildinni eða þá deildina sjálfa. Fyrra málið er nýlegra og mætti maðurinn sjálfviljugur til lögreglu ásamt lögfræðingi sínum til að gefa vitnisburð þann 12. júní síðastliðinn. Hann var yfirheyrður en ekki handtekinn. Aldur þeirrar konu hefur ekki verið gefinn upp og kemur hvergi fram í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum. The Athletic hefur margoft spurst fyrir og aðeins fengið þær upplýsingar að konan hafi verið táningur þegar atvikið átti sér stað. Síðara málið snýr að atviki sem átti sér stað á heimili mannsins á tíunda áratug síðustu aldar, þegar konan var aðeins 15 ára gömul. Vegna lagalegra ákvæða er ekkert hægt að aðhafast í málinu þar sem það er fyrnt. Maðurinn var því ekki handtekinn. New details: leading figure in English football Two historical rape allegations Both teenagers, one aged 15 One case ongoing Suspect interviewed by police Second complaint, in law, 'too late' Alleged offender working as normal https://t.co/YJe2a2mmfg— Daniel Taylor (@DTathletic) July 24, 2023 The Athletic greinir frá því að það viti hver maðurinn er en vegna regluverks Bretlandseyja má fjölmiðillinn ekki greina frá því hver hann er. Vitað er að maðurinn er enn í starfi innan ensku úrvalsdeildarinnar. Aldur fyrri konunnar skiptir máli þar sem enska knattspyrnusambandið gæti þá ákvarðað að hann sé möguleg ógn við börn á ákveðnum aldri og þar af gæti sambandið vikið honum úr starfi. Talsmaður sambandsins sagði í viðtali við The Athletic að sambandið rannsaki öll mál er varða mögulega ógn við velferð barna sem og fullorðinna. Sömuleiðis sé sambandið með hin ýmsu regluverk til að tryggja öryggi fólks. Að því sögðu þá neitar sambandið að tjá sig um einstaka mál. Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt í frétt Daniel Taylor á The Athletic en þar segir að sami maður sé þegar undir rannsókn vegna máls frá tíunda áratug síðustu aldar. Það mál komst í fréttirnar fyrr í sumar og greindi Vísir frá. Þá var talið að um knattspyrnustjóra innan ensku úrvalsdeildarinnar væri að ræða en nú hefur komið í ljós að um háttsettan aðila er að ræða sem starfar fyrir félag í deildinni eða þá deildina sjálfa. Fyrra málið er nýlegra og mætti maðurinn sjálfviljugur til lögreglu ásamt lögfræðingi sínum til að gefa vitnisburð þann 12. júní síðastliðinn. Hann var yfirheyrður en ekki handtekinn. Aldur þeirrar konu hefur ekki verið gefinn upp og kemur hvergi fram í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum. The Athletic hefur margoft spurst fyrir og aðeins fengið þær upplýsingar að konan hafi verið táningur þegar atvikið átti sér stað. Síðara málið snýr að atviki sem átti sér stað á heimili mannsins á tíunda áratug síðustu aldar, þegar konan var aðeins 15 ára gömul. Vegna lagalegra ákvæða er ekkert hægt að aðhafast í málinu þar sem það er fyrnt. Maðurinn var því ekki handtekinn. New details: leading figure in English football Two historical rape allegations Both teenagers, one aged 15 One case ongoing Suspect interviewed by police Second complaint, in law, 'too late' Alleged offender working as normal https://t.co/YJe2a2mmfg— Daniel Taylor (@DTathletic) July 24, 2023 The Athletic greinir frá því að það viti hver maðurinn er en vegna regluverks Bretlandseyja má fjölmiðillinn ekki greina frá því hver hann er. Vitað er að maðurinn er enn í starfi innan ensku úrvalsdeildarinnar. Aldur fyrri konunnar skiptir máli þar sem enska knattspyrnusambandið gæti þá ákvarðað að hann sé möguleg ógn við börn á ákveðnum aldri og þar af gæti sambandið vikið honum úr starfi. Talsmaður sambandsins sagði í viðtali við The Athletic að sambandið rannsaki öll mál er varða mögulega ógn við velferð barna sem og fullorðinna. Sömuleiðis sé sambandið með hin ýmsu regluverk til að tryggja öryggi fólks. Að því sögðu þá neitar sambandið að tjá sig um einstaka mál.
Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sjá meira