Flottur dagur í Jöklu í gær Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2023 10:01 Þessi 98 sm lax veiddist á Nesbreiðu í Jöklu í gær Þegar veiðitölurnar í mörgum ánum eru ekki upp á marga fiska er reglulega gaman að segja frá góðum dögum þar sem vel veiðist. Veiðinni er misskipt milli laxveiðiánna það er alveg ljóst. Á meðan það veiðist lítið í sumum ánum eiga aðrar mjög góða daga og dæmi um það var gærdagurinn í Jöklu. Það veiddust 27 laxar og nokkrir unnu baráttu sína við veiðimenn og fóru sína leið eins og gengur og gerist. Stærsti laxinn sem veiddist í gær var þessi sem sést á meðfylgjandi mynd en hann mældist 98 sm og veiddist á Nesbreiðu. Það hefur verið kalt við Jöklu síðustu daga og vikur eins og annars staðar á norðausturlandi en það hefur ekki haft mikil áhrif á veiðina. Vonandi dregur þetta á langinn að Jökla fari á yfirfall en vegna mikilla hita á Héraði í byrjun sumars er Hálsalón að fyllast. Veiðin í Jöklu verður þá mjög erfið en þá glæðist aftur á móti veiðin í hliðaránum sem annars eru lítið stundaðar. Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Hvernig nærðu draumalaxinum? Veiði Nýr framkvæmdastjóri tekinn við hjá SVFR Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Gott síðdegi á urriðaslóð Veiði Lax sem meðafli makrílbáta Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Rysjótt á gæsinni Veiði
Veiðinni er misskipt milli laxveiðiánna það er alveg ljóst. Á meðan það veiðist lítið í sumum ánum eiga aðrar mjög góða daga og dæmi um það var gærdagurinn í Jöklu. Það veiddust 27 laxar og nokkrir unnu baráttu sína við veiðimenn og fóru sína leið eins og gengur og gerist. Stærsti laxinn sem veiddist í gær var þessi sem sést á meðfylgjandi mynd en hann mældist 98 sm og veiddist á Nesbreiðu. Það hefur verið kalt við Jöklu síðustu daga og vikur eins og annars staðar á norðausturlandi en það hefur ekki haft mikil áhrif á veiðina. Vonandi dregur þetta á langinn að Jökla fari á yfirfall en vegna mikilla hita á Héraði í byrjun sumars er Hálsalón að fyllast. Veiðin í Jöklu verður þá mjög erfið en þá glæðist aftur á móti veiðin í hliðaránum sem annars eru lítið stundaðar.
Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Hvernig nærðu draumalaxinum? Veiði Nýr framkvæmdastjóri tekinn við hjá SVFR Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Gott síðdegi á urriðaslóð Veiði Lax sem meðafli makrílbáta Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Rysjótt á gæsinni Veiði