Aðrir keppendur grunuðu hinn 28 ára Justin Doeden um græsku á mótinu og hafa breytt skori sínu.
Doeden fékk tvöfaldan skolla á 18. holu en skrifaði að hann hefði fengið par áður en hann skilaði skorkortinu sínu. Það hefði komið honum í gegnum niðurskurðinn á mótinu en hann dró sig úr keppni eftir að rannsókn á málinu hófst.
Í gær viðurkenndi Doeden svo að hafa haft rangt við og breytt skori sínu á mótinu.
„Ég viðurkenni hér með mestu mistök sem ég hef gert á ævinni. Ég svindlaði í golfi. Þetta er ekki sá sem ég er,“ skrifaði Doeden á Twitter.
I am here to confess of the biggest mistake I have made in my life to date. I cheated in golf. This is not who I am. I let my sponsors down. I let my competitors down. I let my family down. I let myself down. I pray for your forgiveness. John 1:9 @acaseofthegolf1
— Justin Doeden (@jdoeden11) July 24, 2023
„Ég brást styrktaraðilum mínum. Ég brást keppinautum mínum. Ég brást fjölskyldu minni. Ég bið um fyrirgefningu ykkar.“