„Breiðablik er ekki með marga unga leikmenn og meðalaldur liðsins er frekar hár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júlí 2023 15:02 Jacob Neestrup tók við FC Kaupmannahöfn í september í fyrra. stöð 2 sport Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, á von á erfiðum leik gegn Breiðabliki í kvöld. Liðin mætast þá í fyrri leiknum í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli. „Þetta er lið sem við berum alla virðingu fyrir þar sem þeir eru nokkuð vanir að spila svona leiki. Þeir sigruðu Austria Vín fyrir tveimur árum og spiluðu mjög vel í heimaleiknum gegn Istanbul Basaksehir í fyrra,“ sagði Neestrup í samtali við Val Pál Eiríksson í gær. „Breiðablik er ekki með marga unga leikmenn og meðalaldur liðsins er frekar hár sem er ekki hefðbundið. Þeir vita því út á hvað þetta gengur. Þetta er mjög reynt lið sem er með mikið sjálfstraust þar sem það hefur unnið fimm leiki í röð. Ég er hrifinn af því sem ég hef séð. Þetta er gott lið sem er vel þjálfað. Þeir eru góðir með boltann, góðir að byggja upp sóknir og ég er hrifinn af gegnumbrotunum þeirra. En þetta er lið sem er vant að hafa boltann. Við berum virðingu fyrir þeim en vitum að ef við gerum okkar eigum við góða möguleika á að komast áfram.“ Neestrup segir að það að leikurinn fari fram á gervigrasi muni hafa á gang mála. „Það hefur alltaf áhrif því það er miklu erfiðara að pressa og stoppa og breyta um stefnu án bolta. En við erum nokkuð vanir því. Nordsjælland og Silkeborg spila á gervigrasi og við höfum mætt þeim margoft. Þetta er ekki afsökun fyrir okkur fyrir því að standa okkur ekki en þetta hefur almenn áhrif á leikinn.“ Klippa: Viðtal við þjálfara FCK Tveir Íslendingar eru í herbúðum FCK; Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. „Við sjáum til hvort þeir spili. Þetta eru tveir góðir leikmenn. Orri er ótrúlegur í vítateignum. Ísak hefur verið svolítið frá byrjunarliðinu en það þýðir ekki að við höldum ekki að hann sé góður leikmaður. Hann er góður leikmaður og frábær drengur sem leggur sig allan fram á hverjum degi. Ef hann spilar, hvort sem hann byrjar inn á eða kemur af bekknum, er ég viss um að hann muni standa sig,“ sagði Neestrup. Horfa má á viðtalið við Neestrup í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Höskuldur: Mikil tilhlökkun í eiginlega öllu landinu Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, hefur verið sjóðandi heitur í Evrópukeppninni í sumar og er búinn að skora fjögur mörk í leikjunum fjórum. 25. júlí 2023 13:30 „Elska hann en við verðum óvinir í 90 mínútur, því miður“ Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, segist ekki sérstaklega hrifinn af því að vera mótherji föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Hann vonast þó til að fá að spila í leiknum. Liðin tvö mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar í Kópavogi í kvöld. 25. júlí 2023 12:00 „Haf á milli okkar og við sjáumst alltof sjaldan“ Óskar Hrafn Þorvaldsson segir FC Kaupmannahöfn vera sterkasta andstæðing sem hann hefur mætt sem þjálfari Breiðabliks. Blikar þurfi að vera sjálfum sér trúir í einvíginu og megi ekki líta á verkefnið sem ákveðna biðstofu fyrir næsta einvígi sem þeir eiga bókað falli þeir úr keppni. Það sé þá sérkennilegt að mæta syni sínum, Orra Steini Óskarssyni, sem er leikmaður FCK. 25. júlí 2023 11:00 FCK sé ekki spennt fyrir því að spila í Kópavogi Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í Danmörku, kveðst spenntur fyrir leik Blika við FC Kaupmannahöfn. Hann stýrði Lyngby gegn dönsku meisturunum um helgina og þekkir vel til liðsins. 25. júlí 2023 08:32 Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. 24. júlí 2023 23:31 Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá „Bara mjög spenntur, get eiginlega ekki beðið og hlakka til að fá þá hingað í heimsókn,“ sagði Jason Daði Svanþórsson, einn skæðasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, um heimsókn FC Kaupmannahafnar annað kvöld. 24. júlí 2023 22:31 Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Tapi Blikar fyrir FC Kaupmannahöfn fara þeir til Bosníu-Hersegóvínu eða Slóvakíu Búið er að draga í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Þangað fara Íslandsmeistarar Breiðabliks falli þeir úr leik gegn FC Kaupmannahöfn en liðin mætast í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 12:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
„Þetta er lið sem við berum alla virðingu fyrir þar sem þeir eru nokkuð vanir að spila svona leiki. Þeir sigruðu Austria Vín fyrir tveimur árum og spiluðu mjög vel í heimaleiknum gegn Istanbul Basaksehir í fyrra,“ sagði Neestrup í samtali við Val Pál Eiríksson í gær. „Breiðablik er ekki með marga unga leikmenn og meðalaldur liðsins er frekar hár sem er ekki hefðbundið. Þeir vita því út á hvað þetta gengur. Þetta er mjög reynt lið sem er með mikið sjálfstraust þar sem það hefur unnið fimm leiki í röð. Ég er hrifinn af því sem ég hef séð. Þetta er gott lið sem er vel þjálfað. Þeir eru góðir með boltann, góðir að byggja upp sóknir og ég er hrifinn af gegnumbrotunum þeirra. En þetta er lið sem er vant að hafa boltann. Við berum virðingu fyrir þeim en vitum að ef við gerum okkar eigum við góða möguleika á að komast áfram.“ Neestrup segir að það að leikurinn fari fram á gervigrasi muni hafa á gang mála. „Það hefur alltaf áhrif því það er miklu erfiðara að pressa og stoppa og breyta um stefnu án bolta. En við erum nokkuð vanir því. Nordsjælland og Silkeborg spila á gervigrasi og við höfum mætt þeim margoft. Þetta er ekki afsökun fyrir okkur fyrir því að standa okkur ekki en þetta hefur almenn áhrif á leikinn.“ Klippa: Viðtal við þjálfara FCK Tveir Íslendingar eru í herbúðum FCK; Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. „Við sjáum til hvort þeir spili. Þetta eru tveir góðir leikmenn. Orri er ótrúlegur í vítateignum. Ísak hefur verið svolítið frá byrjunarliðinu en það þýðir ekki að við höldum ekki að hann sé góður leikmaður. Hann er góður leikmaður og frábær drengur sem leggur sig allan fram á hverjum degi. Ef hann spilar, hvort sem hann byrjar inn á eða kemur af bekknum, er ég viss um að hann muni standa sig,“ sagði Neestrup. Horfa má á viðtalið við Neestrup í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Höskuldur: Mikil tilhlökkun í eiginlega öllu landinu Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, hefur verið sjóðandi heitur í Evrópukeppninni í sumar og er búinn að skora fjögur mörk í leikjunum fjórum. 25. júlí 2023 13:30 „Elska hann en við verðum óvinir í 90 mínútur, því miður“ Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, segist ekki sérstaklega hrifinn af því að vera mótherji föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Hann vonast þó til að fá að spila í leiknum. Liðin tvö mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar í Kópavogi í kvöld. 25. júlí 2023 12:00 „Haf á milli okkar og við sjáumst alltof sjaldan“ Óskar Hrafn Þorvaldsson segir FC Kaupmannahöfn vera sterkasta andstæðing sem hann hefur mætt sem þjálfari Breiðabliks. Blikar þurfi að vera sjálfum sér trúir í einvíginu og megi ekki líta á verkefnið sem ákveðna biðstofu fyrir næsta einvígi sem þeir eiga bókað falli þeir úr keppni. Það sé þá sérkennilegt að mæta syni sínum, Orra Steini Óskarssyni, sem er leikmaður FCK. 25. júlí 2023 11:00 FCK sé ekki spennt fyrir því að spila í Kópavogi Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í Danmörku, kveðst spenntur fyrir leik Blika við FC Kaupmannahöfn. Hann stýrði Lyngby gegn dönsku meisturunum um helgina og þekkir vel til liðsins. 25. júlí 2023 08:32 Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. 24. júlí 2023 23:31 Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá „Bara mjög spenntur, get eiginlega ekki beðið og hlakka til að fá þá hingað í heimsókn,“ sagði Jason Daði Svanþórsson, einn skæðasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, um heimsókn FC Kaupmannahafnar annað kvöld. 24. júlí 2023 22:31 Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Tapi Blikar fyrir FC Kaupmannahöfn fara þeir til Bosníu-Hersegóvínu eða Slóvakíu Búið er að draga í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Þangað fara Íslandsmeistarar Breiðabliks falli þeir úr leik gegn FC Kaupmannahöfn en liðin mætast í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 12:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Höskuldur: Mikil tilhlökkun í eiginlega öllu landinu Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, hefur verið sjóðandi heitur í Evrópukeppninni í sumar og er búinn að skora fjögur mörk í leikjunum fjórum. 25. júlí 2023 13:30
„Elska hann en við verðum óvinir í 90 mínútur, því miður“ Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, segist ekki sérstaklega hrifinn af því að vera mótherji föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Hann vonast þó til að fá að spila í leiknum. Liðin tvö mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar í Kópavogi í kvöld. 25. júlí 2023 12:00
„Haf á milli okkar og við sjáumst alltof sjaldan“ Óskar Hrafn Þorvaldsson segir FC Kaupmannahöfn vera sterkasta andstæðing sem hann hefur mætt sem þjálfari Breiðabliks. Blikar þurfi að vera sjálfum sér trúir í einvíginu og megi ekki líta á verkefnið sem ákveðna biðstofu fyrir næsta einvígi sem þeir eiga bókað falli þeir úr keppni. Það sé þá sérkennilegt að mæta syni sínum, Orra Steini Óskarssyni, sem er leikmaður FCK. 25. júlí 2023 11:00
FCK sé ekki spennt fyrir því að spila í Kópavogi Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í Danmörku, kveðst spenntur fyrir leik Blika við FC Kaupmannahöfn. Hann stýrði Lyngby gegn dönsku meisturunum um helgina og þekkir vel til liðsins. 25. júlí 2023 08:32
Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. 24. júlí 2023 23:31
Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá „Bara mjög spenntur, get eiginlega ekki beðið og hlakka til að fá þá hingað í heimsókn,“ sagði Jason Daði Svanþórsson, einn skæðasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, um heimsókn FC Kaupmannahafnar annað kvöld. 24. júlí 2023 22:31
Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00
Tapi Blikar fyrir FC Kaupmannahöfn fara þeir til Bosníu-Hersegóvínu eða Slóvakíu Búið er að draga í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Þangað fara Íslandsmeistarar Breiðabliks falli þeir úr leik gegn FC Kaupmannahöfn en liðin mætast í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 12:00