Norsk yfirvöld krefjast handtöku og framsals Eddu Bjarkar Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2023 06:42 Edda Björk og dóttir hennar, Ragnheiður Bríet, í sumarbústað fjölskyldunnar með dalmatíuhunda þeirra. Edda Björk stendur í hatrammri forræðisdeilu við barnsföður sinn sem lýtur að þremur sonum þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Norsk yfirvöld hafa krafist þess að Edda Björk Arnardóttir, sem hefur staðið í forræðisdeilu þar í landi, verði handtekin af íslenskri lögreglu og framseld til Noregs til að vera viðstödd réttarhöld í málinu. Edda Björk greindi frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Forræðisdeila Eddu við barnsföður sinn hefur verið þó nokkuð í fjölmiðlum. Í fyrra flaug Edda með einkaflugvél frá Íslandi til Noregs og náði í þrjá syni sína, í óþökk föður þeirra, og kom með þá til Íslands. Faðir drengjanna, sem er íslenskur, er búsettur í Noregi og fer einn með forsjá þeirra og eru þeir með lögheimili hjá honum. Í umfjöllun mbl um málið var greint frá því að samkvæmt norskum dómsúrskurði megi Edda aðeins hitta drengina undir eftirliti fjórum sinnum á ári, fjórar klukkustundir senn og þau skulu tala saman á norsku. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr á árinu um að synirnir skyldu teknir úr umsjá hennar og færðir aftur til föður síns í Noregi. Edda hefur kært þá niðurstöðu íslenskra dómstóla til Mannréttindadómstóls Evrópu. Bréf frá norsku lögreglunni Edda segir í færslunni í gær að lögmaður sinn í Noregi hafi fengið bréf frá lögreglunni í Noregi þess efnis að reynt hafi verið að stefnu Eddu til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9. og 10. ágúst. Bréfið sem lögrelan í Noregi sendi lögmanni Eddu Bjarkar.Facebook Þar sem ekki hafi tekist að birta henni stefnu hafi yfirvöld nú sent íslenskri lögreglu beiðni um að handtaka Eddu og framselja hana til Noregs. Edda fullyrðir sjálf í færslunni að yfirvöld í Noregi hafi hvorki reynt að birta sér stefnu né spurt hana hvort hún hygðist mæta á réttarhöldin. Hún segir að einfalt sé að hafa samband við lögmenn hennar en það hafi heldur ekki verið gert fyrr en nú. Jafnframt segir Edda að norska lögreglan hafi óskað eftir því að skýrsla yrði tekin af henni, íslensk lögregla hafi haft samband við hana og hún mætt strax daginn eftir. Hún segir lögregluna því ekki hafa slæma reynslu af henni. Facebook-færslu Eddu Bjarkar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Hvernig þriðjudag eru þið búin að eiga? Þetta er minn, norsk yfirvöld eru eitthvað annað. Þetta bref fékk lögmaðurinn minn í Noregi sent en þar kemur fram að reynt hafi verið að stefna mér til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9 og 10 ágúst þar í landi en þar sem ekki hafi tekist að birta mér stefnu þá verði send beiðni nú þegar til Íslands og þess óskað að ég verði handtekin og framseld til Noregs. Málið er bara að það hefur aldrei verið reynt að birta mér stefnu og engin spurt hvort ég ætli að mæta eða ekki. Mjög einfalt að hafa samband við lögmenn mína líka og það hefur heldur ekki verið gert. Lögreglan úti óskaði eftir að skýrsla yrði tekin af mér á Íslandi, lögreglan hérna hafði samband við mig og óskaði þess og ég mætti strax næsta dag. Svo ekki hafa þeir haft slæma reynslu ef þeir bara biðja. Þetta er svo fáránlegt allt og lýsir að manni finnst helst bara miklum pirringi að ég sé svona “óhlýðin” að lúta ekki dómi þar sem börnin mín eru i gíslingu eins manns. Annars bara eigið frábæran þriðjudag, ég ætla að gera mitt til þess að njóta dagsins og ekki láta þennan skrípaleik norskra yfirvalda skemma hann Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sjá meira
Edda Björk greindi frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Forræðisdeila Eddu við barnsföður sinn hefur verið þó nokkuð í fjölmiðlum. Í fyrra flaug Edda með einkaflugvél frá Íslandi til Noregs og náði í þrjá syni sína, í óþökk föður þeirra, og kom með þá til Íslands. Faðir drengjanna, sem er íslenskur, er búsettur í Noregi og fer einn með forsjá þeirra og eru þeir með lögheimili hjá honum. Í umfjöllun mbl um málið var greint frá því að samkvæmt norskum dómsúrskurði megi Edda aðeins hitta drengina undir eftirliti fjórum sinnum á ári, fjórar klukkustundir senn og þau skulu tala saman á norsku. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr á árinu um að synirnir skyldu teknir úr umsjá hennar og færðir aftur til föður síns í Noregi. Edda hefur kært þá niðurstöðu íslenskra dómstóla til Mannréttindadómstóls Evrópu. Bréf frá norsku lögreglunni Edda segir í færslunni í gær að lögmaður sinn í Noregi hafi fengið bréf frá lögreglunni í Noregi þess efnis að reynt hafi verið að stefnu Eddu til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9. og 10. ágúst. Bréfið sem lögrelan í Noregi sendi lögmanni Eddu Bjarkar.Facebook Þar sem ekki hafi tekist að birta henni stefnu hafi yfirvöld nú sent íslenskri lögreglu beiðni um að handtaka Eddu og framselja hana til Noregs. Edda fullyrðir sjálf í færslunni að yfirvöld í Noregi hafi hvorki reynt að birta sér stefnu né spurt hana hvort hún hygðist mæta á réttarhöldin. Hún segir að einfalt sé að hafa samband við lögmenn hennar en það hafi heldur ekki verið gert fyrr en nú. Jafnframt segir Edda að norska lögreglan hafi óskað eftir því að skýrsla yrði tekin af henni, íslensk lögregla hafi haft samband við hana og hún mætt strax daginn eftir. Hún segir lögregluna því ekki hafa slæma reynslu af henni. Facebook-færslu Eddu Bjarkar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Hvernig þriðjudag eru þið búin að eiga? Þetta er minn, norsk yfirvöld eru eitthvað annað. Þetta bref fékk lögmaðurinn minn í Noregi sent en þar kemur fram að reynt hafi verið að stefna mér til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9 og 10 ágúst þar í landi en þar sem ekki hafi tekist að birta mér stefnu þá verði send beiðni nú þegar til Íslands og þess óskað að ég verði handtekin og framseld til Noregs. Málið er bara að það hefur aldrei verið reynt að birta mér stefnu og engin spurt hvort ég ætli að mæta eða ekki. Mjög einfalt að hafa samband við lögmenn mína líka og það hefur heldur ekki verið gert. Lögreglan úti óskaði eftir að skýrsla yrði tekin af mér á Íslandi, lögreglan hérna hafði samband við mig og óskaði þess og ég mætti strax næsta dag. Svo ekki hafa þeir haft slæma reynslu ef þeir bara biðja. Þetta er svo fáránlegt allt og lýsir að manni finnst helst bara miklum pirringi að ég sé svona “óhlýðin” að lúta ekki dómi þar sem börnin mín eru i gíslingu eins manns. Annars bara eigið frábæran þriðjudag, ég ætla að gera mitt til þess að njóta dagsins og ekki láta þennan skrípaleik norskra yfirvalda skemma hann
Hvernig þriðjudag eru þið búin að eiga? Þetta er minn, norsk yfirvöld eru eitthvað annað. Þetta bref fékk lögmaðurinn minn í Noregi sent en þar kemur fram að reynt hafi verið að stefna mér til að mæta til réttarhalda sem eru áætluð 9 og 10 ágúst þar í landi en þar sem ekki hafi tekist að birta mér stefnu þá verði send beiðni nú þegar til Íslands og þess óskað að ég verði handtekin og framseld til Noregs. Málið er bara að það hefur aldrei verið reynt að birta mér stefnu og engin spurt hvort ég ætli að mæta eða ekki. Mjög einfalt að hafa samband við lögmenn mína líka og það hefur heldur ekki verið gert. Lögreglan úti óskaði eftir að skýrsla yrði tekin af mér á Íslandi, lögreglan hérna hafði samband við mig og óskaði þess og ég mætti strax næsta dag. Svo ekki hafa þeir haft slæma reynslu ef þeir bara biðja. Þetta er svo fáránlegt allt og lýsir að manni finnst helst bara miklum pirringi að ég sé svona “óhlýðin” að lúta ekki dómi þar sem börnin mín eru i gíslingu eins manns. Annars bara eigið frábæran þriðjudag, ég ætla að gera mitt til þess að njóta dagsins og ekki láta þennan skrípaleik norskra yfirvalda skemma hann
Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sjá meira