Erlent

Kevin Spacey létt eftir sýknudóm

Heimir Már Pétursson skrifar
Kevin Spacey ávarpaði fréttamenn fyrir utan dómsalinn í Lundúnum eftir að dómur hafði verið kveðinn upp.
Kevin Spacey ávarpaði fréttamenn fyrir utan dómsalinn í Lundúnum eftir að dómur hafði verið kveðinn upp. AP/Alberto Pezzali

Hollywood leikarinn Kevin Spacey var í dag sýknaður fyrir dómi í Lundúnum af öllum ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum karlmönnum.

Þrír mannanna sökuðu leikarann um að hafa gripið um klof þeirra og sá fjórði sagðist hafa vaknað við að Spacey var að hafa við hann munnmök. Fyrir dómi sagðist hann hafa átt kynferðisleg samskipti við tvo af þeim sem ákærðu hann með þeirra samþykki, vísaði ásökunum þriðja mannsins á bug og sagði framburð fjórða mannsins vera algeran heilaspuna.

Ásakanir og ákærur gegn Spacey urðu til þess að hann var rekinn úr aðalhlutverki í hinum vinsælu þáttum House of Cards. Honum var augljóslega létt þegar niðurstaða réttarins lá fyrir.

„Ég geri ráð fyrir að mörg ykkar skilji að það er margt sem ég þarf að meðtaka eftir atburði dagsins. En mig langar að segja að ég er afar þakklátur kviðdómnum fyrir að hafa varið sínum tíma í að rannsaka öll sönnunargögn ítarlega áður en hann komst að niðurstöðu. Ég er auðmjúkur gagnvart niðurstöðu dagsins,“ sagði Spacey eftir að dómurinn var kveðinn upp.


Tengdar fréttir

Spacey grét er hann var sýknaður

Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum.

„Ég er mikill daðrari“

Kevin Spacey, hinn þekkti bandaríski leikari, segist miður sín yfir því að maður hafi sakað sig um nauðgun. Spacey segist hafa liðið eins og hann hafi verið stunginn í bakið þegar hann heyrði fyrst af ásökunum.

Réttarhöld yfir Kevin Spacey hafin

Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Kevin Spacey eru hafin. Spacey er ákærður fyrir alls tólf kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×