Vill aflýsa keppni helgarinnar ef ekki verði hægt að tryggja öryggi ökumanna Siggeir Ævarsson skrifar 27. júlí 2023 19:08 Árekstrar eru tíðir í formúlu 1, en tvö banaslys hafa orðið á Spa-Francorchamps á síðustu fjórum árum GETTY IMAGES George Russell, ökumaður Mercedes, segir að stjórn FIA verði að setja öryggi ökumanna í forgang og aflýsa keppninni á Spa-Francorchamps í Belgíu ef aðstæður verði ekki öruggar um helgina. Tvö banaslys hafa orðið á brautinni á síðustu fjórum árum. Russell segir málið fyrst og fremst snúast um skyggni á þessari erfiðu braut. Hann segir akstur við þessar aðstæður helst líkjast því að keyra á þjóðvegi í úrhellisrigningu með slökkt á rúðuþurrkunum. Þrátt fyrir tvö banaslys á brautinni segir Russell brautina sjálfa örugga, en þegar skyggnið sé slæmt sé voðinn vís. Fyrr í þessum mánuði lést hinn ungi Dilano van 't Hoff í Formúlu 3 keppni á brautinni, en mikil rigning var þann dag. Árið 2019 lést Anthoine Hubert einnig í slysi á þessari sömu braut, þá í Formúlu 2 keppni. Árið 2021 var Formúlu 1 keppnishelginni í Belgíu á Spa-Francorchamps aflýst eftir aðeins tvo hringi, sem báðir fóru fram með öryggisbílinn á brautinni. Stjórn FIA var gagnrýnd töluvert fyrir þá ákvörðun en Russell, sem einnig er formaður félags ökumanna í Formúlu 1, segir að það hafi verið rétt ákvörðun. Það sé skylda sambandsins að tryggja öryggi ökumanna og kallar hann eftir að stjórnin sýni hugrekki og hiki ekki við að stöðva kappaksturinn nú ef aðstæður verði ófullnægjandi. George Russell er ökumaður Mercedes og formaður samtaka ökumanna í Formúlu 1.Getty Akstursíþróttir Tengdar fréttir Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Russell segir málið fyrst og fremst snúast um skyggni á þessari erfiðu braut. Hann segir akstur við þessar aðstæður helst líkjast því að keyra á þjóðvegi í úrhellisrigningu með slökkt á rúðuþurrkunum. Þrátt fyrir tvö banaslys á brautinni segir Russell brautina sjálfa örugga, en þegar skyggnið sé slæmt sé voðinn vís. Fyrr í þessum mánuði lést hinn ungi Dilano van 't Hoff í Formúlu 3 keppni á brautinni, en mikil rigning var þann dag. Árið 2019 lést Anthoine Hubert einnig í slysi á þessari sömu braut, þá í Formúlu 2 keppni. Árið 2021 var Formúlu 1 keppnishelginni í Belgíu á Spa-Francorchamps aflýst eftir aðeins tvo hringi, sem báðir fóru fram með öryggisbílinn á brautinni. Stjórn FIA var gagnrýnd töluvert fyrir þá ákvörðun en Russell, sem einnig er formaður félags ökumanna í Formúlu 1, segir að það hafi verið rétt ákvörðun. Það sé skylda sambandsins að tryggja öryggi ökumanna og kallar hann eftir að stjórnin sýni hugrekki og hiki ekki við að stöðva kappaksturinn nú ef aðstæður verði ófullnægjandi. George Russell er ökumaður Mercedes og formaður samtaka ökumanna í Formúlu 1.Getty
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1 18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu. 1. júlí 2023 12:16