David Beckham tilbúinn að taka til hendinni hjá Manchester United Jón Már Ferro skrifar 29. júlí 2023 11:00 David Beckham hefur gert frábæra hluti sem eigandi Inter Miami. Meðal annars hefur hann fengið Lionel Messi til félagsins. vísir/Getty Images Ein allra mesta goðsögnin í sögu Manchester United og meðeigandi í Inter Miami segist tilbúin til að koma að rekstri United en telur að Glazier fjölskyldan þurfi að fara. Þetta kemur fram í viðtali á The Athletic. „Um leið og þú ert ekki lengur með stuðningsmennina á bak við þig, sérstaklega hjá félagi eins og Manchester United, er erfitt að vinna þá aftur á þitt band,“ segir David Beckham. „Augljóslega hefur Glazier fjölskyldan gert margt, sérstaklega ef horft er til hve mikið félagið yrði selt á í dag. Þrátt fyrir það er þörf á breytingum. Það sjá það allir og það vita það allir,“ segir Beckham. Frá því að Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið árið 2013 hefur félagið ekki riðið feitum hesti í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn félagsins sætta sig ekki við neitt annað en það allra besta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þetta hafa ekki verið frábærir tímar fyrir Manchester United, innan sem utan vallar. En Erik ten Hag hefur hresst upp á hlutina. Hann hefur tekið erfiðar ákvarðarnir en gert það á eins góðan hátt og mögulegt er. Á þann hátt að stuðningsmennirnir hafa bakkað hann upp,“ segir Beckaham. Erik ten Hag var ráðinn stjóri United á síðasta ári og hefur meðal annars látið Cristiano Ronaldo fara frá félaginu á eftirminnilegan hátt. „Sem fyrrum leikmaður þá vil ég að eigendaskiptin verði gerð sem allra fyrst. Þú vilt að sá sem stjórnar félaginu sé ástríðufullur, taki réttar ákvarðanir, komi inn með réttu leikmennina og fjárfesti í félaginu,“ segir Beckham. „Félagið þarfnast endurbætur, hvort sem það er á æfingarsvæðinu eða leikvanginum. Það er nauðsynlegt að taka stórar ákvarðanir. Sérstaklega þegar þú sérð hvað Manchester City hefur verið að gera. Þetta snýst ekki bara um að vinna. Þú getur séð að City er að byggja til framtíðar, ekki bara frá tímabili til tímabils,“ segir Beckham. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
„Um leið og þú ert ekki lengur með stuðningsmennina á bak við þig, sérstaklega hjá félagi eins og Manchester United, er erfitt að vinna þá aftur á þitt band,“ segir David Beckham. „Augljóslega hefur Glazier fjölskyldan gert margt, sérstaklega ef horft er til hve mikið félagið yrði selt á í dag. Þrátt fyrir það er þörf á breytingum. Það sjá það allir og það vita það allir,“ segir Beckham. Frá því að Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið árið 2013 hefur félagið ekki riðið feitum hesti í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn félagsins sætta sig ekki við neitt annað en það allra besta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þetta hafa ekki verið frábærir tímar fyrir Manchester United, innan sem utan vallar. En Erik ten Hag hefur hresst upp á hlutina. Hann hefur tekið erfiðar ákvarðarnir en gert það á eins góðan hátt og mögulegt er. Á þann hátt að stuðningsmennirnir hafa bakkað hann upp,“ segir Beckaham. Erik ten Hag var ráðinn stjóri United á síðasta ári og hefur meðal annars látið Cristiano Ronaldo fara frá félaginu á eftirminnilegan hátt. „Sem fyrrum leikmaður þá vil ég að eigendaskiptin verði gerð sem allra fyrst. Þú vilt að sá sem stjórnar félaginu sé ástríðufullur, taki réttar ákvarðanir, komi inn með réttu leikmennina og fjárfesti í félaginu,“ segir Beckham. „Félagið þarfnast endurbætur, hvort sem það er á æfingarsvæðinu eða leikvanginum. Það er nauðsynlegt að taka stórar ákvarðanir. Sérstaklega þegar þú sérð hvað Manchester City hefur verið að gera. Þetta snýst ekki bara um að vinna. Þú getur séð að City er að byggja til framtíðar, ekki bara frá tímabili til tímabils,“ segir Beckham.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira